Kristín Jónsdóttir ósammála túlkunum starfsbræðra sinna

Krist­ín Jóns­dótt­ir, fag­stjóri nátt­úru­vár á Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ist ekki geta tek­ið und­ir með starfs­bræðr­um sín­um Þor­valdi Þórð­ar­syni og Ár­manni Hösk­ulds­syni sem telja ný­leg­ar jarð­skjálfta­hrin­ur vera til marks um að Brenni­steins­fjalla­kerf­ið sé að vakna til lífs­ins. Eng­ar mæl­ing­ar bendi til kviku­hreyf­ing­ar. Skjálft­arn­ir eru senni­lega af völd­um þekkts mis­geng­is sem er á svæð­inu.

Kristín Jónsdóttir ósammála túlkunum starfsbræðra sinna
Ósammála Kristín Jónsdóttir á nýlegum fundi Almannavarna.

Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands, segist ekki vera sammála þeirri túlkun að jarðskjálftahrinur sem mældust suðaustur af Heiðmörk síðastliðinn föstudag bendi til þess Brennisteinsfjallakerfið sé að virkjast.

Engar mælingar bendi til þess að kvikusöfnun sé hafin á svæðinu. Hins vegar telur Kristín líklegra skjálftahrinuna megi rekja til hreyfinga á misgengi sem er á svæðinu. 

 „Þessir skjálftar eru klárlega á þekktu misgengi, sem heitir Hvalhnúksmisgengið. Og þetta Hvalhnúksmisgengi er líklega ábyrgt fyrir stærstu jarðskjálftum sem hafa riðið yfir Reykjanesskagann,“ segir Kristín í samtali við Heimildina. 

Hún bendir á að skjálftar á þessu svæði eigi sér stað á um það bil 50 ára fresti. Sá síðasti var árið 1968 og þar á undan skalf á þessu svæði árið 1929 og mældust þeir báðir um 6 stig.

Skjálftarnir tveir voru nefndir Brennisteinsfjallaskjálftarnir á sínum tíma. Kristín tekur þó fram að misgengið sem er talið hafa valdið skjálftunum sé staðsett austan við Brennisteinsfjöll. 

Engar vísbendingar um kvikuhreyfingu

Í frétt sem birt var í Morgunblaðinu var haft eftir Þorvaldi Þórðarsyni eldfjallafræðingi að nýleg skjálftahrina gætu verið vísbending um að Brennisteinsfjöll hafi virkjast. Þar sagði Þorvaldur mikilvægt að ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir við hugsanlegum eldgosum nálægt höfuborgarsvæðinu sem fyrst.

Þá tók Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur undir með Þorvaldi og sagði í viðtali við Vísi að skjálftahrinurnar tengdust jarðhræringunum á Reykjannesi.

Í samtali við Heimildina segir Kristín að ekki sé tímabært að fara tala um kvikuhreyfingar, engar mælingar bendi til þess þess að kvika sé kominn á hreyfingu undir Brennisteinsfjöllum.

„Áður en við förum að tala um einhverjar kvikuhreyfingar þá viljum við sjá einhverjar færslur eða merki sem benda til þess að þetta eru ekki bara jarðskjálftar,“ segir Kristín. 

Til dæmis bendir Kristín á að engin þenslumerki hafi mælst í aflögunarmælingu Veðurstofunnar. „Þannig að það er ekkert sem bendir til þess að það sé kvika að færast á þessum stað,“ segir Kristín.

Stórir skjálftar sem munu finnast vel á höfuðborgarsvæðinu

Jafnvel þó Kristín telji nýlegar jarðhræringar ekki vera til marks um gosóróa á svæðinu segir hún að skjálftar af völdum flekahreyfinga á Hvalhnúksmisgenginu muni finnast vel á höfuðborgarsvæðinu. „Það er skjálfti sem mun finnast um mest allt land. þetta er það stór skjálfti, ef hann verður, mun hann auðvitað hann finnast mjög vel á höfuðborgarsvæðinu.“

Hún tekur þó fram að misgengið sé í þó nokkurri fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu og að skjálftabylgjurnar dofni hratt hér á landi vegna þess að jarðskorpan sé svo sprungin. Kristín telur ólíklegt að skjálfti frá þessu svæði komi til með valda miklum skemmdum á byggingum. Hún bendir þó á að í skjálftanum ári 1968 hafi sprungur myndast í skólabyggingum á höfuðborgarsvæðinu. 

Tilefni til að glöggva sig á fræðsluefni Almannavarna

„Mesta hættan er í rauninni innanstokksmunir, að þeir fari á hreyfingu,“ segir Kristín sem hvetur fólk að rifja upp eða kynna sér ráðleggingar Almannavarna um varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta. Fræðsluefnið má nálgast á vefsíðu Almannavarna.

Kjósa
54
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu