Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Kristín Jónsdóttir ósammála túlkunum starfsbræðra sinna

Krist­ín Jóns­dótt­ir, fag­stjóri nátt­úru­vár á Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ist ekki geta tek­ið und­ir með starfs­bræðr­um sín­um Þor­valdi Þórð­ar­syni og Ár­manni Hösk­ulds­syni sem telja ný­leg­ar jarð­skjálfta­hrin­ur vera til marks um að Brenni­steins­fjalla­kerf­ið sé að vakna til lífs­ins. Eng­ar mæl­ing­ar bendi til kviku­hreyf­ing­ar. Skjálft­arn­ir eru senni­lega af völd­um þekkts mis­geng­is sem er á svæð­inu.

Kristín Jónsdóttir ósammála túlkunum starfsbræðra sinna
Ósammála Kristín Jónsdóttir á nýlegum fundi Almannavarna.

Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands, segist ekki vera sammála þeirri túlkun að jarðskjálftahrinur sem mældust suðaustur af Heiðmörk síðastliðinn föstudag bendi til þess Brennisteinsfjallakerfið sé að virkjast.

Engar mælingar bendi til þess að kvikusöfnun sé hafin á svæðinu. Hins vegar telur Kristín líklegra skjálftahrinuna megi rekja til hreyfinga á misgengi sem er á svæðinu. 

 „Þessir skjálftar eru klárlega á þekktu misgengi, sem heitir Hvalhnúksmisgengið. Og þetta Hvalhnúksmisgengi er líklega ábyrgt fyrir stærstu jarðskjálftum sem hafa riðið yfir Reykjanesskagann,“ segir Kristín í samtali við Heimildina. 

Hún bendir á að skjálftar á þessu svæði eigi sér stað á um það bil 50 ára fresti. Sá síðasti var árið 1968 og þar á undan skalf á þessu svæði árið 1929 og mældust þeir báðir um 6 stig.

Skjálftarnir tveir voru nefndir Brennisteinsfjallaskjálftarnir á sínum tíma. Kristín tekur þó fram að misgengið sem er talið hafa valdið skjálftunum sé staðsett austan við Brennisteinsfjöll. 

Engar vísbendingar um kvikuhreyfingu

Í frétt sem birt var í Morgunblaðinu var haft eftir Þorvaldi Þórðarsyni eldfjallafræðingi að nýleg skjálftahrina gætu verið vísbending um að Brennisteinsfjöll hafi virkjast. Þar sagði Þorvaldur mikilvægt að ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir við hugsanlegum eldgosum nálægt höfuborgarsvæðinu sem fyrst.

Þá tók Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur undir með Þorvaldi og sagði í viðtali við Vísi að skjálftahrinurnar tengdust jarðhræringunum á Reykjannesi.

Í samtali við Heimildina segir Kristín að ekki sé tímabært að fara tala um kvikuhreyfingar, engar mælingar bendi til þess þess að kvika sé kominn á hreyfingu undir Brennisteinsfjöllum.

„Áður en við förum að tala um einhverjar kvikuhreyfingar þá viljum við sjá einhverjar færslur eða merki sem benda til þess að þetta eru ekki bara jarðskjálftar,“ segir Kristín. 

Til dæmis bendir Kristín á að engin þenslumerki hafi mælst í aflögunarmælingu Veðurstofunnar. „Þannig að það er ekkert sem bendir til þess að það sé kvika að færast á þessum stað,“ segir Kristín.

Stórir skjálftar sem munu finnast vel á höfuðborgarsvæðinu

Jafnvel þó Kristín telji nýlegar jarðhræringar ekki vera til marks um gosóróa á svæðinu segir hún að skjálftar af völdum flekahreyfinga á Hvalhnúksmisgenginu muni finnast vel á höfuðborgarsvæðinu. „Það er skjálfti sem mun finnast um mest allt land. þetta er það stór skjálfti, ef hann verður, mun hann auðvitað hann finnast mjög vel á höfuðborgarsvæðinu.“

Hún tekur þó fram að misgengið sé í þó nokkurri fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu og að skjálftabylgjurnar dofni hratt hér á landi vegna þess að jarðskorpan sé svo sprungin. Kristín telur ólíklegt að skjálfti frá þessu svæði komi til með valda miklum skemmdum á byggingum. Hún bendir þó á að í skjálftanum ári 1968 hafi sprungur myndast í skólabyggingum á höfuðborgarsvæðinu. 

Tilefni til að glöggva sig á fræðsluefni Almannavarna

„Mesta hættan er í rauninni innanstokksmunir, að þeir fari á hreyfingu,“ segir Kristín sem hvetur fólk að rifja upp eða kynna sér ráðleggingar Almannavarna um varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta. Fræðsluefnið má nálgast á vefsíðu Almannavarna.

Kjósa
54
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þú ert hluti vandamálsins, gaur“
4
Viðtal

„Þú ert hluti vanda­máls­ins, gaur“

Mynd­in Stúlk­an með nál­ina eft­ir Magn­us von Horn er nú sýnd í Bíó Para­dís og er til­nefnd til Evr­ópsku kvik­mynda­verð­laun­anna. Laus­lega byggð á raun­veru­leik­an­um seg­ir hún sögu Karol­ine, verk­smiðju­stúlku í harðri lífs­bar­áttu við hrun fyrri heims­styrj­ald­ar­inn­ar. At­vinnu­laus og barns­haf­andi hitt­ir hún Dag­mar sem að­stoð­ar kon­ur við að finna fóst­urstað fyr­ir börn. En barn­anna bíða önn­ur ör­lög. Danska stór­leik­kon­an Trine Dyr­holm leik­ur Dag­mar og var til í við­tal.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár