Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kristín Jónsdóttir ósammála túlkunum starfsbræðra sinna

Krist­ín Jóns­dótt­ir, fag­stjóri nátt­úru­vár á Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ist ekki geta tek­ið und­ir með starfs­bræðr­um sín­um Þor­valdi Þórð­ar­syni og Ár­manni Hösk­ulds­syni sem telja ný­leg­ar jarð­skjálfta­hrin­ur vera til marks um að Brenni­steins­fjalla­kerf­ið sé að vakna til lífs­ins. Eng­ar mæl­ing­ar bendi til kviku­hreyf­ing­ar. Skjálft­arn­ir eru senni­lega af völd­um þekkts mis­geng­is sem er á svæð­inu.

Kristín Jónsdóttir ósammála túlkunum starfsbræðra sinna
Ósammála Kristín Jónsdóttir á nýlegum fundi Almannavarna.

Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands, segist ekki vera sammála þeirri túlkun að jarðskjálftahrinur sem mældust suðaustur af Heiðmörk síðastliðinn föstudag bendi til þess Brennisteinsfjallakerfið sé að virkjast.

Engar mælingar bendi til þess að kvikusöfnun sé hafin á svæðinu. Hins vegar telur Kristín líklegra skjálftahrinuna megi rekja til hreyfinga á misgengi sem er á svæðinu. 

 „Þessir skjálftar eru klárlega á þekktu misgengi, sem heitir Hvalhnúksmisgengið. Og þetta Hvalhnúksmisgengi er líklega ábyrgt fyrir stærstu jarðskjálftum sem hafa riðið yfir Reykjanesskagann,“ segir Kristín í samtali við Heimildina. 

Hún bendir á að skjálftar á þessu svæði eigi sér stað á um það bil 50 ára fresti. Sá síðasti var árið 1968 og þar á undan skalf á þessu svæði árið 1929 og mældust þeir báðir um 6 stig.

Skjálftarnir tveir voru nefndir Brennisteinsfjallaskjálftarnir á sínum tíma. Kristín tekur þó fram að misgengið sem er talið hafa valdið skjálftunum sé staðsett austan við Brennisteinsfjöll. 

Engar vísbendingar um kvikuhreyfingu

Í frétt sem birt var í Morgunblaðinu var haft eftir Þorvaldi Þórðarsyni eldfjallafræðingi að nýleg skjálftahrina gætu verið vísbending um að Brennisteinsfjöll hafi virkjast. Þar sagði Þorvaldur mikilvægt að ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir við hugsanlegum eldgosum nálægt höfuborgarsvæðinu sem fyrst.

Þá tók Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur undir með Þorvaldi og sagði í viðtali við Vísi að skjálftahrinurnar tengdust jarðhræringunum á Reykjannesi.

Í samtali við Heimildina segir Kristín að ekki sé tímabært að fara tala um kvikuhreyfingar, engar mælingar bendi til þess þess að kvika sé kominn á hreyfingu undir Brennisteinsfjöllum.

„Áður en við förum að tala um einhverjar kvikuhreyfingar þá viljum við sjá einhverjar færslur eða merki sem benda til þess að þetta eru ekki bara jarðskjálftar,“ segir Kristín. 

Til dæmis bendir Kristín á að engin þenslumerki hafi mælst í aflögunarmælingu Veðurstofunnar. „Þannig að það er ekkert sem bendir til þess að það sé kvika að færast á þessum stað,“ segir Kristín.

Stórir skjálftar sem munu finnast vel á höfuðborgarsvæðinu

Jafnvel þó Kristín telji nýlegar jarðhræringar ekki vera til marks um gosóróa á svæðinu segir hún að skjálftar af völdum flekahreyfinga á Hvalhnúksmisgenginu muni finnast vel á höfuðborgarsvæðinu. „Það er skjálfti sem mun finnast um mest allt land. þetta er það stór skjálfti, ef hann verður, mun hann auðvitað hann finnast mjög vel á höfuðborgarsvæðinu.“

Hún tekur þó fram að misgengið sé í þó nokkurri fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu og að skjálftabylgjurnar dofni hratt hér á landi vegna þess að jarðskorpan sé svo sprungin. Kristín telur ólíklegt að skjálfti frá þessu svæði komi til með valda miklum skemmdum á byggingum. Hún bendir þó á að í skjálftanum ári 1968 hafi sprungur myndast í skólabyggingum á höfuðborgarsvæðinu. 

Tilefni til að glöggva sig á fræðsluefni Almannavarna

„Mesta hættan er í rauninni innanstokksmunir, að þeir fari á hreyfingu,“ segir Kristín sem hvetur fólk að rifja upp eða kynna sér ráðleggingar Almannavarna um varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta. Fræðsluefnið má nálgast á vefsíðu Almannavarna.

Kjósa
54
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár