Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Skipulagsstofnun gagnrýnir Ölfus út af landfyllingunni

Skipu­lags­stofn­un seg­ir að sveit­ar­fé­lag­ið Ölfus hefði átt að bera sig öðru­vísi að við fram­kvæmd­ir við land­fyll­ingu í Þor­láks­höfn. Stofn­un­in seg­ir að fram­kvæmd­in sé það stór að hún hefði mögu­lega þurft að fara í mat á um­hverf­isáhrif­um. Um­hverf­is­stofn­un stöðv­aði fram­kvæmd­ir við land­fyll­ing­una vegna þess að til­skil­inna leyfa var ekki afl­að.

Skipulagsstofnun gagnrýnir Ölfus út af landfyllingunni
Telur framkvæmdina ekki vera minniháttar Skipulagsstofnun er ósammála verklagi sveitarfélagsins Ölfuss sem hóf framkvæmdir við landfyllingu án þess að fylgja réttu verklagi að mati stofnunarinnar. Elliði Vignisson er bæjarstjóri Ölfuss.

Skipulagsstofnun gagnrýnir sveitarfélagið Ölfuss út af framkvæmdum við landfyllingu í Þorlákshöfn. Stofnunin telur að Ölfus hafi ekki fylgt réttu verklagi við gerð landfyllingarinnar. Þetta kemur fram í bréfi frá Skipulagsstofnun til sveitarfélagsins sem dagsett er 15. janúar. Stofnunin segir að ekki sé gert ráð fyrir landfyllingunni í aðalskipulagi Ölfuss. 

Framkvæmdir við landfyllinguna hafa verið umdeildar síðustu mánuði og hefur Brimbrettafélag Íslands meðal annars gagnrýnt þær í innlendum og erlendum fjölmiðlum. Enn liggur ekki fyrir í hvað á að nota landfyllinguna ef af henni verður. Formaður Brimbrettafélags Íslands hefur vænt Elliða Vignisson um spillingu í málinu vegna tengsla við fjárfesta sem nota lóð sem liggur að fyrirhugaðri landfyllingu til að flytja út jarðefni. 

„Að lokum bendir Skipulagsstofnun á að fyrirhuguð framkvæmd fellur undir tl. 13.02 í 1. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.“
Úr bréfi Skipulagsstofnunar

Ósammála mati Ölfuss

Í bréfinu er rakið hvernig Skipulagsstofnun metur framkvæmdina við landfyllinguna með öðrum hætti en sveitarfélagið. Samkvæmt bréfinu taldi Ölfus að gerð landfyllingarinnar fæli í sér „óverulegar framkvæmdir innan hafnarsvæðis“ og myndi rúmast innan aðalskipulags.

Þessu er stofnunin ósammála og bendir á að breyti þurfi aðalskipulagi Ölfuss og að framkvæmdin falli undir lög um umhverfismat. „Skipulagsstofnun getur ekki tekið undir þá skýringu að umrædd stækkun á hafnarsvæði falli undir almenna skilmála aðalskipulags um óverulegar framkvæmdir innan hafnarsvæðis, enda um rúmlega 8% stækkun á hafnarsvæðinu H3 að ræða.

Skipulagsstofnun segist í bréfinu geta fundað með Ölfusi um framkvæmdina óski sveitarfélagið eftir því. „Stofnunin er reiðubúin að funda með sveitarfélaginu og skipulagsráðgjöfum þess ef óskað er frekari skýringa.

Tilskilin leyfi ekki fyrir hendi

Skipulagsstofnun er önnur ríkisstofnunin sem hefur gagnrýnt sveitarfélagið Ölfus upp á síðkastið vegna landfyllingarinnar. Fyrr í janúar greindi Heimildin frá því að Umhverfisstofnun hefði stöðvað framkvæmdir við landfyllinguna. 

Sveitarfélagið aflaði ekki tilskilinna leyfa til að hefja gerð landfyllingar og dýpkunarframkvæmda í Þorlákshöfn áður en hafist var handa samkvæmt fundargerð frá Umhverfisstofnun.  Í fundargerðinni segir orðrétt um þetta „Umhverfisstofnun boðaði til fundarins til að fylgja eftir ábendingu um að framkvæmdir væru hafnar án tilskilinna leyfa. [...] Dýpkunarframkvæmdir eru hafnar og samkvæmt fulltrúum sveitarfélagsins er unnið að því að ljúka við breytingu á skipulagi og áætlað að sækja um tilskilin leyfi í kjölfarið.“

Elliði Vignisson sagði um gagnrýni Umhverfisstofnunar: „Ég veit það að sveitarfélagið hefur ekki beðið um þessa framkvæmd eða leyft hana og þetta verður ekki gert fyrr en öll leyfi liggja fyrir.“ 

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GH
    Gunnar Hólmsteinn skrifaði
    Margir hægrimenn vilja eftirlitslaust "villta vestrið" svo þeir geti göslast áfram, sjá t.d laxeldismál...
    4
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    ,,Elliði Vignisson sagði um gagnrýni Umhverfisstofnunar: „Ég veit það að sveitarfélagið hefur ekki beðið um þessa framkvæmd eða leyft hana og þetta verður ekki gert fyrr en öll leyfi liggja fyrir.“


    Spillingarþokan er mikil yfir Ölfusunu ?
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðefnaiðnaður í Ölfusi

Velgjörðarmenn Elliða hafa bæði hagsmuni af námum í sjó og á landi
SkýringJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Vel­gjörð­ar­menn Ell­iða hafa bæði hags­muni af nám­um í sjó og á landi

Ein­ar Sig­urðs­son og Hrólf­ur Öl­vis­son námu­fjár­fest­ar hafa fjöl­þættra hags­muna að gæta af því að möl­un­ar­verk­smiðja Heidel­berg rísi í Ölfusi og að fyr­ir­tæk­ið fái að vinna efni af hafs­botni við Land­eyj­ar. Elliði Vign­is­son seg­ir til­gát­ur um hags­muna­árekstra tengda námu­fjár­fest­un­um lang­sótt­ar. Harð­ar deil­ur eru um verk­smiðj­una og efnis­tök­una.
Stóriðja og landeldi takast á í eitruðu andrumslofti í Ölfusi
SkýringJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Stór­iðja og land­eldi tak­ast á í eitr­uðu andrum­slofti í Ölfusi

Mikl­ar deil­ur eru komn­ar upp í við­skipta- og stjórn­mála­líf­inu í sveit­ar­fé­lag­inu Ölfusi um möl­un­ar­verk­smiðju þýska fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg. Íbúa­kosn­ingu um möl­un­ar­verk­smiðj­una hef­ur ver­ið frest­að vegna gagn­rýni frá land­eld­is­fyr­ir­tæk­inu First Water sem tel­ur verk­smiðj­una skað­lega fyr­ir starf­semi þess.
Heidelberg reyndi að beita Hafró þrýstingi fyrir opinn íbúafund í Ölfusi
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg reyndi að beita Hafró þrýst­ingi fyr­ir op­inn íbúa­fund í Ölfusi

Lög­manns­stof­an Logos sendi tölvu­póst fyr­ir hönd Heidel­berg með beiðni um að starfs­mað­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar tæki ekki þátt í opn­um íbúa­fundi í Ölfusi. Starfs­mað­ur­inn hafði unn­ið rann­sókn um áhrif námu­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á fiski­mið og hrygn­ing­ar­svæði nytja­stofna úti fyr­ir strönd Ölfuss. Skylda Hafró að upp­lýsa al­menn­ing seg­ir for­stjór­inn.
Hafró gagnrýnir „fordæmalausa framkvæmd“ Heidelberg í Ölfusi
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Hafró gagn­rýn­ir „for­dæma­lausa fram­kvæmd“ Heidel­berg í Ölfusi

Haf­rann­sókn­ar­stofn­un hef­ur skrif­að gagn­rýna um­sögn um fyr­ir­hug­aða efnis­töku þýska sements­fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg í Ölfusi. Fyr­ir­tæk­ið ætl­ar að taka tæp 12 þús­und tonn af efni á dag, eða sem nem­ur 358 ful­lest­uð­um flutn­inga­bíl­um, af hafs­botni. Hafró tel­ur fram­kvæmd­ina geta haft slæm áhrif á fiski­stofna sem hrygna á svæð­inu og að efn­istak­an geti breytt strand­lengj­unni til fram­búð­ar.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár