Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur skipað Brynjar Níelsson formann starfshóps um aðgerðir gegn gullhúðun EES-reglna í utanríkisráðuneytinu. Auk Brynjars sitja í starfshópnum dr. Margrét Einarsdóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík, og María Guðjónsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.
Svokölluð gullhúðun reglugerða er þegar stjórnvöld herða á reglum EES-gerða eða bæta við heimasmíðuðum ákvæðum í innleiðingarfrumvörp sem ekki eru hluti af skuldbindingum EES-samninga.
Með aðgerðum gegn gullhúðun verður reynt að koma í veg fyrir að innleiðing EES-reglna leggi ekki meiri byrðar á herðar almennings og fyrirtækja en gerist annars staðar á innri markaðnum.
„Þá þarf að vera skýrt hvað leiðir af aðild okkar að EES og hvað sé heimasmíðað, þegar svo ber undir. Starfshópnum er ætlað að koma auga á og greina dæmi þar um og leggja fram tillögur til úrbóta hvað þetta varðar, en sams konar úttektir á einstaka málefnasviðum benda til þess að frekari aðgerða sé þörf,“ er haft eftir utanríkisráðherra í tilkynningunni.
Í síðasta mánuði fjallaði Heimildin um það að Brynjar Níelsson hefði í október verið ráðinn þangað til í maí til starfa í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Um það leyti sem Brynjar var ráðinn skiptu Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir um ráðuneyti og hún varð fjármála- og efnahagsráðherra í hans stað. Samkvæmt upplýsingafulltrúa fjármálaráðuneytisins var Brynjar ráðinn til að sinna ýmsum verkefnum í fjármálaráðuneytinu auk frumvarpsgerðar.
Áður en Brynjar varð hóf störf hjá fjármálaráðuneytinu var hann aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Lét hann þó af því starfi þegar Guðrún Hafsteinsdóttir tók við embætti Jóns síðastliðið sumar. Þar á undan var Brynjar þingmaður Sjálfstæðisflokksins á árunum 2013-2021. Hann er lögfræðingur að mennt.
Núna er verið að segja okkur að ,,aðgerðir gegn gullhúðun EES-reglna í utanríkisráðuneytinu."
Hvað hafa allir félagarnir í sjálfstæðisflokknum, sem var plantað inn í opnibera kerfið verið að gera í áratugi í utanríkismálum ?
Sem sagt ekki neitt og þá er búið til nýtt orð ,,gullhúðun" ?
Brynjar Níelsson er nýr ,,gullhúðari" ?