Bjarni Benediktsson segir sig ekki hafa látið í ljós hatursorðræðu eða rasisma heldur raunsæi með málflutningi sínum síðustu daga.
Í Silfri gærkvöldsins ræddi Bjarni um stöðu hælisleitenda og mótmælin sem hafa verið á Austurvelli vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í málaflokknum. Í síðustu viku skrifaði Bjarni á Facebook að tjaldbúðirnar sem hafa staðið á torginu í nokkrar vikur væru hörmung. Enginn ætti að fá að flagga fána annarra þjóða fyrir framan Alþingi til að mótmæla stjórnvöldum. Hvatti hann til að eftirlit væri aukið á landamærunum og reglur hertar í málaflokki flóttafólks.
Bjarni varði sig í beinni útsendingu í gærkvöldi og sagði að ásakanir um að hann væri rasisti sem birst hefðu í kjölfar þessara ummæla væru „rakalaus málflutningur.“ Vildi hann meina að Ísland tæki á móti fleiri umsóknum um alþjóðlega vernd en mörg af hinum Norðurlöndunum. Hafnaði hann því alfarið að …
Athugasemdir (1)