Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Óljóst hvort samningur Ríkiskaupa við Rapyd verði framlengdur

Ramma­samn­ing­ur um færslu­hirð­ingu ísra­elska fjár­tæknifyr­ir­tæk­is­ins Rapyd fyr­ir A-hluta stofn­an­ir renn­ur út 19. fe­brú­ar næst­kom­andi. Sara Lind Guð­bergs­dótt­ir, for­stjóri Rík­is­kaupa, seg­ir að ekki sé bú­ið að ákveða hvort samn­ing­ur­inn verði fram­lengd­ur en sam­kvæmt skil­mál­um er Rík­is­kaup­um heim­ilt að fram­lengja samn­ing­inn um eitt ár í við­bót.

Óljóst hvort samningur Ríkiskaupa við Rapyd verði framlengdur
Sara Lind Guðbergsdóttir, settur forstjóri Ríkiskaupa, segir að ákvörðunin um hvort framlengja eigi þjónustusamning Ríkiskaupa við Rapyd muni meðal annars taka mið af markaðsaðstæðum Mynd: Samsett / Heimildin

Forstjóri Ríkiskaupa, Sara Lind Guðbergsdóttir, segir að enn eigi eftir að taka ákvörðun um það hvort rammasamningur við greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd verður framlengdur. 

Í skriflegu svari við fyrirspurn Heimildarinnar segir Sara að „ekki liggur fyrir hvort heimild til framlengingar verði nýtt eða hvort samningurinn verði boðinn út að nýju.“

Rammasamningur um færsluhirðingu fyrir A-hluta stofnanir tók gildi 19. febrúar 2021. Samningurinn gilti í tvö ár og var framlengdur um eitt ár og mun því renna út eftir tæpan mánuð. Samkvæmt samningnum er heimilt að framlengja hann aftur til eins árs. 

Spurð um til hvaða sjónarmiða sé litið til í endurskoðunarferlinu, segir Sara Lind að lagt sé „mat á það hvort forsendur til framlengingar séu fyrir hendi eða hvort markaðsaðstæður hafi breyst með þeim hætti að rétt sé að falla frá þeirri heimild og bjóða samninginn út að nýju. Hluti af því ferli er að leggja mat á það hvort ástæður til útilokunar eigi við, eins og þeim er lýst í lögum um opinber innkaup.“

Hávær krafa um sniðgöngu 

Harðnandi átök fyrir botni Miðjarðahafs og skæðar loftárásir Ísraelshers hafa leitt til þess að margir hafa hér á landi hafa hvatt til þess að sniðganga vörur og þjónustu frá ísraelskum fyrirtækjum.

Í þeirri umræðu hefur ísraelska greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd gjarnan verið nefnt. Sérstaklega eftir að ummæli forstjóra Rapyd, Arik Shtilman, komust í hámæli hér landi í lok október í fyrra.

Í nokkrum færslum á samfélagsmiðlinum LinkedIn sagði Arik að hann og fyrirtækið styðji árásir Ísrael á Gasa. Í kjölfarið hefur víða verið hvatt til sniðgöngu fyrirtækja sem eru í viðskiptum við Rapyd og þrýstingur settur á þau til að færa viðskipti sín annað. Á meðal þeirra sem hafa nýverið sagt upp samningi við Rapyd vegna umræðunnar hérlendis er Rauði krossinn á Íslandi.

 Fyrirtæki í sterkri stöðu

Í júlí 2021 náði Rapyd samkomulagi við Arion banka um kaup á Valitor fyrir um 100 milljónir Bandaríkjadala. Samkvæmt skýrslu Samkeppniseftirlitsins sem birt var 2022 kaupunum jókst markaðshlutdeild Rapyd talsvert með kaupunum, en fyrir kaupin hafði Valitor verið í markaðsráðandi stöðu. Á sama tíma hafi markaðshlutdeild SaltPay, sem hét áður Borgun, dregist verulega saman.

Sem fyrr er í gildi þjónustusamningur Ríkiskaupa við Rapyd um færsluhirðingu fyrir A-hluta stofnanir. Samningurinn var upphaflega gerður við Valitor hf. eftir að hafa boðið upp á hagstæðasta tilboðið í útboði sem var haldið árið 2021. 

Undir A-hluta stofnanir flokkast um 160 stofnanir ríkisins. Sem dæmi eru heilbrigðisstofnanir, sjúkrahús, framhaldsskólar, háskólar og Áfengisverslun ríkisins A-hluta stofnanir.

Setning forstjóra Ríkiskaupa rennur líka út í febrúar

Samkvæmt heimasíðu Ríkiskaupa kemur fram að tímabundin setning forstjóra Ríkiskaupa rennur út 29. febrúar næstkomandi. Sara tók við starfinu eftir að Björgvin Víkingsson sagði upp starfi sínu og var ráðinn innkaupastjóri Bónus í maí 2023. 

Sara Lind var skipuð af þáverandi fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssyni, sem tímabundinn forstjóri Ríkiskaupa til 31. ágúst. Skipunartími hennar var síðar framlengdur til lok febrúar á þessu ári. 

Í svari sínu við fyrirspurn Heimildarinnar um það hvort hún ætli að sækja um starfið þegar það verður auglýst svarar Sara blaðamanni með því benda honum á að beina fyrirspurn sinni til fjármála- og efnahagsráðuneytisins „sem hefur umsjón með málaflokknum og skipar í embættið.“

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fjármálamarkaðurinn á Íslandi

Kapítalisminn á breytingaskeiði
ViðtalFjármálamarkaðurinn á Íslandi

Kapí­tal­ism­inn á breyt­inga­skeiði

Ás­geir Brynj­ar Torfa­son, doktor í við­skipta­fræði og full­trúi í fjár­mála­ráði, seg­ir að líta verði til sam­fé­lags- og um­hverf­is­sjón­ar­miða í rekstri fyr­ir­tækja og fjár­mála­stofn­ana. Hann tel­ur að reyna muni á Ís­land vegna al­þjóð­legr­ar efna­hags­þró­un­ar en að þjóð­in hafi tæki­færi til að inn­leiða nýj­ar hug­mynd­ir.

Mest lesið

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
2
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
3
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.
Brosir gegnum sárin
7
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.
Vill að NATO greiði fyrir nýjan flugvöll
8
Fréttir

Vill að NATO greiði fyr­ir nýj­an flug­völl

Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son for­setafram­bjóð­andi tel­ur að að­ild Ís­lands að Norð­ur-Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO), sem sam­þykkt var á Al­þingi ár­ið 1949, hefði átt að vera sett í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Í nýj­asta þætti Pressu sagði Ei­rík­ur að Ís­land ætti ekki að leggja til fjár­muni í varn­ar­banda­lag­ið. Þvert á móti ætti NATO, að hans mati, að fjár­magna upp­bygg­ingu á mik­il­væg­um inn­við­um hér á landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
4
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár