Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra er kominn í leyfi frá störfum samkvæmt læknisráði. Hún greindi frá þessu á Facebook rétt eftir klukkan 15 í dag. Þar skrifar hún:
„Frá og með deginum í dag verð ég í veikindaleyfi að læknisráði. „Í morgun fékk ég staðfesta greiningu á krabbameini í brjósti og mun gangast undir aðgerð og viðeigandi meðferð á næstu vikum,“ skrifar Svandís.
„Ég geng upprétt til móts við þetta stóra verkefni, æðrulaus og bjartsýn. Allir mínir kraftar munu fara í það með fólkið mitt mér við hlið.“
Ekki er komið fram hvernig ríkisstjórnin hyggst bregðast við veikindaleyfinu; það er hver mun leysa Svandísi af á meðan því stendur. Síðasti ráðherra til að taka sér veikindaleyfi var Lilja Alfreðsdóttir. Á meðan því leyfi stóð tók annar ráðherra í ríkisstjórninni við hennar ráðherraskyldum og var því ekki skipaður nýr ráðherra á meðan.
Gustað hefur um Svandísi í ríkisstjórn undanfarnar vikur og hafði Inga …
Athugasemdir