Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ríkisstjórnin skoðar uppgjör eða uppkaup á íbúðahúsnæði Grindvíkinga

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra kynnti fyr­ir­hug­að­ar að­gerð­ir stjórn­valda fyr­ir Grind­vík­inga á blaða­manna­fundi í dag. Á fund­in­um til­kynnti Katrín að tek­in hafi ver­ið ákvörð­un um að fram­lengja skamm­tíma­að­gerð­ir. Hins veg­ar ætti rík­is­stjórn­in eft­ir að taka ákvörð­un um að­gerð­ir sem eru til lengri tíma. Katrín sagði að tvær leið­ir standa til boða í þeim efn­um: Ann­ars veg­ar að kaupa upp íbúða­hús­næði Grind­vík­inga eða að leysa Grind­vík­inga und­an skuld­bind­ing­um við sína lán­veit­end­ur.

Ríkisstjórnin skoðar uppgjör eða uppkaup á íbúðahúsnæði Grindvíkinga
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda fyrir íbúa Grindavíkur til skamms og lengri tíma Mynd: Golli

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að ríksstjórnin ætli að framlengja skammtímaúrræði fyrir íbúa Grindavíkur. Til stendur að framlengja launa- og húsnæðisstyrk til Grindvíkinga og sagði Katrín að slíkir styrkir verði auknir fyrir stærri barnafjölskyldur. Þá mun ríkisstjórnin einnig kaupa fleiri íbúðir í gegnum Bríet leigufélagi til þess að mæta framboðsvandanum.

„Það er okkar mat að við verðum að bjóða Grindvíkingum lausnir því við getum ekki gert ráð fyrir því að Grindvíkingar geti snúið til baka á næstu mánuðum og misserum,“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra

Varðandi stærri aðgerðir sem eru til lengri tíma sagði Katrín að ríkisstjórnin hafi rætt tvær mögulegar leiðir, en hafi enn ekki tekið ákvörðun. Önnur leiðin er að ríkið kaupi upp allt íbúðarhúsnæði í Grindavík. Hins vegar hefur ríkisstjórnin skoðað þann möguleika að finna leiðir til þess að leysa íbúa Grindavíkur út og „geyma ákvörðunina um eignarhald á húsnæðinu fram í framtíðina.“

Á blaðamannafundinum sagði Katrín að um stóra ákvörðun væri að ræða sem krefjist samráðs og samtals við alla hagaðila. Ríkisstjórnin hafi undanfarið fundað með bæjarstjórn Grindavíkur og fulltrúum allra flokka á Alþingi.

Á vef stjórnarráðsins var tilkynnt að til standi að stofna samráðsnefnd með fulltrúum allra flokka á þingi undir forystu fjármála- og efnhagasráðherra, þar sem unnið verður að nánari útfærslu á aðgerðum stjórnvalda.

Ólíklegt að Grindvíkingar snúi aftur í náinni framtíð

Auk Katrínar Sigurður Ingi Jóhannsson Innviðarráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra viðstödd blaðamannafundinn í dag. Tilefni hans var að fara yfir fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda fyrir íbúa Grindavíkur. 

Á íbúafundi fyrir íbúa Grindavíkur, sem haldinn var í síðustu viku, kölluðu margir eftir skýrum og afdráttarlausum aðgerðum af hálfu stjórnvalda. Lýstu sumir gremju yfir óljósum yfirlýsingum og hægagangi við ákvörðunartöku um hvernig ætti að grípa Grindvíkinga.

Í kjölfar eldgossins sem hófst þann 14. janúar varð ljóst að Grindvíkingar munu að öllum líkindum ekki snúa aftur til bæjarins í náinni framtíð. Landris heldur áfram samkvæmt mælingum Veðurstofu og Íslands og enn er óljóst hvenær verður öruggt að flytja aftur til Grindavíkur.

Fréttin verður uppfærð

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár