Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Það er eitthvað gróteskt við okkur öll

Aron Mart­in Ás­gerð­ar­son er í meist­ara­námi í rit­list ásamt því að sinna hinum ýmsu störf­um, þar á með­al sem sviðs­stjóri í Tjarn­ar­bíói. Hon­um finnst gam­an að skrifa um fólk sem er gall­að og finnst mik­il­vægt að um­faðma grótesk­una sem er til í okk­ur öll­um, eins og hann orð­ar það.

Það er eitthvað gróteskt við okkur öll
Aron Martin Mynd: Alma Mjöll Ólafsdóttir

„Ég heiti Aron Martin Ásgerðarson og við erum í Tjarnarbíói. Ég var að mæta í vinnuna sem sviðsstjóri Tjarnarbíós. Ég sé um að leikmyndir séu á sínum stað, að fólk hafi það sem það þurfi til að búa til listina sína. Það er mjög kósí að mæta í vinnuna, sérstaklega þegar samstarfsfólkið er líka í húsi. Þá er ótrúlega góð stemning. Ég ræð hvenær ég mæti, ég hef verið að mæta svolítið snemma, ég er oft að fara heim þegar hinir koma í hús í hádeginu. Við ráðum tímanum okkar svolítið sjálf. 

Ég held að ég sé A-týpa en B-týpa í anda. Ég held að ég hafi á einhverjum tímapunkti orðið of gamall til að vera B-týpa og ósjálfrátt orðið A-týpa. Ég reyni að vera kominn upp í rúm um miðnætti og ég sofna yfirleitt fljótt. Stundum vaki ég til þrjú en vakna samt klukkan átta. 

Ég tek svona unglingaköst stundum þar sem ég vil vaka fram á nótt og spila tölvuleiki. Ég fæ að vera ábyrgðarlaus í smástund. Þótt ég vakni klukkan átta og sjái eftir því að hafa vakað svona lengi, þá fékk ég samt að vera ekki til í smástund, engin ábyrgð og engin pressa. Ég upplifi sjálfur eins og ég sé með mikla ábyrgð í lífinu en miðað við marga aðra er hún kannski ekki svo mikil. Ég er í svo mörgum störfum til dæmis og finn engan flótta neins staðar. Þá er stundum bara fínt að setja símann á flugvélastillingu og spila Counter-strike.

Ég er að leikstýra leikriti í Mosfellsbæ, Línu Langsokk, svo er ég frílans í kvikmyndagerð og í meistaranámi í ritlist. 

Akkúrat núna er það meistaranámið sem fyllir mig mestri lífsfyllingu. Það er svolítið leiðinlegt hvernig allt tekur tíma frá því að ég njóti námsins hundrað prósent en ég er að komast þangað. Þegar ég er búinn með þessi verkefni ætla ég að búa til meira rými fyrir mastersnámið.

Ég er að komast að því hvernig penni ég er. Mér finnst gaman að skrifa stutt, ekki ljóð, en örsögur, sem ég var ekki að búast við að myndi heilla mig svona. Ég er líka búinn að vera að fókusa mikið á handritaskrif og komast að því að ég kann eitthvað þar. Sjálfsefinn er aðeins að fjara út. Ég finn ekki þessa ábyrgðartilfinningu í skrifunum. Mér finnst erfitt að ákveða hvaða hugmynd er nógu góð til að vinna áfram með en þegar hún kemst á flug upplifi ég mikið frelsi. Þá vellur upp úr mér texti og allt verður léttara, tíminn hverfur.

„Mér finnst gaman að skrifa um fólk sem er gallað og vera hreinskilinn með gallana.“

Ég er líka mjög sjónrænn penni er ég að komast að, finnst gaman að lýsa umhverfi í sem fæstum orðum. Mér finnst líka gaman að lýsa fólki. Ég hef fengið nótu um að það sé eins og mér líki ekki við fólkið sem ég er að skrifa. Það notar gróft orðalag en ekki á ljótan hátt. Ég hef alltaf verið hrifinn af grótesku í list. Mér finnst gaman að skrifa um fólk sem er gallað og vera hreinskilinn með gallana. Mér finnst mikilvægt að umfaðma gróteskuna í okkur öllum. Annars verður heimurinn mjög flatur. Það er eitthvað gróteskt við okkur öll, hvort sem við berum það utan á okkur eða ekki, gróteskan er þarna og ef við ætlum að bæla þann hluta af okkur þá held ég að það muni á endanum leiða til þess að við missum tökin. Ég elska gallað fólk.

Hvað er mest gróteskt við mig? Hvað ég get verið alveg ógeðslega ósamkvæmur sjálfum mér því ég er karlmaður í bata. Ég var virkur alkóhólisti og fáviti þegar ég var yngri. Ég mæti oft 16 ára mér í hausnum, hann er enn þá þarna og ef ég bæli hann of mikið þá verð ég eitthvað sem ég er ekki. Hann er partur af landslaginu.

Sú lífsreynsla sem hefur mótað mig mest átti sér stað rétt áður en ég varð edrú. Þegar ég sótti um í Listaháskólanum og fyrir mér var það stórt og mótandi því ég var ótrúlega veikur og á allt annarri vegferð í lífinu heldur en ég er núna. Ég var í mjög venjulegu starfi og ekki að elta hamingjuna og þetta var bara skyndiákvörðun að sækja um og ég komst inn og milli þess að ég komst inn og hóf nám fór ég í meðferð og varð edrú. Svo byrjaði ég í skólanum og fann bara að ég væri búinn að finna mína hillu. En það gerðist alveg óvart og ég hef ríghaldið í hana síðan. 

Ég held að hamingjan felist í því að fá að vera þú sjálfur. Að fá að vera í friði, bæði innra með þér og í umhverfinu þínu. Og að vera sáttur, ég held að það sé lykillinn, að taka heiminn í sátt.“ 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ALLIR GETA ÁNETJAST ÖLU ALVEG SAMA HVAÐ ÞAÐ ER ÞAÐ ER LÍKA HÆGT AÐ HALDA SIG frá alls konar slæmum ávana eins og hverju öðru
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Alabama og Reykjavík
Fólkið í borginni

Ala­bama og Reykja­vík

April Dobb­ins, rit­höf­und­ur og kvik­mynd­ar­gerð­ar­kona, flutti til Ís­lands ár­ið 2022 til að stunda nám við Há­skóla Ís­lands eft­ir að hafa dreymt um það lengi að flytja hing­að. Hún ólst upp á bónda­býli í am­er­íska suðr­inu, í Ala­bama nán­ar til­tek­ið. Henni finnst Ala­bama og Reykja­vík ekk­ert svo ólík­ir stað­ir ef út í það er far­ið, en þeir eiga það sam­eig­in­legt, að henni finnst, að all­ir þekki alla og því erfitt að upp­lifa ein­hvers kon­ar nafn­leysi, svo fátt eitt sé nefnt.

Mest lesið

Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
2
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.
Frumvarp sem á að breyta menntakerfinu eins og við þekkjum það í dag
5
Fréttir

Frum­varp sem á að breyta mennta­kerf­inu eins og við þekkj­um það í dag

Mennta- og barna­mála­ráð­herra hef­ur lagt fram frum­varp um inn­gild­andi mennt­un. Á það að tryggja öll­um jöfn tæki­færi inn­an mennta­kerf­is­ins og taka bet­ur ut­an um skól­ana sjálfa. „Oft á tíð­um eru það ekki endi­lega dýr­ustu og þyngstu lausn­irn­ar sem þarf ef við ná­um að koma miklu fyrr inn. Bæði með breyttri nálg­un á við­fangs­efn­ið en líka með því að að­lag­ast því sem við er­um að gera.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
3
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
5
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
7
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.
Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
9
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
2
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
3
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
5
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
7
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
9
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár