Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Það er eitthvað gróteskt við okkur öll

Aron Mart­in Ás­gerð­ar­son er í meist­ara­námi í rit­list ásamt því að sinna hinum ýmsu störf­um, þar á með­al sem sviðs­stjóri í Tjarn­ar­bíói. Hon­um finnst gam­an að skrifa um fólk sem er gall­að og finnst mik­il­vægt að um­faðma grótesk­una sem er til í okk­ur öll­um, eins og hann orð­ar það.

Það er eitthvað gróteskt við okkur öll
Aron Martin Mynd: Alma Mjöll Ólafsdóttir

„Ég heiti Aron Martin Ásgerðarson og við erum í Tjarnarbíói. Ég var að mæta í vinnuna sem sviðsstjóri Tjarnarbíós. Ég sé um að leikmyndir séu á sínum stað, að fólk hafi það sem það þurfi til að búa til listina sína. Það er mjög kósí að mæta í vinnuna, sérstaklega þegar samstarfsfólkið er líka í húsi. Þá er ótrúlega góð stemning. Ég ræð hvenær ég mæti, ég hef verið að mæta svolítið snemma, ég er oft að fara heim þegar hinir koma í hús í hádeginu. Við ráðum tímanum okkar svolítið sjálf. 

Ég held að ég sé A-týpa en B-týpa í anda. Ég held að ég hafi á einhverjum tímapunkti orðið of gamall til að vera B-týpa og ósjálfrátt orðið A-týpa. Ég reyni að vera kominn upp í rúm um miðnætti og ég sofna yfirleitt fljótt. Stundum vaki ég til þrjú en vakna samt klukkan átta. 

Ég tek svona unglingaköst stundum þar sem ég vil vaka fram á nótt og spila tölvuleiki. Ég fæ að vera ábyrgðarlaus í smástund. Þótt ég vakni klukkan átta og sjái eftir því að hafa vakað svona lengi, þá fékk ég samt að vera ekki til í smástund, engin ábyrgð og engin pressa. Ég upplifi sjálfur eins og ég sé með mikla ábyrgð í lífinu en miðað við marga aðra er hún kannski ekki svo mikil. Ég er í svo mörgum störfum til dæmis og finn engan flótta neins staðar. Þá er stundum bara fínt að setja símann á flugvélastillingu og spila Counter-strike.

Ég er að leikstýra leikriti í Mosfellsbæ, Línu Langsokk, svo er ég frílans í kvikmyndagerð og í meistaranámi í ritlist. 

Akkúrat núna er það meistaranámið sem fyllir mig mestri lífsfyllingu. Það er svolítið leiðinlegt hvernig allt tekur tíma frá því að ég njóti námsins hundrað prósent en ég er að komast þangað. Þegar ég er búinn með þessi verkefni ætla ég að búa til meira rými fyrir mastersnámið.

Ég er að komast að því hvernig penni ég er. Mér finnst gaman að skrifa stutt, ekki ljóð, en örsögur, sem ég var ekki að búast við að myndi heilla mig svona. Ég er líka búinn að vera að fókusa mikið á handritaskrif og komast að því að ég kann eitthvað þar. Sjálfsefinn er aðeins að fjara út. Ég finn ekki þessa ábyrgðartilfinningu í skrifunum. Mér finnst erfitt að ákveða hvaða hugmynd er nógu góð til að vinna áfram með en þegar hún kemst á flug upplifi ég mikið frelsi. Þá vellur upp úr mér texti og allt verður léttara, tíminn hverfur.

„Mér finnst gaman að skrifa um fólk sem er gallað og vera hreinskilinn með gallana.“

Ég er líka mjög sjónrænn penni er ég að komast að, finnst gaman að lýsa umhverfi í sem fæstum orðum. Mér finnst líka gaman að lýsa fólki. Ég hef fengið nótu um að það sé eins og mér líki ekki við fólkið sem ég er að skrifa. Það notar gróft orðalag en ekki á ljótan hátt. Ég hef alltaf verið hrifinn af grótesku í list. Mér finnst gaman að skrifa um fólk sem er gallað og vera hreinskilinn með gallana. Mér finnst mikilvægt að umfaðma gróteskuna í okkur öllum. Annars verður heimurinn mjög flatur. Það er eitthvað gróteskt við okkur öll, hvort sem við berum það utan á okkur eða ekki, gróteskan er þarna og ef við ætlum að bæla þann hluta af okkur þá held ég að það muni á endanum leiða til þess að við missum tökin. Ég elska gallað fólk.

Hvað er mest gróteskt við mig? Hvað ég get verið alveg ógeðslega ósamkvæmur sjálfum mér því ég er karlmaður í bata. Ég var virkur alkóhólisti og fáviti þegar ég var yngri. Ég mæti oft 16 ára mér í hausnum, hann er enn þá þarna og ef ég bæli hann of mikið þá verð ég eitthvað sem ég er ekki. Hann er partur af landslaginu.

Sú lífsreynsla sem hefur mótað mig mest átti sér stað rétt áður en ég varð edrú. Þegar ég sótti um í Listaháskólanum og fyrir mér var það stórt og mótandi því ég var ótrúlega veikur og á allt annarri vegferð í lífinu heldur en ég er núna. Ég var í mjög venjulegu starfi og ekki að elta hamingjuna og þetta var bara skyndiákvörðun að sækja um og ég komst inn og milli þess að ég komst inn og hóf nám fór ég í meðferð og varð edrú. Svo byrjaði ég í skólanum og fann bara að ég væri búinn að finna mína hillu. En það gerðist alveg óvart og ég hef ríghaldið í hana síðan. 

Ég held að hamingjan felist í því að fá að vera þú sjálfur. Að fá að vera í friði, bæði innra með þér og í umhverfinu þínu. Og að vera sáttur, ég held að það sé lykillinn, að taka heiminn í sátt.“ 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ALLIR GETA ÁNETJAST ÖLU ALVEG SAMA HVAÐ ÞAÐ ER ÞAÐ ER LÍKA HÆGT AÐ HALDA SIG frá alls konar slæmum ávana eins og hverju öðru
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Jesús Kristur breytti lífinu
Fólkið í borginni

Jesús Krist­ur breytti líf­inu

Kurt­eis og mjúk­máll ung­ur mað­ur sit­ur á brún­um bekk á Hlemmi. Hann bend­ir sessu­nauti sín­um á að strætó­inn hans sé kom­inn. Sá tek­ur úr sér heyrn­ar­tól­in og þakk­ar fyr­ir. Ungi mað­ur­inn sem sit­ur eft­ir bros­andi tal­ar ís­lensku með ör­litl­um hreim, en orða­forð­inn er áber­andi góð­ur. Hann er með barm­merki sem á stend­ur: Öld­ung­ur Matt­son. Hann seg­ir blaða­manni frá því hvað varð til þess að hann komst á þenn­an stað.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár