Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Landris heldur áfram en Bláa lónið og Northern Light Inn mega opna

Kvika flæð­ir ekki leng­ur inn í kviku­gang­inn sem mynd­að­ist 14. janú­ar. Eld­gos­inu er því lok­ið. Landris held­ur áfram í Svartsengi en hættu­stig hef­ur ver­ið fært nið­ur. Bláa lón­ið og Nort­hern Lig­ht Inn hafa nú heim­ild til að hefja rekst­ur á ný með hlið­sjón af nýju hættumati.

Landris heldur áfram en Bláa lónið og Northern Light Inn mega opna

Hættustig hefur verið fært niður á öllum svæðum samkvæmt nýju hættumati Veðurstofu Íslands. Kvika flæðir ekki lengur inn í kvikuganginn sem myndaðist 14. janúar en landris heldur þó áfram í Svartsengi. Of snemmt er að fullyrða um hvort að hraðinn á landrisinu við Svartsengi sé meiri en hann var fyrir gosið 14. janúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Áfram sjást skýr merki um landris við Svartsengi. 

Hættan á að jarðvegir hrynji ofan í sprungur innan Grindavíkur er enn mikil. Litlar breytingar eru innan Grindavíkur samkvæmt GPS mælingum. Veðurstofa segir mikilvægt að nýjar sprungur verði kortlagðar og breytingar á þekktum sprungum metnar. 

Uppfært hættumat tók gildi í dag klukkan þrjú og gildir til klukkan þrjú, fimmtudaginn 25. janúar 2024 að öllu óbreyttu. 

Bláa lónið og Northern Light Inn hafa nú heimild til að hefja rekstur á ný með hliðsjón af nýju hættumati. Farið hefur verið yfir rýmingaráætlanir rekstraraðila en á stöðunum er sólahringsvöktun. 

Verðmætabjörgun mun halda áfram í Grindavík um helgina þar sem vatni og rafmagni verður komið á bæinn. Það hefur reynst krefjandi að halda rafmagni í Grindavík, samkvæmt tilkynningu frá Úlfari Lúðvíkssyni, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um. Pípulagningarmenn og rafvirkjar verða við störf í Grindavík um helgina. Kemur einnig fram að frekari verðmætabjörgun, það er flutningur verðmæta út úr bænum, getur fyrst farið fram þegar kvarði á hættumatskorti Veðurstofunnar fer á ,,töluverða hættu“.  

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Eftir fréttum að dæma hefur landris undir Svartsengi, ætíð verið undanfari eldgos, eðli málsins samkvæmt.
    Ef er landris undir Svartsengi, er þá ekki enn verið að hlaða eldgos byssuna, þó ekki sé vitað hver verði í skotlínunni?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Konum fjölgar sem óttast um líf sitt
5
Úttekt

Kon­um fjölg­ar sem ótt­ast um líf sitt

Úr­ræða­leysi rík­ir hér á landi gagn­vart því að tryggja ör­yggi kvenna á heim­il­um sín­um og stjórn­völd draga lapp­irn­ar, seg­ir Linda Dröfn Gunn­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Kvenna­at­hvarfs­ins, sem var á lista BBC yf­ir 100 áhrifa­mestu kon­ur í heimi. Kon­um sem leita í at­hvarf­ið hef­ur fjölg­að. Oft gera þær lít­ið úr of­beld­inu og áfell­ast sig, en lýsa síð­an hryll­ingi inni á heim­il­inu. „Sjálfs­ásök­un­in sit­ur oft lengst í þeim.“
Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
6
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár