Mikill verðmunur er á milli leigusala samkvæmt nýrri leiguskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Fermetraverð í leigusamningi hjá hagnaðardrifnum leigufélögum og einstaklingum er yfir 3.000 krónur.
Á meðan eru bjóða óhagnaðardrifin leigufélög upp á fermetra sem er undir 2.000 krónum. Fermetraverð húsnæðis sem sveitarfélög leigja út er rúmlega 2.500 krónur.
Ný aðferðafræði
Kynningarfundur hjá HMS var haldin í dag þar sem kynnt til sögunnar uppfærsla á vísitölu leiguverðs sem byggir á gögnum sem safnast hafa í nýja leiguskrá HMS. Áður fyrr var vísitala leiguverðs reiknuð út frá takmörkuðum og á köflum óáreiðanlegum gögnum.
Til dæmis byggði vísitalan að miklu leyti á gögnum úr þinglýsingarskrá. En HMS hefur um langt skeið barist fyrir því að fá betri gögn og upplýsingar um leigumarkaðinn.
Undir lok síðasta árs tóku gildi breyting á húsaleiglögum sem kveða á um skráningu húsaleigusamninga. Á kynningarfundi HMS kom fram að um 20.000 leigusamningar eru skráðir í nýja leiguskrá HMS.
Sem er um helmingi fleiri samningar en þeir voru skráðir voru í leiguskrá sem fór eftir eldra fyrirkomulagi. Á fundinum kom fram að um 60 prósent leigusamninga á Íslandi eru skráðir í nýja leiguskrá HMS. En með tilkomu þessara nýju gagna getur HMS fylgst betur með verðlagsþróun á almennum leigumarkaði
Niðurstöðurnar koma ekki á óvart
Í samtali við Heimildina segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakana þessar niðurstöður ekki hafa komið sér á óvart. „Þær ríma við þá tilfinningu sem við höfum haft,“ segir Guðmundur.
Guðmundur segir að nýja vísitalan sýni að húsnæðisleiga hefur hækkað mikið á undaförnum árum og nóvember í fyrra hækkaði leigan sögulega mikið. Þá bendir Guðmundur á að á sama tíma hefur hægst á verðhækkunum á húsnæði.
Leigan sé í engu samræmi við húsnæðisverð, sem „okkur hefur alltaf verið talið í trú um,“ segir Guðmudur. Hann segir hávaxtaskeið og tímabil með sögulega lágum vöxtum hafa óljós áhrif á leiguverð. „Eina sem stýrir verðlagninu á leigumarkaði er sjálftaka leigusalans,“ segir hann.
„Eina sem stýrir verðlagninu á leigumarkaði er sjálftaka leigusalans“
Þá sýnir nýja leiguvísitala HMS vel hvernig hagnaðardrifin fyrirtæki haga sér á leigumarkaði að mati Guðmunds. „Við sjáum það best í framferði félagsins Ölmu sem fer fram algjörlega óháð aðstæðum á markaði að nálgast alltaf öll neyðarmörk hjá leigjendum. Það finnur út úr því hvar þessi mörk liggja og þeir hanga bara þar,“ segir Guðmundur.
Nýja vísitalan ófullnægjandi
Að öðru leyti kveðst Guðmundur þó túlka niðurstöður nýrrar launavísitölu með fyrirvara. „Við erum með 20 þúsund samninga sem hafa komið inn frá því í maí. 15 þúsund af þeim samningum eru leigufélög. Leigufélögin eru ekki með nema þriðjunginn af markaðinum. Það eru einungis fimm þúsund samningar komnir frá einstaklingsleigusölum, en þeir eru tveir þriðju af markaðnum,“ segir Guðmundur.
Þá segir hann Leigjendasamtökin hafa gagnrýnt þá staðreynd að leiguskráin er aðeins byggð á leigusamningum frá hagnaðardrifnum leigufélögum og einstaklings húsaleigu. Það vanti félagslega húsaleigu og niðurgreidda húsaleigu inn í gagnasafnið.
„Það er búið að skilyrða sanngjarna húsaleigu, sem kveðið er á um í 37. grein húsaleigulaga, við þennan útreikning HMS. Sem reiknar núna bara út frá dýrustu húsaleigunni,“ segir Guðmundur.
Athugasemdir