Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fornleifafræðingur sækir um að reisa nýbyggingu í Grindavík

Grind­vísk­ur forn­leifa­fræð­ing­ur og sér­fræð­ing­ur í nátt­úru svæð­is­ins stefn­ir á að reisa sér hús í út­jaðri Grinda­vík­ur. Hann seg­ir Grinda­vík vera „fram­tíð­ar­land Ís­lands“. „Grinda­vík rís upp úr eld­in­um og skap­ar sína eig­in sögu og þannig verð­ur fram­hald­ið.“

Fornleifafræðingur sækir um að reisa nýbyggingu í Grindavík
Nýbygging í Grindavík Græni flöturinn er í óskiptu landi Þórkötlustaða í Grindavík. Þar hefur Ómar Smári augastað á að reisa sér lítið hús með útsýni til allra átta. Nákvæm staðsetning á hvar Ómar hyggst byggja er ekki vituð.

„Ég er fæddur þarna og uppalinn. Ég hef trú á þessu svæði,“ sagði Ómar Smári Ármannsson, Grindvíkingur og fornleifafræðingur í samtali við blaðamann Heimildarinnar. Hann hefur ákveðið að sækja um að byggja sér hús í Grindavík, nánar tiltekið í Þórkötlustaðahverfi.

„Við höfum í gegnum tíðina lifað með þessari ógn og þessari áhættu sem boðið hefur verið upp á,“ segir Ómar um Grindavík. Bendir hann á að ef landslagið er skoðað má sjá hvernig fyrri eldgos hafa mótað landið. „Þetta sem hefur verið að birtast núna á seinustu tímum er bara það svartasta sem að við áttum von á, en framtíðin er björt.“ 

Ómar þekkir vel sögu Grindavíkur og fjallar um sögu þess á vefnum Ferlir, þar sem hann fer ítarlega yfir hvern þann krók og kima sem má finna á Grindavíkur svæðinu. 

Vill byggja lítið hús í Grindavík

Ómar Smári Ármannsson

Ómar stefnir á að sækja um lóð í óskiptu landi Þórkötlustaða. Hann hefur velt þeirri pælingu upp síðustu tíu árin en stefnir á að koma henni í framkvæmd ef umsókn hans um nýbyggingu verður samþykkt. „Ég ætla að byggja þarna lítið hús. 80 fermetra ef ég fæ leyfi. Njóta umhverfisins og útsýnisins til allra átta. Ég get dundað þar við skriftir og rannsóknir og þess háttar. Það er allt fram undan í þessum efnum, það á eftir að skrá ýmsa staði.“ 

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
4
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár