Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hiti í fólki á íbúafundi fyrir Grindvíkinga: „Geturðu ekki svarað spurningunni?“

Fyrsti íbúa­fund­ur íbúa Grinda­vík­ur hófst í dag klukk­an fimm. Þetta er fyrsti íbúa­fund­ur­inn frá því að rýma þurfti bæ­inn í kjöl­far eld­goss­ins sem hófst sunnu­dag­inn.

Hiti í fólki á íbúafundi fyrir Grindvíkinga: „Geturðu ekki svarað spurningunni?“
Íbúafundur íbúa Grindavíkur Fundurinn hófst klukkan fimm í dag. Mynd: Golli

Íbúafundur íbúa Grindavíkurbæjar í Laugardalshöll hófst klukkan fimm í dag. Þetta er fyrsti íbúafundurinn frá því að rýma þurfti bæinn í kjölfar eldgossins sem hófst sunnudaginn. 

Til máls taka Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri Veðurstofu Íslands, Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri Suðurnesjum, og Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri hjá almannavörnum og stjórnandi þjónustumiðstöðvar í Tollhúsinu. Fundarstjóri er Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur.

Að ræðum þeirra loknum tekur við pallborðsumræð. Þar munu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttr, fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, Ari Guðmundsson, verkefnastjóri vegna byggingar varnargarða og sviðsstjóra hjá Verkís, Sólberg S. Bjarnason, deildarstjóri almannavarna og Páll Erland, forstjóri HS Veitna.

Fundur settur

Fundurinn hófst með því að Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, las upp kveðju frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Forsetinn sendi hlýjar kveðjur til þeirra sem sækja íbúarfundinn. Sjálfur er hann staddur í Vestmanneyjum. Í kveðjunni kallaði forseti Íslands eftir nýjum heimilum fyrir Grindvíkinga, „heimili eru svo mikil kjölfesta í daglegu lífi“, segir forseti Íslands.

Forsætisráðherra tók því næst til máls en í ræðu hennar kom fram að enn sem komið er, hefði hún ekki öll svör á reiðum höndum. Katrín lofaði þó að stjórnin myndi leggja allt á sig til að koma með svörin um leið og hægt væri. Til að mynda verði afkomutrygging fyrirtækja kynnt fljótlega. Þá sagði Katrín að húsnæðisstuðningur verði framlengdur út júní, sem og launagreiðslur starfsfólks fyrirtækja í Grindavík.

Eins sagði hún að 70 íbúðir verði keyptar í næstu viku til að tryggja húsnæði fyrir Grindvíkinga.

„Eins líklegt að við séum á upphafsárum umbrota“
Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri Veðurstofu Íslands,
fór yfir sviðsmyndir og spár um jarðhræringar á svæðinu í grennd við Grindavík.

Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri Veðurstofu Íslands, tók næst til máls og fór yfir sviðsmyndir og spár um jarðhræringar í grennd við Grindavík á næstu 20 árum. Þar kom meðal annars fram að búast megi við endurteknum gosum við Sundhnúkasprunguna.

Mikil óvissa er varðandi lengd þessara umbrota, hvort von sé á einu löngu gos eða nokkrum minni. Kristín sagði að miðað við söguna á Reykjanesskaganum sé jafn líklegt að við séum stödd á upphafsárum umbrota sem geta spannað nokkur ár og jafnvel áratugi.

Spurningar úr sal

Mikill hiti er í fólki miðað við spurningar úr sal. Bryndís Gunnlaugsdóttir, íbúi í Grindavík, tók til máls og sagði að erfiðasti dagur í lífi hennar frá 10. nóvember hefði verið dagurinn þegar eldgosinu lauk og hún sá að húsið hennar var ekki brunnið.

„Vegna þess að ef húsið mitt hefði brunnið, hefði ég fengið fjárhagslegt sjálfstæði, ég hefði fengið vissu og ég hefði getað byggt upp nýtt heimili og þessi snara sem er utan um mig væri farin,“ sagði Bryndís og kjölfarið stóðu allir upp í salnum og klöppuðu fyrir henni. 

Íbúi í GrindavíkBryndís Gunnlaugsdóttir uppskar lófatak eftir kraftmikla lýsingu á sinni upplifun af ástandinu.

Í svari við spurningu úr sal sagði Katrín Jakobsdóttir að miðað sé „við að hægt verði búa í Grindavík“. Í kjölfarið mátti heyrast kallað úr salnum: „Geturðu ekki svarað spurningunni?“ 

Í ræðu sinni sagðist Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra óska þess að ríkisstjórnin geti svarað öllum spurningum Grindvíkinga. Hún sagðist skilja pirring íbúa Grindavík yfir loðnum svörum stjórnmálamanna. Hins vegar geti hún ekki veitt svör að þessu sinni. Málið verði að vinna af yfirvegun. 

„Því miður hef ég engar góðar fréttir að færa“
Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði,
svarar spurningum úr sal

Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur sagði að atburðarásin veki enga gleði hjá neinum. Það sé alveg ljóst að kvikan nái undir Grindavík. Hann tók undir með Kristínu varðandi að eldsumbrot geti haldið áfram í töluvert langan tíma. Miðað við núverandi aðstæður telji hann ekki skynsamlegt að búa í Grindavík.

„Ég vil ekki fara að búa í bæ sem er byggður á sandi“
Valgerður Jennýardóttir, formaður félagsmálanefndar í Grindarvík,
tekur undir með Bryndísi.

Valgerður Jennýardóttir, formaður félagsmálanefndar í Grindavíkurbæ, hefur búið í Grindavík í 25 ár. Hún stóð upp á fundinum og sagðist vilja vera borguð út. Hún benti á að huga þurfi að þörfum barnanna, sérstaklega börnum á leikskólaaldri. Þá tók hún undir með Bryndísi og sagðist ekki fara aftur til Grindavíkur fyrr en það verði öruggt. 

Beint streymi af íbúafundinum má sjá hér:

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Úrræði stjórnvalda er, að fara inn á nú þegar mjög aðþrengdan húsnæðismarkað og kaupa upp íbúðir. Allir geta séð hvaða afleiðingar það mun hafa.
    Raunveruleg lausn - sem ríkið ætti auðvitað að hafa bolmagn fyrir - er að byggja upp nýtt húsnæði eða flytja inn einingahús eins og gert var eftir gosið í Vestmannaeyjum.
    Best væri auðvitað að finna hentugt svæði à öruggum stað og byggja þar upp byggð fyrir Grindvíkinga sem margir hverjir vilja gjarnan halda sínu samfélagi lifandi.
    En það er eitthvað sem þyrfti að ákveða í nánu samstarfi við Grindvíkinga sjálfa.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu