Í pistlinum „Með hríðskotabyssu í fanginu“ sem birtist í Morgunblaðinu í gær hélt Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, því fram að Ríkisútvarpið og „aðrir fjölmiðlar á vinstri vængnum“ hefðu slaufað sér vegna umræðu um hælisleitendur. En Ásmundur hefur ítrekað beitt sér gegn því sem hann kallar óhefta fjölgun hælisleitenda á Íslandi. „Hann er löngu orðinn óviðráðanlegur fyrir lítið samfélag,“ skrifar þingmaðurinn.
Ásmundur segir í pistlinum að vitað sé að til landsins streymi skipulagðir hópar sem kalli sig hælisleitendur til að stunda mansal og aðra skipulagða brotastarfsemi. Aukið landamæraeftirlit og löggæsla dugi hvergi nærri til að stemma stigu við ástandinu.
„Lögreglan er hundelt í störfum sínum þegar koma á fólki úr landi sem hefur fengið synjun á hælisumsókn á öllum stigum, jafnvel fyrir dómstólum. Þar ganga fremstir í fylkingu vinstrisinnaðir fjölmiðlar, píratar allra flokka og öfgamenn á vinstri vængnum,“ skrifar hann.
Palestínumenn ali á hatri og birti myndir af byssum
Í þessu …
alltaf sama viðundur
óttast allt og alla
ef alla skyldi kalla
háttvirtur þinghundur
Svo ætti hann að fara varlega í að tala um „skipulagða brotastarfsemi“.
Hvað er það annað en „skipulögð brotastarfsemi“ sem hann stundaði með því að leggja inn falsaðar ökuskýrslur til að hafa fé úr ríkissjóði ?
Svo ekki sé minnst á að hann ásmundur friðriksson.
Er meðlimur í stærstu skipulöðu glæpasamtökum Íslands, sjálfstæðisflokknum!