Þorvaldur H. Þórðarson, yfirdýralæknir á Matvælastofnun, segir að stofnunin hafi heimildir um að rúmlega 200 fjár séu í og við Grindavíkurbæ. „Það er ekki alveg vitað, líklegast er mikið af þeim í húsi en einhver í lausagöngu.“
Fyrr í dag sendi MAST frá sér tilkynningu um að stofnunin hefði vitneskju um að farið hefði verið aftur með fé til Grindavíkur, sem flutt var brott þegar bærinn var rýmdur í nóvember. „Þetta er algjörlega í andstöðu við leiðbeiningar Matvælastofnunar, sem komið var á framfæri við eigendur,“ segir í tilkynningunni.
Þorvaldur segir að MAST vinni nú að því að öðlast frekari upplýsingar um dýr í Grindavík. „Þetta er það sem við vitum um kindur. Við höfum því miður ekki fengið nægar upplýsingar hvað varðar fugla, gæludýr, hross og svo framvegis.“
Er vitað hve margir hafa brotið í bága við tilmæli MAST?
„Það sem við …
Athugasemdir