Björgunarsveitarfólkið Marteinn Þórdísarson úr Björgunarsveit Suðurnesja og Petra Wium úr björgunarsveitinni í Sandgerði voru ræst klukkan að verða fjögur í morgun, við að rýming væri framundan í Grindavík. Þau stukku af stað og hafa staðið vaktina síðan.
Ræst við skjálftann
Mikil skjálftahrina var í Grindavík í nótt, en klukkan sjö mínútur yfir fjögur mældist skjálfti 3,4 að stærð. Um leið voru þau ræst út. „Þá átti að fara í rýmingu á Grindavík eftir að upplýsingar bárust frá Veðurstofu,“ segir Marteinn. „Það gekk vonum framar,“ segir Petra.
Lögregla og slökkvilið keyrðu um bæinn með blikkandi ljósum og þeyttu sírenur. Tiltölulega fáir voru í bænum, talið var að gist væri í 90 húsum. Petra lýsir aðstæðum í bænum. „Göturnar eru mjög holóttar, það er sig og upphækkanir á bökkum.“
Um klukkan fimm varaði Veðurstofa Íslands síðan við því að eldgos væri yfirvofandi. Alls hefðu 220 smáskjálftar mælst við kvikjuganginn undir Sundhnjúkagígum, síðasta …
Milljörðum spreðað í að verja einkafyrirtæki.
En EKKERT gert til að verja eigur einstaklingana!
Því var ekki búið að staðsetja öflugar dælur við jaðar Grindavíkur ?
Stutt í ískaldann sjóinn og reyna að stýra hraunfæðinu frá bænum, eins og gert var í Vestmannaeyjum á sínum tíma.
Svo maður tali nú ekki um að rusla upp varnargörðum, eins og gert var fyrir einka fyrirtækin þeim að kostnaðarlausu.
Og þjóðin látin borga brúsann fyrir auðrónana!