Sigfús Öfjörð ýtustjóri þurfti að hafa hröð handtök við að bjarga jarðýtu sinni frá því að verða flæðandi hrauni að bráð. Jarðýtan var ásamt öðrum vinnutækjum lögð á svæði sem var ansi nálægt gosprungunni sem myndaðist snemma í morgun.
Sigfús segir að vel hafi gengið að koma tækjabúnaðinum í burtu. Hann hefur unnið í allt að 16 tíma á dag við gerð varnargarða á Svartsengissvæðinu síðan í október. Sigfús átti að vera í fríi í dag en var kallaður út í nótt þegar sást í hvað stefndi.
Upphaflega var svæðið við gosið rýmt en vegna hagstæðrar vindáttar fengu verktakar leyfi fyrir því að bjarga tækjum sínum frá hraunrennslinu. Samkvæmt fréttastofu RÚV var samanlagt virði tækjanna rúmar 500 milljónir króna.
Að eigin sögn var Sigfús svolítið skelkaður meðan á björgunaraðgerðunum stóð. Hann og kollegar hans þurftu að hlaupa að vélunum áður en þær gátu orðið hrauninu að …
Athugasemdir (2)