Á því kjörtímabili sem nú er að líða í Taívan var núverandi forseta landsins, Tsai Ing-Wen, oft velgt undir uggum af yfirvöldum í Kína, sem héldu þrisvar stríðsleika í kringum eyjuna á síðustu tveimur árum. Á þeim síðustu, í sumar á síðasta ári, var tugum herþota flogið inn í lofthelgi Tavíans og fjöldi herskipa fylgdi inn í landhelgina. Fjórar herflugvélanna eru af tegund sem fær er um að bera kjarnorkuvopn. Síðan hafa kínverskar herþotur nánast daglega flogið inn í lofthelgi Taívan, eða allt að 103 orrustuþotur á einum degi í september síðastliðnum.
Kosningarnar val um „frelsi og lýðræði“
Tsai var fyrst kjörin forseti 2016 og vann endurkjör árið 2020 með einum besta árangri síðan að kosningar hófust í landinu árið 1996, eða átta af þeim fjórtán milljónum atkvæða sem greidd voru. Niðurstöður kosninganna sagði hún snúast um val á „frelsi og lýðræði,“ en flokkurinn hennar, Democratic Progressive Party, eða DPP, …
Athugasemdir