Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Jón Arnór Stefánsson ráðinn í stöðu stjórnarformanns Þjóðarhallar ehf.

Fyrr­um körfuknatt­leiks­mað­ur­inn Jón Arn­ór Stef­áns­son hef­ur ver­ið skip­að­ur formað­ur stjórn­ar Þjóð­ar­hall­ar ehf., fé­lag­ið sem rík­ið og Reykja­vík­ur­borg stofn­uðu fyr­ir skömmu. Fé­lag­ið var stofn­að með þeim til­gangi að hafa um­sjón með bygg­ingu nýrr­ar þjóð­ar­hall­ar í Laug­ar­dal.

Jón Arnór Stefánsson ráðinn í stöðu stjórnarformanns Þjóðarhallar ehf.
Jón Arnór Stefánsson og Dagur B. Eggertsson, fráfarandi borgarstjóri Reykajvíkur handsala ráðninguna. En Jón hefur verið skipaður stjórnarformaður Þjóðarhallar ehf. Mynd: /Facebook-síða Dags B. Eggertssonar

Í tilkynningu frá stjórnarráðinu er greint frá því að Jón Arnór Stefánsson verið skipaður stöðu formanns stjórnar Þjóðarhallar ehf. Fyrirtæki sem stofnað var af ríki og Reykjavíkurborg, í gær, til þess að skipuleggja byggingu á nýrri þjóðarhöll sem á að rísa í Laugardalnum.

Ásamt Jóni sitja í stjórn tveir einstaklingar sem tilnefndir voru af ríkinu og aðrir tveir sem tilnefndir voru af Reykjarvíkurborg. Helga Sigurrós Valgeirsdóttir, sjávarútvegsfræðingur og fyrrum aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannessonar þegar hann gegndi stöðu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Þórey Edda Elísdóttir, umhverfisverkfræðingur og fyrrum afreksíþróttamaður í stangastökki, voru tilnefnd af ríkinu.

Fyrir hönd Reykjavíkurborgar sitja Ómar Einarsson, sviðsstjóri Íþrótta- og tómstundasviðs, og Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs í stjórn félagsins.

Þá voru tilnefndir tveir varamenn í stjórnina. Varamenn eru Högni Haraldsson og Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.

Glæstur ferill

Jón Arnór, var um langt skeið með bestu körfuknattleiksmönnum Íslands. Áður en hann lagði skóna á hilluna árið 2021, lék hann með félagsliðum í Þýskalandi, Ítalíu, Rússlandi, Spáni og Bandaríkjunum. Þá var hann Íslandsmeistari með KR fimm sinnum.

Að loknum körfuboltaferlinum hóf Jón störf hjá BDA Sports Management og færði sig síðar yfir til starfa hjá verðbréfafyrirtækinu Fossar markaðir. Jón er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

Fjármálaráðherra leitaði til Jóns 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, greindi frá því í færslu sem birt var á Facebook-síðu ráðherra að hún hafi átt fund með Jóni Arnóri morgun. Í færslunni segir hún Jón vera vel undirbúinn til þess að takast á við starfið. „Jón Arnór er eins og allir vita margfaldur Íslandsmeistari og atvinnumaður í körfubolta sem veit hvað þarf til þess að ná langt og þekkir þarfir íþróttahreyfingarinnar,“ segir Þórdís. 

Þá kemur einnig fram í færslunni að hún hafi leitað til hans og beðið hann um að taka starfið að sér. 

Fréttin er í vinnslu og verður uppfærð

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár