Mannkynið er að öllum líkindum komið af svonefndum suðurapa sem þróaðist í austurhluta Afríku fyrir 3-4 milljónum ára. Þekktasti fulltrúi suðurapa er steingervingurinn Lucy sem talin er dæmigerð fyrir hina smáu og pasturslitlu suðurapa en þeir voru aðeins um 1,2 metrar á hæð eða álíka og smávaxnir simpansar og/eða meðalstórir bónóbóar.
Þrátt fyrir smæðina plumuðu suðurapar sig vel og reyndust búa yfir sérlegri aðlögunarhæfni.
Afkomendur þeirra eru hinar fyrstu manntegundir, homo erectus og fleiri og að síðustu homo sapiens.
Merkilegt er hins vegar að svipað leyti og Lucy litla var komin á fætur í Austur-Afríku, þá var komin til sögunnar 4.000 kílómetrum austar önnur mannapategund sem alveg eins hefði líka getað þróast áfram til viti borinnar veru en var þrisvar sinnum stærri.
Risaapinn í Suðaustur-Asíu eða gigantopithecus blacki eins og fræðimenn kalla hann.
Athugasemdir