Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

„Volduga frú og húsbóndi“

Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir virð­ist ekki hafa ver­ið sér­lega um­hyggju­söm móð­ir en hún var stór­merki­leg­ur braut­ryðj­andi bæði hvað snerti hug­mynd­ina um kon­ur sem vald­hafa og sam­vinnu Norð­ur­land­anna.

„Volduga frú og húsbóndi“
Margrét Hún hafði pólitíska sýn um sterk Norðurlönd sameinuð í eitt ríki. Þannig gætu norrænu löndin staðið uppi í hárinu á hinum gríðarsterku Hansakaupmönnum.

Fyrir viku hóf ég að segja hér frá Margréti drottningu hins svonefnda Kalmarsambands. Því skal haldið áfram hér og víkur þá sögunni fyrst að föður hennar, konungi Dana.

Valdimar 4., sá svipmikli „Afturdagur“, dó árið 1375 á sóttarsæng í miðju kafi að berja niður uppreisnargjarna baróna á Suður-Jótlandi. Margrét var þá eina barn hans á lífi. Ríkisráð aðalsmanna í Danmörku settist á rökstóla til að kjósa nýjan kóng og höfðu Hansakaupmenn líka mikil áhrif.

Varasamir Mecklenburgarar

Þrennt kom til mála.

Í fyrsta lagi að einhver barón úr ríkisráðinu yrði dubbaður til konungs.

Í öðru lagi að til kóngs yrði tekinn Albrekt, 13 ára sonur Ingiborgar Valdimarsdóttur og hertogans í Mecklenburg, héraði á Eystrasaltsströnd Þýskalands. Ingiborg var látin en hún hafði verið elsta dóttir Valdimars.

Í þriðja lagi kom svo til álita Ólafur, fimm ára sonur Margrétar og Hákonar 6. konungs í Noregi.

Að ýmsu leyti virtist liggja beint við að velja Albert þar sem hann var eldri en Ólafur og sonur eldri dóttur Valdimars en móti honum mælti að hann var Mecklenburgari og Dönum þótti þegar nóg um ítök Þjóðverja á ríki sitt. Þá sat föðurbróðir Albrekts og nafni, Albrekt af Mecklenburg, á konungsstóli Svía um þær mundir og því einboðið að áhrif Svía gætu orðið fullmikil ef þeir Mecklenburgar-frændur væru kóngar í báðum löndum.

Vafði valdaköllum um fingur sér

Það sem þó réðu mestu um að danska ríkisráðið hafnaði Albrekti en valdi hinn barnunga Ólaf til kóngs var einfaldlega atbeini Margrétar móður hans sem mætti sjálf á fund ráðsins og talaði máli sonar síns. Hún kom færandi hendi með ómótstæðileg tilboð frá Hákoni manni sínum til Hansakaupmanna um verslunarítök þeirra í Noregi og svo munu ígildi brúnna umslaga einnig hafa skipt um eigendur og Hansakaupmenn heldur kæst yfir innihaldi þeirra.

En einnig beitti Margrét persónutöfrum sínum óspart. Þá töfra mun hún hafa reitt í þverpokum, var í senn skemmtileg og kunni að daðra við valdakalla þegar þess þurfti með en bar líka með sér að hafa bein í nefi. Hún hreif svo ríkisráðið, þar sem sátu náttúrlega margir gamlir félagar föður hennar, að þegar Ólafur litli hafði verið staðfestur kóngur Danmerkur, þá var hún skipuð svonefndur ríkisstjóri og skyldi fara með völdin þar til hann yrði myndugur.

Margrét hafði pólitíska sýn um sterk Norðurlönd sameinuð í eitt ríki. Þannig gætu norrænu löndin staðið uppi í hárinu á hinum gríðarsterku Hansakaupmönnum.

Kunni vel með völd að fara

Það var ekki algjör nýlunda.

Fyrir kom þær aldirnar að mæður barnungra kónga í Evrópu væru skipaðar ríkisstjórar en heldur var það samt sjaldgæft og sýnir þessi frami Margrétar að hún var ekkert blávatn og tókst óhikað á við vald og ábyrgð. Og hún var fljót að sýna að hún kunni vel með völd að fara.

Ekki bar að vísu mikið til tíðinda fyrstu árin sem Ólafur átti að heita kóngur í Danmörku. Í Noregi var Hákon kóngur hins vegar að undirbúa nýtt stríð gegn Svíum. Hann hafði verið konungur Svíþjóðar 1362–64 en var þá steypt af stóli af barónum þar í landi sem kusu heldur mág hans, fyrrnefndan Albrekt af Mecklenburg. Undi Hákon því sárilla og hugðist nú gera aðra tilraun til að endurheimta konungstign yfir Svíum en dó aðeins fertugur 1380 áður en nýtt stríð Norðmanna og Svía gæti hafist.

564 ára samband Íslands og Danmerkur hefst

Ólafur einkasonur hans og konungur Danmerkur var þá tíu ára og fremur fyrirhafnarlítið samþykkti ríkisráð Noregs (sem biskupar íslensku biskupsstólanna sátu meðal annars í) að hann yrði nú einnig krýndur Noregskóngur.

Og enn var Margrét útnefnd ríkisstjóri.

Með þessum gjörningi var komið á konungssamband milli Noregs og Danmerkur í fyrsta sinn síðan á víkingaöld og í fyrsta sinn síðan Ísland komst undir vald Noregskónga. Hinn tíu ára Ólafur var fyrsti Danakóngurinn sem réði yfir Íslandi, þótt hann væri vissulega jafnframt Noregskóngur. Og með valdatöku hans hófst það samband Íslands og Danmerkur sem stóð síðan allt til ársins 1944, eða í 564 ár.

Samband Noregs og Danmerkur rofnaði reyndar 1815 en þá var Ísland orðið svo fast í sessi í Danaveldi að landið fylgdi Dönum en ekki Norðmönnum.

Sonurinn lítilla sanda?

Um Ólaf segir fátt enda vannst honum ekki tími til að láta að sér kveða. Hann varð vissulega myndugur 15 ára 1385 en tók þó ekki einn við stjórnartaumunum heldur var hin viljasterka móðir áfram við hlið hans í hásætinu.

Svo fáorðar eru heimildir um Ólaf að grunur hlýtur að læðast að manni að annaðhvort hafi hann hreinlega ekki verið mikilla sanda á vitsmunasviði eða þá að Margrét móðir hans hafi markvisst og vísvitandi haldið aftur af honum á öllum sviðum. Þau mæðgin héldu til Skáns 1375 að ýta undir tilkall Ólafs til sænsku krúnunnar sem var þá enn í höndum Albrekts konungs af Mecklenburg.

Skánn var sem kunnugt öldum saman bitbein Norðurlandanna, ekki síst Danmerkur og Svíþjóðar, en einnig Noregs á 14. öldinni, en hefur nú öldum saman verið partur Svíaríkis.

Eitraði fyrir syni sínum?!

Í Ystad á Skáni dó Ólafur snögglega, aðeins 16 ára gamall. Dánarorsök hans er ekki kunn.

Sögusagnir komust á kreik um að Margrét hefði látið eitra fyrir syni sínum til að losna við snáðann en ekkert sérstakt bendir raunar til þess.

Þó er ljóst að Margrét virðist ekki hafa syrgt son sinn ákaflega né sýnt honum neina sérstaka virðingu eða hlýju eftir lát hans. Á legstein hins unga konungs var þetta eitt skrifað:

„Hér hvílir Ólafur, sonur Margrétar drottningar, sem eignaðist hann með Hákoni Noregskonungi.“

Árið 1402 kom fram í Þýskalandi maður sem kvaðst vera Ólafur konungur og vildi endurheimta ríki sitt. Margrét fékk hann framseldan til Danmerkur þar sem hann var brenndur á báli fyrir ósvífnina.

Margrét verður „kóngur“

Margrét var nú 34 ára og hafði fengið forsmekkinn að völdum á tólf ára tíma sínum sem ríkisstjóri. Hún virðist hafa gengið hratt og örugglega til verks til að tryggja sér áframhaldandi völd. Og það tókst henni með næsta ótrúlegum hætti. Vissulega voru engir karlar í boði í konungsættum Noregs eða Danmerkur en ríkisráðin hefðu þá sem hægast getað valið einhverja úr sínum hópi til að setja í hin lausu hásæti.

En Margrét fékk ríkisráðið í Danmörku þess í stað til að útnefna sig „volduga frú og húsbónda, verndara danska ríkisins“. Svipaðan titil fékk hún í Noregi. Þar bar hún raunar drottningarnafn sem ekkja Hákonar konungs en drottningarnafnbótin var samt aldrei nefnd í tengslum við völd Margrétar næstu ár og áratugi. Í reynd hafði hún öll sömu völd og konungar höfðu haft í Noregi og Danmörku.

Því er hún yfirleitt einfaldlega kölluð drottning nú á dögum, en þegar hún sjálf þurfti að segja á sér deili sagðist hún vera „Margrét af guðs náð, Valdimars Danakonungs dóttir.“

Vélabrögð Hansakaupmanna

Margrét hafði þegar sýnt stjórnunarhæfileika sína í samningaviðræðum við Hansakaupmenn um verslunarleyfi þeirra í Noregi og aðstöðu sem þeir höfðu á Skáni. Nú hófst hún handa við að ná undir sig völdum í Svíþjóð líka en bæði Hákon eiginmaður hennar og Ólafur sonur hennar höfðu gert tilkall til valda þar.

Burtséð frá áhuga hennar á persónulegum völdum, sem augljóslega var fyrir hendi, þá virðist Margrét líka hafa haft pólitíska sýn um sterk Norðurlönd sameinuð í eitt ríki. Þannig gætu norrænu löndin til að mynda staðið uppi í hárinu á hinum gríðarsterku Hansakaupmönnum.

Margrét mun hafa sagt berum orðum að hvert fyrir sig væru norrænu ríkin veik og varnarlaus fyrir óvinum í öllum áttum en saman gætu þau myndað sterkt ríki sem gæti séð við árásum og vélabrögðum Hansakaupmanna og öllum þýskum óvinum og gætu fríað Eystrasalt við hættur frá óvinum.

Margrét býst til orrustu

Í Stokkhólmi sat Albrekt konungur af Mecklenburg í skjóli Hansakaupmanna. Svo heppilega vildi til – fyrir Margréti – að hann hafði einmitt um þessar mundir komið helstu landeigendabarónum Svíþjóðar upp á móti sér með tilraunum til að styrkja auð og völd konungs á þeirra kostnað.

Barónarnir sneru sér til Margrétar og lýstu hana „frú og húsbónda“ líkt og í Danmörku. Albrekt, sem naut enn stuðnings í Stokkhólmi, hélt í liðsbón til Þýskalands og sneri aftur með hóp af vel brynjuðum riddurum. Hann var sigurviss og sagðist ekki í vafa um að hann myndi sigra „kónginn buxnalausa“ eins og hann kallaði Margréti.

Og í febrúar 1389 mættust herir Albrekts og Margrétar nálægt bænum Falköping milli vatnanna Vänern og Vättern.

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
1
Á vettvangi

Vont að vita af þeim ein­um yf­ir há­tíð­arn­ar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn. Á ár­un­um 2018 til 2020 fund­ust yf­ir 400 manns lát­in á heim­il­um sín­um eft­ir að hafa leg­ið þar í að minnsta kosti einn mán­uð. Þar af höfðu yf­ir eitt hundrað ver­ið látn­ir í meira en þrjá mán­uði og ell­efu lágu látn­ir heima hjá sér í eitt ár eða leng­ur.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
2
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár