Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Næstum 900 milljónir króna úr ríkissjóði til fyrrverandi ráðherra og þingmanna

Dav­íð Odds­son er sá fyrr­ver­andi ráð­herra sem hagn­ast hef­ur lang­mest á um­deild­um eft­ir­launa­lög­um sem sett voru ár­ið 2003 og giltu í rúm fimm ár. Fyrr­ver­andi ráð­herr­um og þing­mönn­um sem geta feng­ið greiðsl­ur úr rík­is­sjóði á grund­velli lag­anna fer fækk­andi.

Næstum 900 milljónir króna úr ríkissjóði til fyrrverandi ráðherra og þingmanna
Eftirlaun árum saman Davíð Oddsson, sem verið hefur ristjóri Morgunblaðsins frá árinu 2009, hefur mátt þiggja eftirlaun á grundvelli laganna frá árinu 2005 óháð því hvort hann sinni öðrum störfum. Launatekjur hans – vegna eftirlauna og vinnulauna – voru 5,9 milljónir króna að meðaltali á árinu 2022. Mynd: Skjáskot

Kostnaður ríkissjóðs vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna, eins og þau voru skömmtuð í umdeildum lögum sem voru við lýði í rúmlega fimm ára, var 898 milljónir króna. Það er tíu milljónum krónum meira en ári áður.

Ráðherrunum sem þáðu hin sérstöku eftirlaun fækkaði um einn í fyrra þegar þeir voru 45 talsins. Alls námu lífeyrisgreiðslur til þeirra úr ríkissjóði vegna ráðherrastarfa 178 milljónum króna. 

Þingmennirnir og varaþingmennirnir sem þáðu eftirlaun á grundvelli laganna á árinu 2023 voru 259 og greiðslur til þeirra námu samtals 719,5 milljónum króna. Þeim fækkaði um fjóra í fyrra eftir að hafa fjölgað um 70 á þriggja ára tímabili þar á undan. 

Þetta kemur fram í upp­­lýs­ingum sem Líf­eyr­is­­sjóður starfs­­manna rík­­is­ins (LSR) tók saman fyrir Heimildina. Í svari sjóðs­ins er lögð áhersla á að greiðslur vegna þess­ara rétt­inda koma úr rík­is­sjóði en ekki …

Kjósa
67
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Sem ég er búin að segja í mörg ár, stjórnmálamenn koma sér og sínum að og fá ríkulega greitt fyrir það.
    Vitið þið hverjir borga?
    4
  • OS
    Oddur Sigurðsson skrifaði
    Ég greiði reglulega styrk til útgáfunnar auk þess sem konan mín, Kolbrún Svala Hjaltadóttir er áskrifandi. samt kemur alltaf upp krafa um að ég fái mér áskrift að blaðinu. Er hægt að hagræða þessu?
    1
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Það er blóðugt að mesti áhrifavaldur spillingar og sérhagsmunagæslu skuli verðlaunaður af skattgreiðendum allt fram í andlátið.
    16
    • Stefan Benediktsson skrifaði
      Það er sannarlega blóðugt nafni. Ekki kemur fram hvort hann þiggur eftirlaun eftir setu sína sem borgarfltr og borgarstjóri
      3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár