Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Segir Reykjavíkurflugvöll of lítinn og geti ekki mætt framtíðarþörfum

Áform um stór­fellda aukn­ingu í al­þjóða­flugi ger­ir það knýj­andi að taka taka ákvörð­un um fram­tíð­ar­upp­bygg­ingu á vara­flug­völl­um á Ís­landi, seg­ir Dag­ur B. Eggerts­son. Það megi ekki taka of mörg ár að kom­ast að nið­ur­stöðu og hefja upp­bygg­ingu inn­viða.

Segir Reykjavíkurflugvöll of lítinn og geti ekki mætt framtíðarþörfum
Dagur að kveldi kominn Dagur B. Eggertsson hefur verið borgarstjóri í um áratug. Hann mun láta af því embætti 16. janúar næstkomandi og Einar Þorsteinsson taka við. Mynd: Golli

„Vöxtur í alþjóðaflugi er orðinn þannig, með stærri þotum, að brautir þurfa að vera lengri og það er flest sem kallar á að það þurfi stærri varaflugvöll. Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri uppfyllir ekki þær kröfur sem skilgreindar hafa verið fyrir slíkan varaflugvöll. Hann er of lítill, hefur mjög takmarkaða þróunarmöguleika og getur ekki mætt framtíðarþörfum. Það þarf að mæta þeim annarsstaðar.“

Þetta segir Dagur B. Eggertsson, sem verður borgarstjóri Reykjavíkur í nokkra daga til viðbótar, í viðtali við Heimildina þegar hann er spurður um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Dagur segir að auk þess liggi fyrir að ríkið sé samningsbundið um að koma upp nýjum velli fyrir æfingakennslu og einkaflug, og það eigi að gerast í nánustu framtíð. Allar skýrslur, sem helstu hagsmunaaðilar hafi komið að, sýni sömu niðurstöðu. Það þurfi að finna nýja lausn. 

„Þannig að ég á von á …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Magnús Mörður Gígja skrifaði
    Þegar þúið er að loka norður-suður brautinni og byggja gróða húsnæði fyrir Vilsmenn, setja Háskólan í Reykjavík nánast upp við völlinn og hefja framkvæmdir í Skjerjafirði er völlurinn að sjálfsögðu orðinn of lítill og kannski að Dagur sé nú þegar búinn að fjárfesta í félagi sem fær einkarétt til að græða á því að byggja á svæðinu veit eingin, en ég efast ekki um að Dagur B velji frekar að fljúga á Stansded fremur en Heathrow þegar hann skreppur til London.
    -9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
2
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár