Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segir Reykjavíkurflugvöll of lítinn og geti ekki mætt framtíðarþörfum

Áform um stór­fellda aukn­ingu í al­þjóða­flugi ger­ir það knýj­andi að taka taka ákvörð­un um fram­tíð­ar­upp­bygg­ingu á vara­flug­völl­um á Ís­landi, seg­ir Dag­ur B. Eggerts­son. Það megi ekki taka of mörg ár að kom­ast að nið­ur­stöðu og hefja upp­bygg­ingu inn­viða.

Segir Reykjavíkurflugvöll of lítinn og geti ekki mætt framtíðarþörfum
Dagur að kveldi kominn Dagur B. Eggertsson hefur verið borgarstjóri í um áratug. Hann mun láta af því embætti 16. janúar næstkomandi og Einar Þorsteinsson taka við. Mynd: Golli

„Vöxtur í alþjóðaflugi er orðinn þannig, með stærri þotum, að brautir þurfa að vera lengri og það er flest sem kallar á að það þurfi stærri varaflugvöll. Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri uppfyllir ekki þær kröfur sem skilgreindar hafa verið fyrir slíkan varaflugvöll. Hann er of lítill, hefur mjög takmarkaða þróunarmöguleika og getur ekki mætt framtíðarþörfum. Það þarf að mæta þeim annarsstaðar.“

Þetta segir Dagur B. Eggertsson, sem verður borgarstjóri Reykjavíkur í nokkra daga til viðbótar, í viðtali við Heimildina þegar hann er spurður um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Dagur segir að auk þess liggi fyrir að ríkið sé samningsbundið um að koma upp nýjum velli fyrir æfingakennslu og einkaflug, og það eigi að gerast í nánustu framtíð. Allar skýrslur, sem helstu hagsmunaaðilar hafi komið að, sýni sömu niðurstöðu. Það þurfi að finna nýja lausn. 

„Þannig að ég á von á …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Magnús Mörður Gígja skrifaði
    Þegar þúið er að loka norður-suður brautinni og byggja gróða húsnæði fyrir Vilsmenn, setja Háskólan í Reykjavík nánast upp við völlinn og hefja framkvæmdir í Skjerjafirði er völlurinn að sjálfsögðu orðinn of lítill og kannski að Dagur sé nú þegar búinn að fjárfesta í félagi sem fær einkarétt til að græða á því að byggja á svæðinu veit eingin, en ég efast ekki um að Dagur B velji frekar að fljúga á Stansded fremur en Heathrow þegar hann skreppur til London.
    -9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár