Skömmu fyrir jól samþykkti Alþingi frumvarp heilbrigðisráðherra um refsiábyrgð heilbrigðisstofnana og rannsókn alvarlegra atvika. Lengi hefur verið kallað eftir lagasetningu í þessa veru. Markmið laganna er að auka öryggi sjúklinga, efla öryggismenningu innan heilbrigðiskerfisins og fækka alvarlegum atvikum, en sömuleiðis að bæta starfsumhverfi heilbrigðisstarfsmanna með því að skýra og auka réttaröryggi þeirra.
Sneri tilverunni á hvolf
Ásta Kristín Andrésdóttir var árið 2015 ákærð fyrir manndráp af gáleysi í starfi sínu sem hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum. Henni var gert að sök að hafa sýnt vanrækslu í starfi og gert mistök sem urðu til þess að 73 ára maður lést í hennar umsjá. Ásta var sýknuð af þessum sökum þremur árum síðar. Þrátt fyrir sýknu voru afleiðingarnar gríðarlegar fyrir Ástu.
„Jákvætt skref í átt þess að auka öryggi sjúklinga og starfsfólks í heilbrigðiskerfinu“
Í viðtali við Stundina, annan forvera Heimildarinnar, fyrir tveimur árum greindi hún frá því að eftir að málið kom upp …
Athugasemdir