Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sjálfstæðisflokkur með 18 prósent hjá Gallup – Versta mæling hans frá upphafi

Sam­fylk­ing­in hef­ur mælst stærsti flokk­ur lands­ins frá byrj­un síð­asta árs og myndi fá 19 þing­menn ef kos­ið yrði í dag. Vinstri græn mæl­ast minnsti flokk­ur­inn á þingi og stjórn­ar­flokk­arn­ir myndu ein­ung­is fá 21 þing­mann ef kos­ið yrði í dag.

Sjálfstæðisflokkur með 18 prósent hjá Gallup – Versta mæling hans frá upphafi
Forystan Frá því að síðast landsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram í nóvember í fyrra, þar sem forysta hans vsar kjörin, hefur fylgi flokksins dalað um sex prósentustig. Það er er jafn mikið og allt það fylgi sem Vinstri græn mælast með nú um stundir. Mynd: HAG/Sjálfstæðisflokkurinn

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 18,1 prósent fylgi í nýjast Þjóðarpúlsi Gallup. Það er langminnsta fylgi sem flokkurinn hefur nokkru sinni mælst með í könnunum fyrirtækisins. Raunar er þetta einungis í þriðja sinn frá því að Gallup hóf mælingar sem fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist undir 20 prósentustigum. Hin skiptin voru í apríl 2022 og nóvember 2023 þegar fylgi mældist 19,8 prósent. 

Hinir tveir stjórnarflokkarnir bæta við sig svipuðu og Sjálfstæðisflokkurinn tapar milli mánaða. Fylgi Vinstri grænna mælist nú sex prósent eftir að hafa náð metlægð í nóvember þegar það mældist einungis 5,1 prósent. Framsóknarflokkurinn fer úr 8,6 í 9,4 prósent milli mánaða.

Í frétt RÚV um könnunina kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn myndi fá tólf þingmenn að óbreyttu, sem er fimm færri en hann hefur í dag. Framsókn myndi fá sjö og Vinstri græn fjóra. Samanlagt næðu stjórnarflokkarnir, sem í dag eru með 38 þingmenn, einungis 21. Miðað við það væri ríkisstjórnin kolfallin ef kosið yrði í dag.

Samfylkingin langstærsti flokkurinn

Samfylkingin er áfram sem áður sá flokkur sem mælist langstærstur samkvæmt könnunum. Alls segjast 28,4 prósent aðspurðra styðja flokk Kristrúnar Frostadóttur, sem er svipað fylgi og flokkurinn hefur mælst með undanfarna mánuði. Samfylkingin hefur nú mælst stærsti flokkur landsins sleitulaust frá byrjun árs 2023. Það fylgi sem flokkurinn mælist með myndi tryggja Samfylkingunni 19 þingmenn, sem er 13 fleiri en flokkurinn hefur í dag. Samkvæmt útreikningum Gallup fyrir RÚV yrði flokkurinn stærstur í fimm af sex kjördæmum. Eina kjördæmið sem hann næði ekki slíkri stöðu er í Norðvesturkjördæmi þar sem Framsókn yrði stærstur að óbreyttu.

Miðflokkurinn, sem mælist með 9,7 prósent fylgi, myndi fá sex þingmenn ef kosið yrði í dag og þrefalda þingflokk sinn. Þótt draga megi þá ályktun að þorri þess fylgis sem Miðflokkurinn hafi bætt við sig það sem af er kjörtímabili – alls 4,2 prósentustig – komi frá Sjálfstæðisflokknum þá er fylgistap hins fyrrnefnda – 6,3 prósentustig – umtalsvert meira en fylgisaukning þess síðarnefnda. Miðflokkurinn mælist nú þriðji stærsti flokkur landsins samkvæmt Gallup.

Píratar og Viðreisn standa í stað

Píratar, sem mælast með 9,1 prósent fylgi, og Viðreisn, sem mælist með 8,8 prósent, eru á nánast nákvæmlega sömu slóðum og flokkarnir voru eftir síðustu kosningar. Píratar myndu áfram ná í sex þingmenn og Viðreisn í fimm, sem er sami þingmannafjöldi og flokkarnir tveir eru með í dag. 

Eini stjórnarandstöðuflokkurinn sem mælist með minna fylgi en hann fékk haustið 2021 er Flokkur fólksins. Þá fékk hann 8,8 prósent atkvæða en mælist nú með 6,8 prósent. Það myndi þýða að Flokkur Ingu Sæland myndi tapa heilum tveimur þingmönnum vegna dreifingar fylgisins og fá einungis fjóra þingmenn.

Sósíalistaflokkur Íslands rekur lestina með 3,6 prósent fylgi en hann náði ekki inn á þing í kosningunum fyrir rúmum tveimur árum, og myndi heldur ekki ná inn miðað við stöðu mála í dag.

Kjósa
48
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ólafur Eyjólfsson skrifaði
    Betur má ef duga skal.
    0
  • Gunnar Björgvinsson skrifaði
    Úr íslenskri orðabók:
    fálki: 1) valur 2) auli, gapi, heimskingi, óáreiðanlegur maður.
    1
    • Gunnar Björgvinsson skrifaði
      https://is.m.wikipedia.org/wiki/Mynd:Merki_sjalfstaedisflokksins.svg
      0
  • Heiðar Þorleifsson skrifaði
    Skrítið en samt ekki skrítið.
    Afglapavæðing hefur verið stunduð í ansi langann tíma.
    2
  • Gott mál, þetta er mesta siðleysi landins,
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
2
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár