Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Fyrrverandi kjörinn fulltrúi segir að þrívegis hafi verið reynt að múta sér

Tóm­as Ell­ert Tóm­as­son steig fram í við­tali við Heim­ild­ina í sept­em­ber og greindi frá því að Leó Árna­son, for­svars­mað­ur Sig­túns á Sel­fossi, hafi reynt að bera á sig fé. Hann seg­ir að fjöl­miðl­um hafi í kjöl­far­ið borist upp­lýs­ing­ar um að Tóm­as Ell­ert væri „geð­veik­ur, ætti við and­leg vanda­mál að stríða, væri fylli­bytta og allt þetta mál væri á mis­skiln­ingi byggt.“

Fyrrverandi kjörinn fulltrúi segir að þrívegis hafi verið reynt að múta sér
Fyrrverandi bæjarfulltrúi Tómas Ellert Tómasson segir að tvö tilboð hafi komið frá einum og sama aðilanum og það þriðja „frá óskyldum aðila þess fyrrnefnda“. Hann tók engu þeirra. Mynd: Ingi Freyr Vilhjálmsson

„Á mínum stutta ferli sem pólitískt kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn Svf. Árborgar buðust mér þrisvar sinnum fjárhagsleg tilboð ef að ég seildist út fyrir valdsvið mitt og tæki ákvarðanir sem ekki væru í samræmi við fyrirfram ákveðnar ákvarðanir annarra í þeim meirihluta sem ég starfaði í frá árinu 2018-2022. Tvö tilboð komu frá einum og sama aðilanum á þessu tímabili. Það þriðja kom frá óskyldum aðila þess fyrrnefnda. Til að gera langa sögu stutta tók ég ekki neinu þeirra.“ 

Þetta segir Tómas Ellert Tómasson, byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg, í aðsendri grein sem birtist á Vísi í dag. Tómas Ellert steig fram í viðtali við Heimildina 1. september síðastliðinn þar sem hann greindi frá því að Leó Árna­son, fjár­fest­ir og for­svars­mað­ur fast­eigna­fé­lags­ins Sigtúns á Sel­fossi, hafi gert sér eitt þessara tilboða árið 2020. Í því fólst að ef Tómas Ellert átti að beita sér fyr­ir því að sveit­ar­fé­lag­ið hætti við að kaupa hús Lands­bank­ans á Selfossi, sem Sig­tún vildi kaupa. Í staðinn ætlaði Leó og fyrirtæki hans og Kristjáns Vilhelmssonar, útgerðarmanns í Samherja, að sjá til þess að kosningabarátta Miðflokksins yrði fjármögnuð og myndi skila flokknum í bæjarstjórn. Frásögn Tómasar fylgdi ljósmynd sem sýnir Leó sitja við tölvuskjá þar sem sést í hverju tilboðið fólst. Héraðssaksóknari brást við umfjölluninni og kallaði Tómas Ellert fyrir, vegna gruns um að lög hefðu verið brotin; að Leó hefði borið fé á Tómas Ellert, jafnvel þótt Tómas Ellert hefði ekki tekið tilboðinu. 

Segir aðila tengda Leó hafa hótað fjölmiðlum

Umfjöllun Heimildarinnar vakti mikla athygli og var til umfjöllunar á ýmsum öðrum miðlum. Í grein sinni í dag segir Tómas Ellert að hann hafi vitneskju um að í kjölfar þess hafi borist upplýsingar inn á ritstjórnarskrifstofur viðkomandi miðla um að viðkomandi heimildarmaður, hann sjálfur, væri „geðveikur, ætti við andleg vandamál að stríða, væri fyllibytta og allt þetta mál væri á misskilningi byggt. Hringt var inn ótt og títt af aðilum tengdum tilboðsgjafa. Fjölmiðlunum hótað, engar auglýsingar osfrv.. Málið væri mannlegur harmleikur og ætti rætur sínar að rekja til þess að heimildarmaðurinn væri svekktur yfir því að viðkomandi tilboðsgjafi hefði ekki gefið honum lóð. Lóð á mesta flóðahættusvæði Selfossbæjar. Svæði sem er ógrundunarhæft með almennum og einföldum grundunaraðgerðum og beinlínis lífshættulegt íbúasvæði.“

Tómas Ellert segir í grein sinni að ein sýnilegasta birtingarmynd spillingar á Íslandi sé það sem kallað er „Elítuspilling“, en það sé spilling þar sem óformlegt eða leynilegt samráð manna í áhrifastöðum tekst að fanga opinbert vald og beita því í eigin þágu. „Mútur eru greiddar til að hafa áhrif. Þær eru greiddar til einstaklinga til þess að þeir seilist út fyrir valdsvið sitt eða umboð og breyti rétt teknum ákvörðunum eða taki ákvarðanir sem ekki eru í samræmi við fyrirfram ákveðnar reglur. Sá sem mútar hefur alla jafna valdayfirburði yfir þann sem er mútað þó ekki sé það algilt. Í flestum vestrænum löndum, Íslandi þar á meðal, er það refsivert að bera fé á opinbera starfsmenn til að fá fyrirgreiðslu sem ekki yrði veitt af öðrum kosti. Einnig pólitískt kjörna fulltrúa. Skiptir engu máli hvort viðkomandi eru innlendir eða erlendir.“

Grunaður um mútur en klappaður upp af Guðna

Hin ætlaða mútutilraun Leós hafi þó ekki haft neina sýnilega eftirmála fyrir hann, að minnsta kosti ekki í sveitarfélaginu Árborg. Tómas Ellert greinir frá því að Leó hafi fyrir skemmstu verið „klappaður upp af Guðna Ágústssyni, smæsta ráðherra lýðveldisins, á herrakvöldi knattspyrnudeildar UMF. Selfoss“.

Þar hafi Leó gert það sem Tómas Ellert kallar mislukkað grín að sér, einum dyggasta stuðningsmanni og baráttuglaðasta knattspyrnumanni Selfossliðsins allt frá barnsaldri, sem var fjarverandi það kvöldið. „Hugrakkt og smekklegt af tilboðsgjafa? Svari nú hver fyrir sig. Viku síðar var tilboðsgjafinn kjörinn formaður Knattspyrnudeildar UMF. Selfoss, fjölmennustu deildarinnar innan UMFS, þrátt fyrir að sæta rannsókn Héraðssaksóknara fyrir mútuþægni. Já, þannig birtist spillingin og samspillingin mér á Íslandi.“

Kjósa
78
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HSG
    Helga Salbjörg Guðmundsdóttir skrifaði
    Viðbjóðslegt en kemur akkúrat ekkert á óvart. Sérlega að þetta skuli vera á Selfossi!
    3
    • Jón Ragnarsson skrifaði
      Auðvitað kemur ekkert á óvart , þar sem sjálfstæðisflokkurinn er til staðar ?
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Andrúmsloftinu sama hvort koltvíoxíð losni á Ítalíu eða Íslandi
8
FréttirLoftslagsvá

And­rúms­loft­inu sama hvort kolt­víoxíð losni á Ítal­íu eða Ís­landi

Ál­ver­in á Ís­landi losa jafn­mik­ið af gróð­ur­húsaloft­teg­und­um og vega­sam­göng­ur og fiski­skipa­flot­inn sam­an­lagt. Það er hins veg­ar „lít­ið að frétta“ af að­ferð­um sem minnka þá los­un, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. En senn fer að þrengja að mögu­leik­um til kaupa á los­un­ar­heim­ild­um. Og sam­hliða eykst þrýst­ing­ur á að bregð­ast við.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
3
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
8
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár