Palestínskir flóttamenn sem hafa haldið til á Austurvelli frá því á miðvikudag hafa fengið stuðning frá fjölda fólks sem á leið hjá.
Mennirnir hafa reist lítil tjöld fyrir utan Alþingishúsið og nú er komið stærðarinnar veislutjald á Austurvöll. Palestínskir fánar blakta við inngang þess. Á vettvangi mátti sjá íslenskt fjölskyldufólk í sambland við kappklædda Palestínumennina. Gestir komu með kaffi til að orna sér í frostinu og settust saman við lítinn hitara í veislutjaldinu.
Engin svör hafa borist frá yfirvöldum um hvernig hægt verði að bjarga fjölskyldum þeirra, sem fengið hafa samþykkt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, frá Gasasvæðinu.
Finnur fyrir miklum stuðningi frá Íslendingum
Naji Asar, sem Heimildin ræddi einnig við í fyrradag, segist þakklátur því að fólk komi að vitja þeirra meðan þeir bíða. Á hverjum degi koma allt að 40 manns að spjalla við þá.

„Við erum þakklátir Íslendingum. Þegar stríðið hófst fannst okkur …
Athugasemdir