Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Margeir gerði leyniupptöku af lögreglukonunni sem hann áreitti

Hátt­sett­ur lög­reglu­þjónn, sem áreitti lög­reglu­konu kyn­ferð­is­lega og sýndi henni of­beld­is­fulla hegð­un, hljóð­rit­aði án henn­ar vit­und­ar sam­tal þeirra og reyndi að nýta það sem kom fram á upp­tök­unni þeg­ar sál­fræði­stofa var feng­in til að leggja mat á sam­skipti þeirra. Lög­reglu­mað­ur­inn tók við nýrri stöðu þeg­ar hann sneri aft­ur úr leyfi.

Margeir gerði leyniupptöku af lögreglukonunni sem hann áreitti
Tók við nýrri stöðu Halla Bergþóra segist ekki getað tjáð sig sérstaklega um mál Margeirs. Hann tók við nýrri stöðu þegar hann kom aftur úr leyfi. Mynd: Heimildin

Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, tók við nýrri stöðu hjá embættinu þegar hann sneri aftur úr leyfi í haust. Hann var sendur í leyfi eftir að lögreglukona lagði fram kvörtun vegna áreitni og ofbeldisfullrar hegðunar af hans hálfu í sinn garð yfir margra mánaða tímabil.

Margeir var áður yfirmaður rannsóknarsviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann heyrir nú undir Grím Grímsson, yfirmann sviðsins, og starfar sem aðstoðaryfirlögregluþjónn. 

Hefur ekki lengur mannaforráð

Hjá embættinu fengust þau svör að „á meðal verkefna hans er að vera yfirlögregluþjóni rannsóknarsviðs til aðstoðar, einkum við mótun hlutverks LRH og aðkomu hvað varðar sameiginleg verkefni embætta í málefnum sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi, umsjón með gæðastarfi sviðsins, s.s. með uppfærslu gæðaferla sem og önnur verkefni“. Hann er ekki með mannaforráð í þessu nýja starfi. 

Kastljós greindi frá því 12. desember að háttsettur lögreglumaður hefði áreitt lögreglukonu kynferðislega. Hann var þá ekki …

Kjósa
71
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SS
    Sveinn Sveinbjörnsson skrifaði
    Hvers vegna er þessi linkind í meðförum máls þessa manns? Ég hef mínar grunsemdir.
    6
  • Thordis Arnadottir skrifaði
    Lögreglumaður með dómgreindarskort er ekki góður lögreglumaður. Skiptir ekki máli hvort hann skipti um deild eða starf innan hús. Hann hefur sýnt af sér hegðun sem aðrir fá dóma fyrir. Það þarf að segja honum upp strax til að sýna fordæmi innan embættisins. En nei, fúskið fær að ráða, ALLTAf.
    Hvernig er hægt að treysta þessu batteríi ef þeir geta ekki tekið til i eigin ranni. Algjört kjarkleysi.
    17
  • Anna Óskarsdóttir skrifaði
    Er það ekki dæmigert, karlinn fær nýja stöðu en konan þarf að skipta um vinnustað
    19
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Var búið til nýtt starf fyrir þennan ómerkilega mann? Hann á ekki heima í lögreglunni. Lögreglan þarf að hafa traust og virðingu almennings, það er lykilatriði.
    27
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár