Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þúsundfalt meiri ást og þúsundfalt meiri áhyggjur

Ju­lia Mai Linnéa Maria seg­ir að fæð­ing fyrsta barns­ins síns hafi breytt far­vegi lífs síns að því leyti að við fæð­ingu þess hafi bæst við líf henn­ar þús­und­falt meiri ást og þús­und­falt meiri áhyggj­ur.

Þúsundfalt meiri ást og þúsundfalt meiri áhyggjur
Julia Mai Mynd: Alma Mjöll Ólafsdóttir

Ég heiti Julia Mai Linnéa Maria og við erum á Ingólfstorgi. Ég er bara að labba um að bíða eftir að sækja prent hjá prentsmiðju, um fimmtíu stykki, og flest þeirra eru prent sem ég hef gert fyrir Palestínu. Það er hægt að niðurhala þeim frítt hjá mér en ég er líka að selja þau og gefa fimmtíu prósent til Félags Ísland-Palestínu. Ég er að selja þau í kringum hátíðarnar og á morgun ætla ég að reyna að komast á markað í Andrými á Bergþórugötu ef ég fæ pössun fyrir dóttur mína. 

Mér efst í huga þessa dagana er Gaza. Sérstaklega hefur það verið þögnin kringum Gaza  og hvernig fréttamiðlar hérlendis og erlendis eru að fókusera á alla röngu hlutina. Það er mikið af fókus sem fer á ísraelskan áróður og minni fókus á að það er þjóðarmorð í gangi akkúrat núna í 75 daga og í 75 ár. Sem mér finnst ekki í lagi. Það er það fyrsta sem ég hugsa um þegar ég vakna og síðasta sem ég hugsa áður en ég fer að sofa. 

Eitt augnablik sem breytti lífi mínu? Yfir höfuð? Bara frá upphafi? Það fyrsta sem mér dettur í hug er börnin mín og fæðing fyrsta barnsins, sonar míns, Ágústs, sem er fimmtán ára. Hvað breyttist? Bara svona hugsun um lífið yfir höfuð. Maður eignast börn, þá bætast við áhyggjur og þúsundfalt meiri ást og þúsundfalt meiri áhyggjur, svona sirka bát. Það breytti öllu. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár