Þessi grein birtist fyrir rúmlega 13 mánuðum.

Þúsundfalt meiri ást og þúsundfalt meiri áhyggjur

Ju­lia Mai Linnéa Maria seg­ir að fæð­ing fyrsta barns­ins síns hafi breytt far­vegi lífs síns að því leyti að við fæð­ingu þess hafi bæst við líf henn­ar þús­und­falt meiri ást og þús­und­falt meiri áhyggj­ur.

Þúsundfalt meiri ást og þúsundfalt meiri áhyggjur
Julia Mai Mynd: Alma Mjöll Ólafsdóttir

Ég heiti Julia Mai Linnéa Maria og við erum á Ingólfstorgi. Ég er bara að labba um að bíða eftir að sækja prent hjá prentsmiðju, um fimmtíu stykki, og flest þeirra eru prent sem ég hef gert fyrir Palestínu. Það er hægt að niðurhala þeim frítt hjá mér en ég er líka að selja þau og gefa fimmtíu prósent til Félags Ísland-Palestínu. Ég er að selja þau í kringum hátíðarnar og á morgun ætla ég að reyna að komast á markað í Andrými á Bergþórugötu ef ég fæ pössun fyrir dóttur mína. 

Mér efst í huga þessa dagana er Gaza. Sérstaklega hefur það verið þögnin kringum Gaza  og hvernig fréttamiðlar hérlendis og erlendis eru að fókusera á alla röngu hlutina. Það er mikið af fókus sem fer á ísraelskan áróður og minni fókus á að það er þjóðarmorð í gangi akkúrat núna í 75 daga og í 75 ár. Sem mér finnst ekki í lagi. Það er það fyrsta sem ég hugsa um þegar ég vakna og síðasta sem ég hugsa áður en ég fer að sofa. 

Eitt augnablik sem breytti lífi mínu? Yfir höfuð? Bara frá upphafi? Það fyrsta sem mér dettur í hug er börnin mín og fæðing fyrsta barnsins, sonar míns, Ágústs, sem er fimmtán ára. Hvað breyttist? Bara svona hugsun um lífið yfir höfuð. Maður eignast börn, þá bætast við áhyggjur og þúsundfalt meiri ást og þúsundfalt meiri áhyggjur, svona sirka bát. Það breytti öllu. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Halla Gunnarsdóttir
5
PistillUppgjör ársins 2024

Halla Gunnarsdóttir

At­lag­an að kjör­um og rétt­ind­um launa­fólks 2024

„Nið­ur­skurð­ar­stefna er sögð eiga að koma jafn­vægi á rík­is­út­gjöld og örva hag­vöxt, en er í raun­inni skipu­lögð leið til að tryggja hag þeirra sem eiga á kostn­að þeirra sem vinna, skulda og leigja,“ skrif­ar Halla Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur VR. Birt­ing­ar­mynd­ir þess­ar­ar stefnu hafi ver­ið marg­þætt­ar á ár­inu sem er að líða.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
3
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár