Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Þúsundfalt meiri ást og þúsundfalt meiri áhyggjur

Ju­lia Mai Linnéa Maria seg­ir að fæð­ing fyrsta barns­ins síns hafi breytt far­vegi lífs síns að því leyti að við fæð­ingu þess hafi bæst við líf henn­ar þús­und­falt meiri ást og þús­und­falt meiri áhyggj­ur.

Þúsundfalt meiri ást og þúsundfalt meiri áhyggjur
Julia Mai Mynd: Alma Mjöll Ólafsdóttir

Ég heiti Julia Mai Linnéa Maria og við erum á Ingólfstorgi. Ég er bara að labba um að bíða eftir að sækja prent hjá prentsmiðju, um fimmtíu stykki, og flest þeirra eru prent sem ég hef gert fyrir Palestínu. Það er hægt að niðurhala þeim frítt hjá mér en ég er líka að selja þau og gefa fimmtíu prósent til Félags Ísland-Palestínu. Ég er að selja þau í kringum hátíðarnar og á morgun ætla ég að reyna að komast á markað í Andrými á Bergþórugötu ef ég fæ pössun fyrir dóttur mína. 

Mér efst í huga þessa dagana er Gaza. Sérstaklega hefur það verið þögnin kringum Gaza  og hvernig fréttamiðlar hérlendis og erlendis eru að fókusera á alla röngu hlutina. Það er mikið af fókus sem fer á ísraelskan áróður og minni fókus á að það er þjóðarmorð í gangi akkúrat núna í 75 daga og í 75 ár. Sem mér finnst ekki í lagi. Það er það fyrsta sem ég hugsa um þegar ég vakna og síðasta sem ég hugsa áður en ég fer að sofa. 

Eitt augnablik sem breytti lífi mínu? Yfir höfuð? Bara frá upphafi? Það fyrsta sem mér dettur í hug er börnin mín og fæðing fyrsta barnsins, sonar míns, Ágústs, sem er fimmtán ára. Hvað breyttist? Bara svona hugsun um lífið yfir höfuð. Maður eignast börn, þá bætast við áhyggjur og þúsundfalt meiri ást og þúsundfalt meiri áhyggjur, svona sirka bát. Það breytti öllu. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
6
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár