„Það eru auðvitað ákveðin átök sem birtast innan þessa ríkisstjórnarsamstarfs. Það verður ákveðin umræða sem á sér stað sem hefði ella kannski átt sér stað meira á milli stjórnar og stjórnarandstöðu,“ þetta sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra í þriðja þætti Pressu á föstudag.
Lilja sagði að ljóst væri að þegar stjórn spanni mikla breidd þá komi upp átök innan hennar. Hún sagði þó að vegna þessa væri hægt að gera breytingar á umdeildum málum sem hefðu í för með sér meiri þjóðfélagslega sátt um þau. „En það tekur svolítinn tíma og það reynir á.“
Það þurfa allir að leggja sig 110% fram
Lilja lagði mikla áherslu á mikilvægi þess að ná verðbólgunni niður. ,,Það sem við höfum upplifað í talsverðan tíma er að kaupmáttur launa hefur aukist verulega,” sagði hún. ,,Númer eitt, tvö og þrjú er að ná þessari verðbólgu niður.”
Lilja segir að verði þrálát verðbólga til …
Athugasemdir (1)