Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

JBT reynir aftur við Marel – Bjóða 386 milljarða króna

Hlut­höf­um Mar­el býðst að fá allt að 45 pró­sent hlut í sam­ein­uðu fé­lagi ef geng­ið verð­ur að óskuld­bind­andi vilja­yf­ir­lýs­ingu JBT um yf­ir­töku á Mar­el. Banda­ríska fyr­ir­tæk­ið hef­ur hækk­að til­boð sitt og býð­ur auk þess upp á að sam­ein­að fé­lag verði tví­skráð í Banda­ríkj­un­um og á Ís­landi.

JBT reynir aftur við Marel – Bjóða 386 milljarða króna
Stjórnendur Árni Oddur Þórðarson var einu sinni stjórnarformaður Marel, áður en hann tók við starfi forstjóra sem hann gegndi í áratug. Hann er í dag, ásamt föður sínum, stærsti hluthafinn í stærsta eiganda Marel. Árni Sigurðsson tók við forstjórastarfinu af honum og Arnar Þór Másson hefur setið sem stjórnarformaður frá árinu 2021. Hann var varaformaður stjórnar frá 2013. Mynd: Heimildin / Tómas

John Bean TEchnologies Corporation (JBT), bandarískt fyrirtæki með höfuðstöðvar í Chicago, hefur sent frá sér nýja óskuldbindandi viljayfirlýsingu um að kaupa öll hlutabréf í Marel. Nýja óskuldbindandi tilboðið er upp á 511 krónur á hlut, sem er tæplega 17 prósent yfir dagslokagengi Marel í gær. Miðað við það er heildarvirði Marel 386,2 milljarðar króna, eða 54,8 milljörðum króna yfir markaðsvirði félagsins við lok viðskipta í gær. 

Þetta er í annað sinn sem JBT leggur fram óskuldbandi yfirlýsingu um mögulegt yfirtökutilboð í Marel. Fyrra boðið var gert í nóvember og var átta prósentum lægra, sé miðað við framsett tilboð í evrum, en Marel er tvískráð á markað í Hollandi og á Íslandi. Nú er tilboðið upp á 3,4 evrur á hlut en fyrri óskuldabandi yfirlýsing um mögulegt tilboð lagði til að greitt yrði 3,15 evrur á hlut. Stjórn Marel hafnaði fyrri óskuldbindandi yfirlýsingunni og Heimildin greindi frá því 4. desember að það hafi meðal annars verið vegna þess að búist væri við hærri tilboðum, bæði frá JBT og erlendum vogunarsjóðum sem hafa horft hýru auga til Marel um nokkurt skeið. Þá hefur Heimildin greint frá því að hópur í kringum stærstu einstöku eigendur Marel, feðgana Árna Odd Þórðarson og Þórð Magnússon, telji að einn stærsti banki lands­ins, Arion banki, hafi í upphafi mánaðar reynt að tryggja Sam­herja og fjárfestingafélaginu Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el á miklu undirverði. 

Áður hafði Árni Oddur Þórðarson, fyrrverandi forstjóri Marel, átt í beinum viðræðum, sem fóru lágt, við Samherja um aðkomu að Marel í gegnum Eyri Invest.

Bjóða upp á skráningu á íslenskan markað

Það er ekki bara verðið sem er breytt í nýju yfirlýsingunni frá JBT. Hún gerir líka ráð fyrir því að allt að helmingur greiðslunnar fyrir Marel geti verið greidd með reiðufé en líka að allt endurgjaldið geti verið í formi hlutabréfa í sameinuðu félagi JBT og Marel. Hluthafar Marel myndu eiga 38 prósent af sameinuðu félagi ef fjórðungur yrði greiddur með reiðufé en 75 prósent í hlutabréfum. Ef allt endurgjaldið yrði greitt með hlutabréfum þá myndu hluthafar Marel eignast 45 prósent í sameinuðu félagi.

Þá kemur fram í nýju yfirlýsingunni að JBT sé tilbúið að íhuga skráningu í íslensku Kauphöllina til viðbótar við núverandi skráningu hlutabréfa JBT á markað í Bandaríkjunum, Viðmælendur Heimildarinnar hafa sagt að slíkt fyrirkomulag gæti liðkað fyrir því að íslenskir lífeyrissjóðir, sem eru stórir hluthafar í Marel, séu tilbúnir að gangast að tilboðinu. Ástæðan er sú að Marel er einstakt félag á íslenskum hlutabréfamarkaði, með umfangsmikil alþjóðleg viðskipti og mikla stækkunarmöguleika. Flest önnur félög á markaðnum eru fyrirtæki sem voru endurskipulögð af bönkum eftir bankahrunið og þeir losuðu svo um eignarhald þeirra með skráningu á markað. Þorri þeirra keppa á innlendum fákeppnismörkuðum og hafa litla eða enga möguleika á því að vaxa erlendis. Lífeyrissjóðirnir vilja ekki missa Marel, sem hefur oftast nær verið verðmætasta skráða félag landsins, af markaði vegna þess að það þrengir mjög að möguleikum þeirra til fjárfestingar innanlands. Auk þess myndi afskráning Marels draga úr fjölbreytni og dýpt á íslenska hlutabréfamarkaðnum. 

Eyrir Invest selur engum öðrum

Stærsti eigandi Marel er Eyrir Invest sem á tæplega fjórðungshlut í Marel. Þangað til fyrir skemmstu áttu feðgarnir Þórður Magnússon og Árni Oddur Þórðarson 38,5 prósent í Eyri Invest. Arion banki framkvæmdi hins vegar veðkall á lánum til Árna Odds í lok október og leysti til sín hluta af eignum feðganna. Það veðkall leiddi til afsagnar Árna Odds sem forstjóra Marels, en því starfi hafði hann gegnt í áratug. Feðgarnir eru þó áfram sem áður langstærstu eigendur Eyris Invest.

Árni Oddur, sem var um tíma í greiðslustöðvun á meðan að unnið var úr hans málum, hefur átt beina aðkomu að aðkomu JBT að mögulegum kaupum á Marel. Hann kom að málinu sem ólaunaður ráðgjafi og Eyrir Invest hefur gert samkomulag við JBT um stuðning við yfirtökuna. 

Í nýju tilkynningunni til Kauphallar, sem birt var í nótt, kemur fram að sá stuðningur sé enn í gildi. Í honum felst að Eyrir Invest mun ekki ganga til viðræðna við aðra en JBT um sölu á hlutafjár Eyris í Marel. 

Eftir að síðasta yfirlýsing um mögulegt tilboð, þeirri sem stjórn Marel hafnaði, var gerð opinber rauk virði Marel upp. Frá lægsta punkti, sem var 9. nóvember, og fram í byrjun desember hækkaði markaðsvirðið um 30 prósent. Það fór úr 252 milljörðum króna í 321 milljarð króna, og hækkaði þar með um 69 milljarða króna. 

Miðað við það verð sem gert er ráð fyrir að JBT greiði samkvæmt uppfærðu yfirlýsingunni sem birt var í nótt þá hefur markaðsvirði Marel hækkað um 134 milljarða króna á rúmum mánuði. 

Það er þó langt frá þeim stað sem það var þegar verðið var sem hæst. Í byrjun árs 2022 var markaðsvirði félagsins til að mynda 664 milljarða króna.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
„Ég var bara glæpamaður“
6
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár