Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lögreglumaðurinn sem þóttist vera blaðamaður laus allra mála

Lög­reglu­mað­ur­inn Gísli Jök­ull Gísla­son villti á sér heim­ild­ir þeg­ar hann reyndi að kom­ast að því hver stóð að baki list­gjörn­ingi þar sem namib­íska þjóð­in var beð­in af­sök­un­ar á fram­göngu Sam­herja þar í landi. Lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vís­aði máli Gísla Jök­uls til rann­sókn­ar hjá embætti hér­aðssak­sókn­ara þar sem hún var sið­an felld nið­ur.

Lögreglumaðurinn sem þóttist vera blaðamaður laus allra mála
Sendi tölvupóst Gísli Jökull vissi ekki hver var viðtakandinn þegar hann sendi tölvupóst og þóttist vera frílans blaðamaður. Mynd: mbl/Júlíus Sigurjónsson

Embætti héraðssaksóknara hefur fellt niður rannsókn á máli lögreglumannsins Gísla Jökuls Gíslasonar sem þóttist vera sjálfstætt starfandi blaðamaður þegar hann reyndi að komast að því hver stóð að baki gjörningnum „We´re Sorry“ í vor. Hann villti þannig á sér heimildir þegar hann sendi tölvupósta á Odd Eystein Friðriksson, sem þekktur er undir listamannsnafninu Odee. Verkið var útskriftarverkefni hans frá Listaháskóla Íslands.

Gísli Jökull staðfesti í samtali við Heimildina í júlí að hann hefði hvorki aflað heimildar yfirmanna sinna áður en hann sendi umrædda tölvupósta, né hefði hann skráð samskiptin í málaskrá lögreglu, LÖKE

Þegar blaðamaður Heimildarinnar hafði samband við Gísla Jökul til að ræða við hann um niðurfellingu embættis héraðssaksóknara á rannsókninni sagði hann: „Ég hef ekki lyst á að tala við Heimildina“ áður en hann lagði á.

Dulbúinn gjörningur

Í maímánuði greindi Heimildin frá því að Gísli Jökull sendi tölvupóstana eftir …

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár