Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Zelensky þakkar fyrir ekkert og Úkraína án frekari stuðnings Bandaríkjanna

„Stærsta jóla­gjöf­in til Pútíns,“ seg­ir Joe Biden Banda­ríkja­for­seti. Til­raun Zelen­skys Úkraínu­for­seta til að öðl­ast stuðn­ing Re­públi­kana mistókst.

Volodymyr Zelensky Forseti Úkraínu var jákvæður eftir fund sinn með forseta og þingi Bandaríkjanna, þrátt fyrir að hafa mætt synjun Repúblikana á frekari fjárstuðningi Bandaríkjanna.

Forseti Úkraínu, Volodymyr Zelensky, var bjartsýnn í tali í gær þegar hann stóð við hlið Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, og þakkaði fyrir stuðning beggja flokka á Bandaríkjaþingi. Veruleikinn er þó öllu dekkri, þar sem Zelensky fór bónleiður til búðar. Repúblikanar tóku í hendur Úkraínuforseta og fögnuðu honum en andstöðu þeirra varð ekki þó hnikað. Sú andstaða felldi frumvarp í síðustu viku sem átti að heimila bandarískum stjórnvöldum 110,5 milljarða bandaríkjadala í aukinn fjárstuðning til Úkraínu.

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að andstaða Repúblikana yrði „stærsta jólagjöfin sem þeir gætu mögulega gefið Pútín“. „Úkraína mun koma frá þessu stríði stolt, frjáls og vestræn, nema við snúum baki við henni,“ sagði hann. Áætlað er að fjárstuðningur Bandaríkjanna við Úkraínu verði uppurinn við lok þessa árs. Biden hefur tryggt 200 milljóna dala framlag sem felst fyrst og fremst í skotfærum. Í lok þessarar viku fara þingmenn í jólafrí.

Ákvörðunin kemur í lok …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gudmundur Einarsson skrifaði
    Með „stærstu jólagjöfinni sem þeir gætu mögulega gefið Pútín“ hafa repúblikanar Maga keypt sér áskrift að næsta Pearl Harbour, 9/11 eða einhverju sambærilegu. Í raun ætti nú að vera árið 12 EBL, (eftir bin Laden). Honum tókst það sem hann einsetti sér. Dýpka gjána milli austurs og vesturs, norðurs og suðurs. Gleðileg jól.
    1
  • LGL
    Lars Gunnar Lundsten skrifaði
    Að mér skilst hafi Sauli Niinistö forseti setið fundinn af hálfu Finna en ekki forsætisráðherra eins og segir í greininni.
    0
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Rússar eru svosem ekkert að sigra Úkraínu en þeir virðast vera að vinna Vesturlönd. Það er alltaf verið að segja að Rússar vilji eyðileggja ,"the ruel based world order" ég held að innrásin í Úkraínu hafi orðið vegna þess að það fyrirbæri var hrunið áður, Rússar eru bara að reka síðasta naglann. En án reglu þá getur bara orðið óreiða og upplausn og ég held að það sé það ástand sem við erum að fara inn í. Svo er bara spurning hvort við eigum eftir að rata út úr því ástandi, en það er hætt við því að það eigi eftir að kosta mörg líf.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár