Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Zelensky þakkar fyrir ekkert og Úkraína án frekari stuðnings Bandaríkjanna

„Stærsta jóla­gjöf­in til Pútíns,“ seg­ir Joe Biden Banda­ríkja­for­seti. Til­raun Zelen­skys Úkraínu­for­seta til að öðl­ast stuðn­ing Re­públi­kana mistókst.

Volodymyr Zelensky Forseti Úkraínu var jákvæður eftir fund sinn með forseta og þingi Bandaríkjanna, þrátt fyrir að hafa mætt synjun Repúblikana á frekari fjárstuðningi Bandaríkjanna.

Forseti Úkraínu, Volodymyr Zelensky, var bjartsýnn í tali í gær þegar hann stóð við hlið Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, og þakkaði fyrir stuðning beggja flokka á Bandaríkjaþingi. Veruleikinn er þó öllu dekkri, þar sem Zelensky fór bónleiður til búðar. Repúblikanar tóku í hendur Úkraínuforseta og fögnuðu honum en andstöðu þeirra varð ekki þó hnikað. Sú andstaða felldi frumvarp í síðustu viku sem átti að heimila bandarískum stjórnvöldum 110,5 milljarða bandaríkjadala í aukinn fjárstuðning til Úkraínu.

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að andstaða Repúblikana yrði „stærsta jólagjöfin sem þeir gætu mögulega gefið Pútín“. „Úkraína mun koma frá þessu stríði stolt, frjáls og vestræn, nema við snúum baki við henni,“ sagði hann. Áætlað er að fjárstuðningur Bandaríkjanna við Úkraínu verði uppurinn við lok þessa árs. Biden hefur tryggt 200 milljóna dala framlag sem felst fyrst og fremst í skotfærum. Í lok þessarar viku fara þingmenn í jólafrí.

Ákvörðunin kemur í lok …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gudmundur Einarsson skrifaði
    Með „stærstu jólagjöfinni sem þeir gætu mögulega gefið Pútín“ hafa repúblikanar Maga keypt sér áskrift að næsta Pearl Harbour, 9/11 eða einhverju sambærilegu. Í raun ætti nú að vera árið 12 EBL, (eftir bin Laden). Honum tókst það sem hann einsetti sér. Dýpka gjána milli austurs og vesturs, norðurs og suðurs. Gleðileg jól.
    1
  • LGL
    Lars Gunnar Lundsten skrifaði
    Að mér skilst hafi Sauli Niinistö forseti setið fundinn af hálfu Finna en ekki forsætisráðherra eins og segir í greininni.
    0
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Rússar eru svosem ekkert að sigra Úkraínu en þeir virðast vera að vinna Vesturlönd. Það er alltaf verið að segja að Rússar vilji eyðileggja ,"the ruel based world order" ég held að innrásin í Úkraínu hafi orðið vegna þess að það fyrirbæri var hrunið áður, Rússar eru bara að reka síðasta naglann. En án reglu þá getur bara orðið óreiða og upplausn og ég held að það sé það ástand sem við erum að fara inn í. Svo er bara spurning hvort við eigum eftir að rata út úr því ástandi, en það er hætt við því að það eigi eftir að kosta mörg líf.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ekki bara beinbrot og skurðir heldur líka bráð andleg veikindi
2
Á vettvangi

Ekki bara bein­brot og skurð­ir held­ur líka bráð and­leg veik­indi

Aukn­ing í kom­um fólks með and­lega van­líð­an veld­ur áskor­un­um á bráða­mót­töku. Skort­ur á rými og óhent­ugt um­hverfi fyr­ir við­kvæma sjúk­linga skapa erf­ið­leika fyr­ir heil­brigð­is­starfs­fólk. „Okk­ur geng­ur svo sem ágæt­lega en svo er það bara hvað tek­ur við. Það er flók­ið,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á bráða­mót­tök­unni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár