Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Háttsettur lögreglumaður snýr aftur þrátt fyrir að hafa sýnt lögreglukonu ofbeldisfulla hegðun

Hátt­sett­ur lög­reglu­mað­ur hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu áreitti lög­reglu­konu mán­uð­um sam­an og sýndi henni of­beld­is­fulla hegð­un. Hann var sett­ur í tíma­bund­ið leyfi vegna máls­ins en er nú snú­inn aft­ur til vinnu og starfar á skrif­stofu lög­reglu­stjóra. Kon­an ósk­aði eft­ir flutn­ingi og er kom­in á aðra starfs­stöð. Hún hafi eng­an stuðn­ing feng­ið frá yf­ir­stjórn lög­regl­unn­ar.

Háttsettur lögreglumaður snýr aftur þrátt fyrir að hafa sýnt lögreglukonu ofbeldisfulla hegðun
Þegar lögreglumaðurinn og lögreglukonan unnu saman hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var sameignleg starfsstöð þeirra við Hverfisgötu í Reykjavík. Mynd: Golli

Einn af æðstu embættismönnum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var settur í tímabundið leyfi fyrr á þessu ári. Upplýsingafulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfesti við Heimildina í dag að maðurinn væri kominn aftur til starfa. Eitt af því sem var til skoðunar áður en hann fór í leyfi var ákvörðun hans um að taka kvenkyns undirmann sinn úr fyrirhugaðri aðgerð hjá embættinu án faglegrar ástæðu.

„Stöðug skilaboð í gegn um samfélagsmiðla, stundum marga tugi á einni helgi“

RUV greindi frá því í kvöld að maðurinn hafi áreitt lögreglukonuna og sýnt henni ofbeldisfulla hegðun. Hann hafi valdið henni mikilli vanlíðan og ótta, auk þess sem valdaójafnvægið hafi verið mikið en hann var ekki aðeins í valdameiri stöðu en hún heldur er hann um þrjátíu árum eldri. Þá hafi hann þvingað hana til að taka á móti sér á heimili hennar seint að kvöldi, setið fyrir henni í vinnunni og „sendi henni stöðug skilaboð í gegn um samfélagsmiðla, stundum marga tugi á einni helgi,“ að því er kom fram í Kastljósi.

Engin stuðningur frá yfirstjórn

Sálfræðistofa var fengin til að skoða málið eftir að konan lagði fram kvörtun vegna háttsemi mannsins. Af tólf atvikum sem þar voru skoðuð þóttu tíu falla undir skilgreiningu á ofbeldi. Samkvæmt heimildum RUV hefur yfirstjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ekki sýnt konunni neinn stuðning vegna málsins, hvorki Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri né undirmenn hennar. Konan óskaði eftir flutningi í starfi og er nú kominn á aðra starfsstöð.

Í umfjölluninni kom ennfremur fram að mikil óánægja væri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu með hvernig tekið var á málinu. Halla Bergþóra neitaði að veita Kastljósi viðtal vegna málsins.

Neitaði fyrir leyfi mannsins

Blaðamaður Heimildarinnar hafði samband við Höllu Bergþóru í haust með fyrirspurn um hvort umræddur lögreglumaður væri kominn í leyfi en hún sagði það rangt. Nokkrum dögum síðar birtist frétt á öðrum miðli um að maðurinn væri sannarlega kominn í leyfi. Þegar blaðamaður Heimildarinnar spurði kynningarfulltrúa embættisins út í svörin sem höfðu fengist frá Höllu Bergþóru stuttu áður sagði hann að maðurinn hafi sannarlega verið í leyfi en lögreglustjóri hafi verið að að vísa til þess að umræddum starfsmanni hafi ekki verið veitt lausn frá embætti.

Þá var vísað til þess að þetta sé ekki eina málið sem mikil óánægja sé innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu með hvernig tekið hafi verið á, og rifjuð upp frétt Heimildarinnar frá því á föstudag um að þrjár starfskonur embættisins hafi pantað þjónustu strippara í fræðsluferð til Auschwitz í síðasta mánuði.

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár