Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Starfskonur íslensku lögreglunnar pöntuðu strippara í fræðsluferð til Auschwitz

Þrjár starfs­kon­ur hjá embætti lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu pönt­uðu þjón­ustu karl­kyns stripp­ara þeg­ar þær voru í fræðslu­ferð um hat­ursáróð­ur á veg­um mennta- og starfs­þró­un­ar­set­urs lög­regl­unn­ar í síð­asta mán­uði. „Mál­ið er lit­ið al­var­leg­um aug­um,“ seg­ir kynn­ing­ar­full­trúi lög­regl­unn­ar.

Starfskonur íslensku lögreglunnar pöntuðu strippara í fræðsluferð til Auschwitz

„Ég get staðfest að mál starfsmanna hjá embættinu eru til skoðunar vegna háttsemi í vinnuferð erlendis í síðasta mánuði,“ segir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Málið er litið alvarlegum augum enda eru ríkar kröfur gerðar til starfsmanna embættisins um að vera til fyrirmyndar í hvívetna,“ segir hann. 

Uppákoma í fræðsluferð um hatursglæpi

Málið sem um ræðir snýst um uppákomu sem átti sér stað í fræðsluferð íslenskra lögreglumanna og saksóknara lögregluembætta til Póllands dagana 7.-11. nóvember. Námskeiðið var haldið á vegum mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, sem heyrir undir ríkislögreglustjóra, og voru þar fulltrúar ýmissa lögregluembætta á landinu. 

Yfirskrift námskeiðsins var „Hatursglæpir - uppgangur öfgaafla“ og var haldið í bænum Auschwitz. Þar voru stærstu fanga- og útrýmingarbúðir nasista í seinni heimsstyrjöldinni og var einn dagur tileinkaður útrýmingarbúðunum þar sem farið var í skoðunarferð. 

Deildu myndum á Snapchat

Eitt kvöldið þegar þátttakendur á námskeiðinu fóru út á lífið ákváðu þrjár konur, sem allar starfa hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að panta þjónustu karlkyns strippara og koma þannig á óvart öðrum þátttakendum á námskeiðinu sem voru með þeim þetta kvöld. Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar tóku konurnar fjölda mynda þetta kvöld og deildu í lokuðum hópi á samfélagsmiðlinum Snapchat. 

Uppákoman lagðist misvel í viðstadda. Þá mun vera mikil ólga vegna málsins innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Tjá sig ekki frekar

Gunnar Rúnar vildi ekki staðfesta hvort einhverjar þessarra kvenna hefðu verið áminntar eða settar í tímabundið leyfi frá störfum vegna málsins, né hvort um brot á siðareglum væri að ræða en konurnar voru í ferðinni á vegum vinnuveitenda síns. 

Að sögn Gunnars Rúnars getur embættið ekki tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna umfram það sem haft er eftir honum í upphafi fréttarinnar. 

Skulu ekki varpa rýrð á starfið

Í mannauðsstefnu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að „Starfsmenn lögreglu skulu gæta þess að aðhafast ekkert í starfi sínu eða utan þess sem getur orðið þeim til vanvirðu eða álitshnekkis eða varpað getur rýrð á það starf sem þeir vinna.“

Í kafla um samskipti segir að áhersla sé „lögð á samheldni, traust og góðan starfsanda. Einelti, kynferðisleg og kynbundin áreitni og önnur óviðeigandi hegðun er litin alvarlegum augum og hún ekki liðin.“

Þjóni samfélaginu af heiðarleika

Í siðareglum lögreglunnar segir meðal annars: „Í starfi lögreglu er áhersla lögð á góða siði og starfsmenn skulu vera áreiðanlegir og starfsamir fagmenn. Þeir geta því aðeins vænst trausts og virðingar vegna starfa sinna að þeir framkvæmi hlutverk lögreglu með það að leiðarljósi að þjóna samfélaginu af heiðarleika, hlutlægni, réttsýni, nærgætni, trúmennsku, þagmælsku og þekkingu.“

Undir siðareglurnar heyrir starfsfólk lögreglu, ríkislögreglustjóri, aðstoðarríkislögreglustjóri, lögreglustjórar, aðstoðarlögreglustjórar, skólastjóri Lögregluskóla ríkisins, löglærðir fulltrúar lögreglustjóra, lögreglumenn og annað starfslið lögreglu auk saksóknara við embætti lögreglustjóra.

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (8)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • ÞTÞ
  Þóroddur Tryggvi Þórhallsson skrifaði
  Skil ég það rétt að þetta hafi ekki verið lögreglukonur ?
  0
 • Thordis Malmquist skrifaði
  Sorglegt í meira lagi, þetta fólk er ráðið til að gæta og vernda, fara í erfið verkefni þar sem mannlífð hefur farið úr skorðum og börn eiga undir högg að sækja. Svo sýnir þessi litli minnihluti svakalegan dómgreindarbrest og undarlegt hugarfar. Finn þeim þetta virkilega í lagi, að kaupa sér karlstrippara, ekkert skárra en karlar að kaupa sér konur til að horfa á með lítilli virðingu og vafasamt hugarfar. Æ það er óbragð af þessu öllu.
  0
 • Thordis Thordardottir skrifaði
  óköp er að vita að fræðsla um hatursorðræðu skuli ekki hafa skilað sér til þessara kvenna. Voru þær kannski í símanum allan tímann? Í besta falli er þetti merki um dómgreindarskort en í versta falli merki um að misbeita valdi.
  1
 • Óskar Þór Árnason skrifaði
  Ekkert má nú lengur!!
  0
 • Þorsteinn V. Sigurðsson skrifaði
  Það verður að reka þessar graðkerlingar strax svo þær skemmi ekki út frá sér ágætt starf lögreglunnar.
  -2
 • HR
  Heida Rafnsdottir skrifaði
  Hmmm, mættu kannski hafa notað orðið "starfsfólk"? Soldið andfeminisk nálgun í frettatitli, burtséð frá efninu og mikilvægi þess. Orðið "starfskarlar" hef eg ekki heyrt notað að mig minnir. Að vera kona í starfi hjá lögreglu hefur ekki aðra merkingu en að vera karl i starfi hjá lögreglu :/
  -1
  • Guðjon Eiríksson skrifaði
   Hmmm...
   Það er hluti af fréttinni að konur pöntuðu sér karlfatafellur.
   Fréttin hefði verið að mörgu leyti áhugaverðari ef karl löggur hefðu pantað sér karlstrippara🤭
   3
  • Birgir Hauksson skrifaði
   Ég tel að karl starfsmenn hefðu aldrei vogað sér svona háttsemi í dag.
   Það er kannski merki um góða kvenréttinda baráttu undanfarið að konurnar þarna voru öruggar með sig og sáu ekki tviskinnunginn og hræsnina.
   En mín vegna er þetta allt í góðu lagi.
   0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sema segir engar mútur hafa verið greiddar – Ráðamenn reyni að sverta mannorð sjálfboðaliða
5
FréttirFöst á Gaza

Sema seg­ir eng­ar mút­ur hafa ver­ið greidd­ar – Ráða­menn reyni að sverta mann­orð sjálf­boða­liða

Stofn­andi og for­seti Solar­is, sem hef­ur unn­ið að því að koma dval­ar­leyf­is­höf­um frá Gaza til Ís­lands, seg­ir það „gjör­sam­lega sturl­að“ að fylgj­ast með ráð­herr­um í rík­is­stjórn Ís­lands, stofn­un­um og þing­fólki sem ýji ít­rek­að að því að hún og aðr­ir sjálf­boða­lið­ar séu að brjóta af sér „og jafn­vel fremja lög­brot í við­leitni okk­ar til að koma fólki und­an þjóð­ern­is­hreins­un­um.“
Viðskiptavild helmingurinn af 5,5 milljarða kaupum Kviku af hluthöfum bankans
6
Viðskipti

Við­skipta­vild helm­ing­ur­inn af 5,5 millj­arða kaup­um Kviku af hlut­höf­um bank­ans

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika, sem er með­al ann­ars í eigu líf­eyr­is­sjóða, keypti meiri­hluta í bresku fast­eigna­veð­lána­fyr­ir­tæki ár­ið 2022. Fyr­ir­tæk­ið var áð­ur í eigu for­stjóra Kviku, Ár­manns Þor­valds­son­ar, sem starf­aði þar í nokk­ur ár. Þeir sem seldu Kviku fyr­ir­tæk­ið voru með­al ann­ars stærsti einka­að­il­inn í hlut­hafa­hópi bank­ans, Stoð­ir. FME hef­ur áð­ur sekt­að Kviku út af við­skipt­um sem tengj­ast Ort­us. Kvika seg­ir ekk­ert at­huga­vert við við­skipt­in og að hlut­laust­ir ut­an­að­kom­andi sér­fræð­ing­ar hafi kom­ið að þeim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
1
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
2
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
5
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
6
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
8
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
2
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
3
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
5
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
7
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár