Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Verðbætur hækkuðu námslán um 33 milljarða á tveimur árum

Náms­lán hækk­uðu að með­al­tali um hálfa millj­ón króna vegna verð­bólgu á ár­un­um 2021 og 2022.

Verðbætur hækkuðu námslán um 33 milljarða á tveimur árum
Áhyggjulaus Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir telur enga ástæðu til að grípa til aðgerða vegna þess að höfuðstóll námslána hafi hækkað mikið, enda haldist greiðslubyrði þorra þeirra eins. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Meðalskuld þess sem skuldaði námslán hækkaði um 150 þúsund krónur árið 2021 og um 350 þúsund krónur í fyrra vegna aukinnar verðbólgu. Alls hækkuðu námslánin um 11,3 milljarða króna vegna verðbóta sem lögðust á höfuðstól þeirra á árinu 2021 og um 21,9 milljarða króna á árinu 2022, eða samtals um 33,2 milljarða króna. Þetta kom fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn Gísla Rafns Ólafssonar, þingmanns Pírata, um málið. 

Í ársreikningi Menntasjóðs námsmanna vegna ársins 2022 kemur fram að heildarumfang útlána hans fyrir varúðarfærslu á afskriftarreikning var um 268 milljarðar króna um síðustu áramót. Því nema verðbæturnar sem bættust við á höfuðstólinn á tveimur árum um 12,4 prósent af heildarskuldum lántakenda við sjóðinn. Búast má við því að umtalsverðar viðbótarverðbætur hafi bæst við á árinu 2023, enda verðbólga haldist há og stendur enn í átta prósentum. 

268
milljarðar króna
Heildarumfang námslána um síðustu áramót.

Áslaug …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Þótt námslán og önnur lán hafi hækkað í krónum talið, er raunveruleikinn sá, að það er krónan sem hefur rýrnað, en lánin haldið verðgildi sínu.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár