Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Verðbætur hækkuðu námslán um 33 milljarða á tveimur árum

Náms­lán hækk­uðu að með­al­tali um hálfa millj­ón króna vegna verð­bólgu á ár­un­um 2021 og 2022.

Verðbætur hækkuðu námslán um 33 milljarða á tveimur árum
Áhyggjulaus Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir telur enga ástæðu til að grípa til aðgerða vegna þess að höfuðstóll námslána hafi hækkað mikið, enda haldist greiðslubyrði þorra þeirra eins. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Meðalskuld þess sem skuldaði námslán hækkaði um 150 þúsund krónur árið 2021 og um 350 þúsund krónur í fyrra vegna aukinnar verðbólgu. Alls hækkuðu námslánin um 11,3 milljarða króna vegna verðbóta sem lögðust á höfuðstól þeirra á árinu 2021 og um 21,9 milljarða króna á árinu 2022, eða samtals um 33,2 milljarða króna. Þetta kom fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn Gísla Rafns Ólafssonar, þingmanns Pírata, um málið. 

Í ársreikningi Menntasjóðs námsmanna vegna ársins 2022 kemur fram að heildarumfang útlána hans fyrir varúðarfærslu á afskriftarreikning var um 268 milljarðar króna um síðustu áramót. Því nema verðbæturnar sem bættust við á höfuðstólinn á tveimur árum um 12,4 prósent af heildarskuldum lántakenda við sjóðinn. Búast má við því að umtalsverðar viðbótarverðbætur hafi bæst við á árinu 2023, enda verðbólga haldist há og stendur enn í átta prósentum. 

268
milljarðar króna
Heildarumfang námslána um síðustu áramót.

Áslaug …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Þótt námslán og önnur lán hafi hækkað í krónum talið, er raunveruleikinn sá, að það er krónan sem hefur rýrnað, en lánin haldið verðgildi sínu.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár