Fyrri mynd:
Hver er konan?
Seinni mynd:
Hvaða íþrótt eru stúlkurnar á myndinni að stunda?
Almennar spurningar:
1. Hver var faðir Fenrisúlfs í norrænu goðafræðinni?
2. Hver gaf í fyrra út plötuna Donda og þar áður plötuna Jesus Is King?
3. Síldarvinnslan er stórt og mikið fiskveiði- og vinnslufyrirtæki. Í hvaða þéttbýlisstað er það upprunnið?
4. En fyrirtækið Vinnslustöðin?
5. Í hvaða landi (ekki ríki) fæddist Jósef Stalín?
6. Hvert var hans rétta ættarnafn?
7. Kasper og Jónatan áttu bróður. Hann hét ... hvað?
8. Hvað heitir vinsælt barnaefni sem fjallar um tíu ára strák og allmarga dugmikla hunda hans?
9. Hvað heitir höfuðborgin í Serbíu?
10. Við hvaða fljót stendur sú höfuðborg?
11. Hver var kallaður járnkanslarinn?
12. En hver var nefnd járnfrúin?
13. Járnhertoginn – The Iron Duke – var herforingi einn kallaður. Undir hvaða nafni er hann þekktastur?
14. Iron Man er vinsæl ofurhetja í kvikmyndum síðustu 15 árin. Hvað heitir persónan sem stundum tekur á sig gervi Iron Man og leikinn er af Robert Downey?
15. Í hvaða þremur íþróttagreinum er keppt í eiginlegri Iron Man keppni?
Athugasemdir (1)