Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spurningaþraut 22. desember 2023

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 22. des­em­ber.

Spurningaþraut 22. desember 2023

Fyrri mynd:

Hver er konan?

Seinni mynd:

Hvaða íþrótt eru stúlkurnar á myndinni að stunda?

Almennar spurningar: 

1.  Hver var faðir Fenrisúlfs í norrænu goðafræðinni?

2.  Hver gaf í fyrra út plötuna Donda og þar áður plötuna Jesus Is King?

3.  Síldarvinnslan er stórt og mikið fiskveiði- og vinnslufyrirtæki. Í hvaða þéttbýlisstað er það upprunnið?

4.   En fyrirtækið Vinnslustöðin?

5.  Í hvaða landi (ekki ríki) fæddist Jósef Stalín?

6.  Hvert var hans rétta ættarnafn?

7.  Kasper og Jónatan áttu bróður. Hann hét ... hvað?

8.  Hvað heitir vinsælt barnaefni sem fjallar um tíu ára strák og allmarga dugmikla hunda hans?

9.  Hvað heitir höfuðborgin í Serbíu?

10.  Við hvaða fljót stendur sú höfuðborg?

11.  Hver var kallaður járnkanslarinn?

12.  En hver var nefnd járnfrúin?

13.  Járnhertoginn – The Iron Duke – var herforingi einn kallaður. Undir hvaða nafni er hann þekktastur?

14.  Iron Man er vinsæl ofurhetja í kvikmyndum síðustu 15 árin. Hvað heitir persónan sem stundum tekur á sig gervi Iron Man og leikinn er af Robert Downey?

15.  Í hvaða þremur íþróttagreinum er keppt í eiginlegri Iron Man keppni?


Svör:
1.  Loki.  —  2.  Kanye West.  —  3.  Neskaupstað.  —  4.  Vestmannaeyjum.  —  5.  Georgíu.  —  6.  Djúgasvíli.  —  7.  Jesper.  —  8.  Paw Patrol, Hvolpasveitin.  —  9.  Belgrad.  —  10.  Dóná.  —  11. Bismarck.  —  12.  Margaret Thatcher.  —  13.  Wellington lávarður.  —  14.  Tony Stark.  —  15.  Hjólreiðum, sundi og hlaupum.
Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Wallis Simpson, öðru nafni hertogaynjan af Windsor. Stúlkurnar á seinni myndinni eru að spila blak.
Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SV
    Sigurjón Vilhjálmsson skrifaði
    Arthur Wellesley var hertoginn af Wellington; ekki lávarður.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Konum fjölgar sem óttast um líf sitt
5
Úttekt

Kon­um fjölg­ar sem ótt­ast um líf sitt

Úr­ræða­leysi rík­ir hér á landi gagn­vart því að tryggja ör­yggi kvenna á heim­il­um sín­um og stjórn­völd draga lapp­irn­ar, seg­ir Linda Dröfn Gunn­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Kvenna­at­hvarfs­ins, sem var á lista BBC yf­ir 100 áhrifa­mestu kon­ur í heimi. Kon­um sem leita í at­hvarf­ið hef­ur fjölg­að. Oft gera þær lít­ið úr of­beld­inu og áfell­ast sig, en lýsa síð­an hryll­ingi inni á heim­il­inu. „Sjálfs­ásök­un­in sit­ur oft lengst í þeim.“
Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
6
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár