Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ingó veðurguð sendir annarri konu kröfu

Ingólf­ur Þór­ar­ins­son, bet­ur þekkt­ur sem tón­list­ar­mað­ur­inn Ingó veð­ur­guð, sendi á dög­un­um kröfu­bréf til konu sem lét niðr­andi um­mæli um hann falla á net­inu ár­ið 2022. Sú sem fékk kröf­una seg­ir að hún hafi vilj­að sýna stuðn­ing við þo­lend­ur með um­mæl­un­um. Lög­mað­ur hans úti­lok­ar ekki að fleiri slík bréf verði send í fram­tíð­inni.

Ingó veðurguð sendir annarri konu kröfu
Kröfubréf Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hefur verið duglegur að senda fólki kröfubréf fyrir að halda því fram að hann sé ofbeldismaður.

Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Ingó veðurguð, sendi á dögunum kröfubréf til konu sem lét ummæli um hann falla á netinu árið 2022. Þetta staðfestir Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Ingólfs, í samtali við Heimildina. Hún segir ekki loku fyrir það skotið að fleiri kröfur verði sendar á hendur fólki fyrir að hafa tjáð sig um Ingólf á samfélagsmiðlum með meiðandi hætti.

„Hann ætlar ekki að sitja undir því að vera sakaður um að nauðga konum og beita ofbeldi,“ segir hún. Í kröfubréfinu var farið fram á að ummælin væru leiðrétt eða afturkölluð og beðist afsökunar á þeim. Ingólfur krefur konuna um greiðslu 250 þúsund króna í miskabætur og til viðbótar 150 þúsund króna í lögmannskostnað, ellegar áskilji hann sér rétt til að fara fram á „fullar miskabætur honum til handa sem og málskostnað“.

Auður tekur fram að þetta sé ekki herför gegn neinum og segist vona að hægt verði að ná samkomulagi við þá stefndu svo málið endi ekki fyrir dómi. „Það er náttúrulega það sem við vildum helst vilja.“ Ekki er ljóst hvað myndi felast í slíku samkomulagi, en ef marka má kröfurbéf er það að viðkomandi biðji Ingólf afsökunar, dragi ummæli til baka og greiði miskabætur.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SA
    Sigurgeir Arnarson skrifaði
    Í mínum huga er Ingólfur ekkert annað en siðlaust kvenfyrirlitningargrey
    2
  • SJ
    Svala Jónsdóttir skrifaði
    Ætlar hann að hafa þetta að féþúfu, að hafa fé út úr konum sem ætluðu ekki að gera annað en að standa með þolendum ofbeldis?
    2
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Lítil menni,bara pínu pínu pínu lítill kall
    1
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Best er að fara í gjaldþrot í svona málum. Láta Góa sitja uppi með kostnaðinn.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu