Laxeldisfyrirtækið Arnarlax telur sig ekki þurfa að tilkynna Matvælastofnun (MAST) um öll göt sem finnast á sjókvíum fyrirtækisins nema þegar grunur leikur á um að fiskur hafi sloppið út um þau. Þetta kemur fram í eftirlitsskýrslu frá MAST frá því um miðjan nóvember. MAST gagnrýnir Arnarlax fyrir að tilkynna ekki um götin þar sem skýrt er kveðið á um það í reglugerð um fiskeldi í sjó að stofnuninni sé tilkynnt um slíkt frávik. Ríkisstofnunin telur í skýrslunni að um „alvarlegt frávik sé að ræða“.
Eftirlitið sem skýrslan byggir á átti sér stað í Arnarfirði þann 23. október í haust og var skýrslan gerð opinber um miðjan nóvember. Frá því eftirlitið átti sér stað og þar til skýrslan var birt var greint frá stórfelldum laxalúsafaraldri sem olli miklum skakkaföllum hjá bæði Arnarlaxi og Arctic …
Það er ekki lengur hætt að búast við neinu frá ríkisstjórn VG liða , enda bara lýgi og ómerkilegheit þaðan.