Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Pútín hlaut höfðinglegar móttökur

For­seta Rúss­lands var tek­ið opn­um örm­um í Sam­ein­uðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um. Hann sæt­ir lagi eft­ir árás Ham­as á Ísra­el og inn­rás þess síð­ar­nefnda í Gasa í við­leitni til að mynda mót­vægi við Vest­ur­lönd.

Pútín og Al Nahyan Forsetar Rússlands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna skeggræða.

Vel var tekið á móti Vladimír Pútín við komu hans til Abu Dhabi í dag. Orrustuþotur Sameinuðu arabísku furstadæmanna flugu sýningarflug með reyk í rússnesku fánalitunum og haldin var skrúðganga hermanna til að fagna heimsókn Rússlandsforseta til landsins. Heimsóknin er liður í tilraunum stjórnvalda í Kreml til að koma Rússlandi aftur til áhrifa á alþjóðavettvangi með því að hlúa að mögulegum bandalögum við ríki í Mið-Austurlöndum.

Tvíhliða umræður munu eiga sér stað á milli Pútíns og forseta Sameinuðu arabísku furstadæmanna, Mohamed bin Zayed Al Nahyan, um stöðuna á Gasa og í Úkraínu. Því næst heldur Pútín til Sádi-Arabíu og síðar í vikunni heldur hann fund með Ebrahim Raisi, forseta Írans, í Moskvu.

Vladimír Pútín og Mohamed bin Zayed Al NahyanForsetar Rússlands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna skeggræða.

Forseti Rússlands virðist hafa séð sér leik á borði í kjölfar árásar Hamas á Ísrael 7. október sem hóf þessa nýju …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár