Vel var tekið á móti Vladimír Pútín við komu hans til Abu Dhabi í dag. Orrustuþotur Sameinuðu arabísku furstadæmanna flugu sýningarflug með reyk í rússnesku fánalitunum og haldin var skrúðganga hermanna til að fagna heimsókn Rússlandsforseta til landsins. Heimsóknin er liður í tilraunum stjórnvalda í Kreml til að koma Rússlandi aftur til áhrifa á alþjóðavettvangi með því að hlúa að mögulegum bandalögum við ríki í Mið-Austurlöndum.
Tvíhliða umræður munu eiga sér stað á milli Pútíns og forseta Sameinuðu arabísku furstadæmanna, Mohamed bin Zayed Al Nahyan, um stöðuna á Gasa og í Úkraínu. Því næst heldur Pútín til Sádi-Arabíu og síðar í vikunni heldur hann fund með Ebrahim Raisi, forseta Írans, í Moskvu.
Forseti Rússlands virðist hafa séð sér leik á borði í kjölfar árásar Hamas á Ísrael 7. október sem hóf þessa nýju …
Athugasemdir