Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fyrrum húsnæði áfangaheimilsins Betra Líf auglýst til sölu

Ný­lega birt­ist aug­lýs­ing þar sem aug­lýst er til sölu hús­næði sem hýsti áð­ur fyrr áfanga­heim­il­ið Betra Líf, sem fór illa í elds­voða fyrr á þessu ári. Fimm voru flutt­ir á slysa­deild í kjöl­far brun­ans. Í aug­lýs­ing­unni kem­ur fram að bruna­varn­ir séu í góðu ástandi og að 33 her­bergi hús­næð­is­ins séu kjör­inn til út­leigu.

Fyrrum húsnæði áfangaheimilsins Betra Líf auglýst til sölu
Herbergi í Vatnagörðum 18 Áfangaheimilið Betra Líf leigði herbergi í Vatnagörðum út til flóttamanna og einstaklinga í fíkniefnaneyslu Mynd: Heiða Helgadóttir

Húsnæði sem áður hýsti áfangaheimilið Betra Líf, sem brann 17. febrúar á þessu ári með þeim afleiðingum að fimm voru fluttir á slysadeild, hefur verið auglýst til sölu. Fasteignasalan Miklaborg birti nýlega auglýsingu þar sem auglýst er til sölu fasteign sem nær yfir alla efri hæð Vatnagarða 16-18. 

Heimildin fékk þetta staðfest eftir að hafa sett sig í samband við Þórhall Biering, fasteignasala frá Mikluborg sem auglýsti eignina. Í samtalinu tók hann fram að aðeins hafi kviknað í einu herbergi húsnæðisins og eldurinn hafi ekki breiðst út í önnur herbergi á hæðinni. Þá sagði hann að búið væri að ráðast í miklar endurbætur á húsinu og brunavarnir væru í góðu lagi. Að hans sögn er húsið núna sannkallað „sómahús.“

Í lýsingunni á húsnæðinu kemur fram að um sé að ræða skrifstofuhúsnæði sem innréttað hefur verið sem íbúðarhúsnæði. Þar kemur einnig fram að húsið hafi verið mikið endurbætt og tekið út af Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Eignin er sögð henta vel fyrir herbergja útleigu. Þá er tekið sérstaklega fram að verkfræðistofan Mannvit hafi hannað brunavarnir hússins.

Sem fyrr segir var áfangaheimilið Betra Líf rekið í hluta húsnæðisins, nánar til tekið í Vatnagörðum 18. 27 einstaklingar höfðu búsetu í húsnæðinu þegar eld bar að garði, íbúarnir sem þar höfðu búið einstaklingar sem glímdu við fíknivanda, en húsnæðið var einnig nýtt til þess hýsa sex flóttamenn sem deildu þremur tveggja manna herbergjum. Hvert herbergi var á þeim tíma leigt út fyrir 280 þúsund krónur á mánuði.

Heimildin setti sig í samband við Arnar G. Hjálmtýsson, eiganda Betra Lífs, og spurði hann út í hvað komi til þess að hann hafi ákveðið að selja húsnæðið. „Ég er bara gá að því hvort einhver vilji kaupa, eða leigja þetta reyndar líka til leigu“

Þá segir hann að vegna ákvörðunar borgarinnar um að fella niður styrki til áfangaheimila sem tók gildi 1. apríl 2023, sé rekstrargrundvöllur áfangaheimila brostinn og „fólkið verður bara að hýrast úti í frostinu í vetur. Það eru yfir 400 manns, íslendingar það er, sem eru húsnæðislausir á höfuðborgarsvæðinu“

„fólkið verður bara að hýrast úti í frostinu í vetur.“

Málið rataði á borð slökkviliðsins áður en kviknaði í

Viku fyrir brunann hafði Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu gert úttekt á húsnæðinu og gert athugasemdir við brunavarnir þess. Í frétt Heimildarinnar sem birt var í febrúar var greint frá því að endanleg niðurstaða hafi ekki verið komin í málið og slökkviliðið hafi ekki haft samband við eiganda vegna mögulegra aðgerða áður en kviknaði í. 

Í frétt Morgunblaðsins sem birt var 16. júní var greint frá því að nágrannar áfangaheimilisins, hefðu ráðið lögmenn til þess að gæta hagsmuna sinna með að vekja athygli á framkvæmdum og breytingum sem sem fram fóru í húsnæðinu í leyfisleysi.

Þá fjölluðu blaðamenn Stundarinnar, nú Heimildarinnar, ítarlega um áfangaheimilið Betra Líf og aðbúnað þeirra sem bjuggu í húsnæði félagsins í Fannborg 4 í Kópavogi í umfjöllun sem birtist í mars 2022.

Í saman mánuði var efri hæð húsnæðisins lokað vegna þess að það uppfyllti ekki kröfur slökkviliðsins um brunavarnir. Nokkrum vikum síðar var áfangaheimilinu í Fannborg endanlega lokað eftir að húsaleigusamningi við rekstraraðila Betra lífs var rift. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
1
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
5
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
5
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
6
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár