Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Töldu hættu á að Edda myndi sleppa

Hér­aðs­dóm­ur í Vest­fold í Nor­egi taldi ástæðu til þess að ótt­ast að ef Edda Björk Arn­ar­dótt­ir yrði ekki færð í gæslu­varð­hald myndi hún kom­ast und­an. Barns­fað­ir henn­ar seg­ist hneyksl­að­ur á um­ræð­unni sem bein­ist, að hans mati, frek­ar að rétt­ind­um Eddu en rétt­ind­um drengj­anna. Edda sagði fyr­ir dóm á föstu­dag að þeir hefðu ekki vilj­að fara frá Ís­landi með pabba sín­um.

Töldu hættu á að Edda myndi sleppa
Edda og börn Edda telur að það væri skaðlegt fyrir syni hennar að vera sendir aftur til Noregs en faðir þeirra telur hið andstæða.

Í vitnisburði Eddu Bjarkar Arnardóttur fyrir héraðsdómi í Vestfold í Noregi á laugardag sagðist hún ekki vita hvar drengir hennar þrír væru en að þeir væru öruggir og að þeir hefðu ekki viljað fara frá Íslandi með pabba sínum. 

Edda var á laugardag úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald í fangelsi í Þelamörk í Noregi vegna meints ólögmæts brottnáms á sonum sínum frá Noregi til Íslands. Hún gæti átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. 

Í yfirlýsingu segir faðirinn að hann sé „hneykslaður yfir því hversu margir láta sig réttindi sakborningsins [Eddu] varða og hversu lítil samfélagsumræða er um réttindi barnanna.“ 

Föðurnum, sem vill ekki koma fram undir nafni, var dæmt forræði yfir þremur sonum þeirra Eddu, sem nú eru 10 og 12 ára gamlir, fyrir norskum dómstólum árið 2018. Faðirinn er íslenskur en hefur búið í Noregi um árabil. 

Neituðu að fara, segir móðirin

Edda var árið 2019 dæmd fyrir að halda drengjunum á Íslandi í óþökk föðurins. Hún afplánaði þann dóm í samfélagsþjónustu á Íslandi, segir Edda. Landsréttur úrskurðaði jafnframt árið 2019 að Edda ætti að skila börnunum til Noregs í samræmi við Haag sáttmálann sem ætlað er að tryggja hagsmuni barns sem flutt hefur verið með ólögmætum hætti úr einu samningsríki til annars. 

Þegar drengirnir voru fluttir frá Íslandi til Noregs í það skiptið þurfti að beita valdi þar sem drengirnir vildu ekki fara, sagði Edda, þegar gæsluvarðhaldsúrskurðurinn var tekinn fyrir á laugardag.

Edda flutti drengina síðan frá Noregi með einkaflugvél í mars á síðasta ári. Þegar íslensk yfirvöld reyndu fyrr á þessu ári að flytja drengina aftur til Noregs neituðu drengirnir aftur að fara, sagði Edda. 

„Kvartað hefur verið yfir aðkomu íslenskra stjórnvalda að málinu til Alþingis og er málið til meðferðar þar,“ segir í gæsluvarðhaldsúrskurðinum. 

Telur ekki að háttsemin hafi verið refsiverð

Þar kemur jafnframt fram að Edda telji að hún hafi ekki sýnt af sér refsiverða háttsemi þegar hún flutti drengina frá Noregi til Íslands þar sem hún telur að drengirnir, sem eru tólf og tíu ára gamlir, eigi sjálfir að fá að velja hjá hvoru foreldrinu þeir búi. Hún sagðist telja að drengirnir muni þjást ef þeim verður skilað til Noregs.

Þegar hún var spurð hvort hún myndi leggja sitt af mörkum til að yfirvöld gætu hitt og talað við börnin sagði hún að það færi eftir því hvort yfirvöld vildu bara tala við þau eða taka þau með sér.

Vildi bera ökklaband en ekki gæsluvarðhald

Edda var handtekin á Íslandi 28. nóvember síðastliðinn að beiðni norska ríkissaksóknarans og framseld til Noregs 1. desember. Hún var flutt í gæsluvarðhald í kjölfarið en Edda mótmælti beiðni norska ríkissaksóknarans um gæsluvarðhald yfir henni og sagðist viljug til þess að bera ökklaband fram að fyrirtöku málsins. 

Það féllst dómarinn ekki á og samþykkti beiðni norska ríkissaksóknarans um gæsluvarðhald yfir Eddu til 30. desember að hámarki. Dómarinn taldi ástæðu til þess að óttast að Edda myndi komast undan ef henni yrði sleppt. Máli sínu til stuðnings sagði hann að Edda hafi reynt að komast hjá handtöku á Íslandi í nóvembermánuði og að sú aðferð sem hún notaði til þess að koma drengjunum frá Noregi í fyrra gæfi til kynna að hún hefði aðgang að úrræðum til þess að komast undan. Þá sagði hann útlit fyrir að hún vildi ekkert gefa uppi um staðsetningu barnanna. 

Faðirinn hneykslaður

Sjak R. Haaheim, lögmaður barnsföður Eddu, segir að réttarhöldin séu fyrirhuguð 19. og 20. desember næstkomandi. Í yfirlýsingu frá föðurnum, sem er Íslendingur en hefur búið lengi í Noregi, sem Haaheim sendi Heimildinni, kemur fram að faðirinn hafi fylgst með umræðunni á Íslandi og sé „hneykslaður yfir því hversu margir láta sig réttindi sakborninganna varða og hversu lítil samfélagsumræða er um réttindi barnanna.“ 

Þá bendir Haaheim á að Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna, Haag samkomulagið frá 1980 og íslensk og norsk refsilög eigi að „vernda börn gegn því að vera rænt til annars lands af foreldrum sínum eða öðrum.“ 

Faðirinn segir að drengirnir séu norskir ríkisborgarar og að þeir eigi dýpstar rætur í Noregi. Hann hvetur  þá sem „láta sig réttindi barnanna varða“ að láta lögreglu vita um dvalarstað barnanna, sem séu stödd í miðju átaka fullorðinna.   

„Það er áhyggjuefni að stjórnmálamenn og lögfræðingar á Íslandi gleymi útgangspunktinum: Að það eru börnin – ekki fullorðna fólkið – sem þarfnast verndar.“

Erfitt að heyra rödd drengjanna þegar staðsetning þeirra er á huldu

Faðirinn hefur farið þess á leit við norskan dómstól að hann skipi lögmann sem getur komið fram fyrir hönd barnanna, óháð foreldrunum. „Þar sem börnin eru falin á Íslandi verður erfitt að heyra rödd barnanna í sakamálinu sem brátt verður tekið fyrir frammi fyrir norskum dómstólum,“ segir í yfirlýsingunni.  

Sjak, sem hefur áður tekið að sér mál sem varða börn sem hafa verið numin á brott frá Noregi, segir að venjulega taki það ekki nema nokkra mánuði áður en börn sem eru ólöglega flutt þaðan þangað til þau eru flutt aftur til Noregs. Í yfirlýsingunni segir að það sé algengt að börnum sem sé rænt segist „vilja vera með ræningjanum.“ 

„Ísland getur orðið að griðastað barnaræningja“
Sjak R. Haaheim
Lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur

„Að [Edda] haldi því fram að börnin „vilji“ búa hjá henni er því ekki óvænt og verður að skiljast í samhengi við þá vitneskju sem við höfum um börn sem hefur verið rænt.“ 

Sjak furðar sig á þeirri stefnu sem málið hefur tekið í umræðunni á Íslandi og segir að fara verði að lögum í málinu.

„Ísland getur orðið að griðastað barnaræningja eins og lönd eins og Tsjetsjnía, Tyrkland og Marokkó. Það eru Íslendingar sjálfir sem velja hverjum þeir líkjast,“ segir Sjaak.  

Aðstandendum Eddu blöskrar

Aðstandendur Eddu hafa í samtölum við Heimildina undanfarið furðað sig á þeirri meðferð sem hún hefur fengið. Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu, sagði til að mynda í samtali við Heimildina fyrir helgi að Edda hefði ekki hlotið mannúðlega meðferð í ferlinu. Karl Udo, eiginmaður Eddu, sagði að honum blöskruðu aðgerðir yfirvalda.

„Hún þráir ekkert heitara en að vera með fjölskyldunni sinni. Hún vill bara vera með börnunum sínum. Þetta er móðir að vernda börnin sín,“ sagði Karl fyrir helgi.

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Auður Helg skrifaði
    Stundum lætur fólk reiði og vondar tilfinningar stjórna sér. Ég vona að foreldrarnir segi upp þessu lögfræðingastóði og ráði frekar sálfræðinga til þess að sættast. Það er engin hemja að telja að móðir barnanna eigi að sitja í fangelsi. Það getur ekki verið vilji barnanna eða þeim fyrir bestu.
    0
  • Axel Axelsson skrifaði
    aðgát skal höfð í nærveru móður . . .
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Mál Eddu Bjarkar

Forræðisdeila Eddu Bjarkar og barnsföður hennar: Hvað gerðist eiginlega?
GreiningMál Eddu Bjarkar

For­ræð­is­deila Eddu Bjark­ar og barns­föð­ur henn­ar: Hvað gerð­ist eig­in­lega?

Deil­ur ís­lenskra for­eldra, sem hafa stað­ið yf­ir í fimm ár, hafa ver­ið dregn­ar fram í ær­andi skært kast­ljós fjöl­miðla á síð­ast­liðn­um mán­uði. For­eldr­arn­ir, Edda Björk Arn­ar­dótt­ir og barns­fað­ir henn­ar, eiga sam­an fimm börn og hafa deil­ur þeirra far­ið fram svo oft frammi fyr­ir dóm­stól­um að tvær hend­ur þarf til þess að telja skipt­in.

Mest lesið

Erlendur annáll: Kosningar og ófriður lituðu árið
6
ErlentUppgjör ársins 2024

Er­lend­ur ann­áll: Kosn­ing­ar og ófrið­ur lit­uðu ár­ið

Pia Hans­son, for­stöðu­mað­ur Al­þjóða­mála­stofn­un­ar Há­skóla Ís­lands, seg­ir að ár­ið 2024 hafi ver­ið óvenju við­burð­ar­ríkt ár. Ár­ið ein­kennd­ist af kosn­ing­um þar sem sitj­andi vald­höf­um var refs­að og blóð­ug­um stríðs­átök­um sem stig­mögn­uð­ust á ár­inu. Pia seg­ist mið­að við það sem und­an hef­ur geng­ið í heims­mál­un­um fari hún því mið­ur ekki full bjart­sýni inn í nýja ár­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár