Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Töldu hættu á að Edda myndi sleppa

Hér­aðs­dóm­ur í Vest­fold í Nor­egi taldi ástæðu til þess að ótt­ast að ef Edda Björk Arn­ar­dótt­ir yrði ekki færð í gæslu­varð­hald myndi hún kom­ast und­an. Barns­fað­ir henn­ar seg­ist hneyksl­að­ur á um­ræð­unni sem bein­ist, að hans mati, frek­ar að rétt­ind­um Eddu en rétt­ind­um drengj­anna. Edda sagði fyr­ir dóm á föstu­dag að þeir hefðu ekki vilj­að fara frá Ís­landi með pabba sín­um.

Töldu hættu á að Edda myndi sleppa
Edda og börn Edda telur að það væri skaðlegt fyrir syni hennar að vera sendir aftur til Noregs en faðir þeirra telur hið andstæða.

Í vitnisburði Eddu Bjarkar Arnardóttur fyrir héraðsdómi í Vestfold í Noregi á laugardag sagðist hún ekki vita hvar drengir hennar þrír væru en að þeir væru öruggir og að þeir hefðu ekki viljað fara frá Íslandi með pabba sínum. 

Edda var á laugardag úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald í fangelsi í Þelamörk í Noregi vegna meints ólögmæts brottnáms á sonum sínum frá Noregi til Íslands. Hún gæti átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. 

Í yfirlýsingu segir faðirinn að hann sé „hneykslaður yfir því hversu margir láta sig réttindi sakborningsins [Eddu] varða og hversu lítil samfélagsumræða er um réttindi barnanna.“ 

Föðurnum, sem vill ekki koma fram undir nafni, var dæmt forræði yfir þremur sonum þeirra Eddu, sem nú eru 10 og 12 ára gamlir, fyrir norskum dómstólum árið 2018. Faðirinn er íslenskur en hefur búið í Noregi um árabil. 

Neituðu að fara, segir móðirin

Edda var árið 2019 dæmd fyrir að halda drengjunum á Íslandi í óþökk föðurins. Hún afplánaði þann dóm í samfélagsþjónustu á Íslandi, segir Edda. Landsréttur úrskurðaði jafnframt árið 2019 að Edda ætti að skila börnunum til Noregs í samræmi við Haag sáttmálann sem ætlað er að tryggja hagsmuni barns sem flutt hefur verið með ólögmætum hætti úr einu samningsríki til annars. 

Þegar drengirnir voru fluttir frá Íslandi til Noregs í það skiptið þurfti að beita valdi þar sem drengirnir vildu ekki fara, sagði Edda, þegar gæsluvarðhaldsúrskurðurinn var tekinn fyrir á laugardag.

Edda flutti drengina síðan frá Noregi með einkaflugvél í mars á síðasta ári. Þegar íslensk yfirvöld reyndu fyrr á þessu ári að flytja drengina aftur til Noregs neituðu drengirnir aftur að fara, sagði Edda. 

„Kvartað hefur verið yfir aðkomu íslenskra stjórnvalda að málinu til Alþingis og er málið til meðferðar þar,“ segir í gæsluvarðhaldsúrskurðinum. 

Telur ekki að háttsemin hafi verið refsiverð

Þar kemur jafnframt fram að Edda telji að hún hafi ekki sýnt af sér refsiverða háttsemi þegar hún flutti drengina frá Noregi til Íslands þar sem hún telur að drengirnir, sem eru tólf og tíu ára gamlir, eigi sjálfir að fá að velja hjá hvoru foreldrinu þeir búi. Hún sagðist telja að drengirnir muni þjást ef þeim verður skilað til Noregs.

Þegar hún var spurð hvort hún myndi leggja sitt af mörkum til að yfirvöld gætu hitt og talað við börnin sagði hún að það færi eftir því hvort yfirvöld vildu bara tala við þau eða taka þau með sér.

Vildi bera ökklaband en ekki gæsluvarðhald

Edda var handtekin á Íslandi 28. nóvember síðastliðinn að beiðni norska ríkissaksóknarans og framseld til Noregs 1. desember. Hún var flutt í gæsluvarðhald í kjölfarið en Edda mótmælti beiðni norska ríkissaksóknarans um gæsluvarðhald yfir henni og sagðist viljug til þess að bera ökklaband fram að fyrirtöku málsins. 

Það féllst dómarinn ekki á og samþykkti beiðni norska ríkissaksóknarans um gæsluvarðhald yfir Eddu til 30. desember að hámarki. Dómarinn taldi ástæðu til þess að óttast að Edda myndi komast undan ef henni yrði sleppt. Máli sínu til stuðnings sagði hann að Edda hafi reynt að komast hjá handtöku á Íslandi í nóvembermánuði og að sú aðferð sem hún notaði til þess að koma drengjunum frá Noregi í fyrra gæfi til kynna að hún hefði aðgang að úrræðum til þess að komast undan. Þá sagði hann útlit fyrir að hún vildi ekkert gefa uppi um staðsetningu barnanna. 

Faðirinn hneykslaður

Sjak R. Haaheim, lögmaður barnsföður Eddu, segir að réttarhöldin séu fyrirhuguð 19. og 20. desember næstkomandi. Í yfirlýsingu frá föðurnum, sem er Íslendingur en hefur búið lengi í Noregi, sem Haaheim sendi Heimildinni, kemur fram að faðirinn hafi fylgst með umræðunni á Íslandi og sé „hneykslaður yfir því hversu margir láta sig réttindi sakborninganna varða og hversu lítil samfélagsumræða er um réttindi barnanna.“ 

Þá bendir Haaheim á að Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna, Haag samkomulagið frá 1980 og íslensk og norsk refsilög eigi að „vernda börn gegn því að vera rænt til annars lands af foreldrum sínum eða öðrum.“ 

Faðirinn segir að drengirnir séu norskir ríkisborgarar og að þeir eigi dýpstar rætur í Noregi. Hann hvetur  þá sem „láta sig réttindi barnanna varða“ að láta lögreglu vita um dvalarstað barnanna, sem séu stödd í miðju átaka fullorðinna.   

„Það er áhyggjuefni að stjórnmálamenn og lögfræðingar á Íslandi gleymi útgangspunktinum: Að það eru börnin – ekki fullorðna fólkið – sem þarfnast verndar.“

Erfitt að heyra rödd drengjanna þegar staðsetning þeirra er á huldu

Faðirinn hefur farið þess á leit við norskan dómstól að hann skipi lögmann sem getur komið fram fyrir hönd barnanna, óháð foreldrunum. „Þar sem börnin eru falin á Íslandi verður erfitt að heyra rödd barnanna í sakamálinu sem brátt verður tekið fyrir frammi fyrir norskum dómstólum,“ segir í yfirlýsingunni.  

Sjak, sem hefur áður tekið að sér mál sem varða börn sem hafa verið numin á brott frá Noregi, segir að venjulega taki það ekki nema nokkra mánuði áður en börn sem eru ólöglega flutt þaðan þangað til þau eru flutt aftur til Noregs. Í yfirlýsingunni segir að það sé algengt að börnum sem sé rænt segist „vilja vera með ræningjanum.“ 

„Ísland getur orðið að griðastað barnaræningja“
Sjak R. Haaheim
Lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur

„Að [Edda] haldi því fram að börnin „vilji“ búa hjá henni er því ekki óvænt og verður að skiljast í samhengi við þá vitneskju sem við höfum um börn sem hefur verið rænt.“ 

Sjak furðar sig á þeirri stefnu sem málið hefur tekið í umræðunni á Íslandi og segir að fara verði að lögum í málinu.

„Ísland getur orðið að griðastað barnaræningja eins og lönd eins og Tsjetsjnía, Tyrkland og Marokkó. Það eru Íslendingar sjálfir sem velja hverjum þeir líkjast,“ segir Sjaak.  

Aðstandendum Eddu blöskrar

Aðstandendur Eddu hafa í samtölum við Heimildina undanfarið furðað sig á þeirri meðferð sem hún hefur fengið. Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu, sagði til að mynda í samtali við Heimildina fyrir helgi að Edda hefði ekki hlotið mannúðlega meðferð í ferlinu. Karl Udo, eiginmaður Eddu, sagði að honum blöskruðu aðgerðir yfirvalda.

„Hún þráir ekkert heitara en að vera með fjölskyldunni sinni. Hún vill bara vera með börnunum sínum. Þetta er móðir að vernda börnin sín,“ sagði Karl fyrir helgi.

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Auður Helg skrifaði
    Stundum lætur fólk reiði og vondar tilfinningar stjórna sér. Ég vona að foreldrarnir segi upp þessu lögfræðingastóði og ráði frekar sálfræðinga til þess að sættast. Það er engin hemja að telja að móðir barnanna eigi að sitja í fangelsi. Það getur ekki verið vilji barnanna eða þeim fyrir bestu.
    0
  • Axel Axelsson skrifaði
    aðgát skal höfð í nærveru móður . . .
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Mál Eddu Bjarkar

Forræðisdeila Eddu Bjarkar og barnsföður hennar: Hvað gerðist eiginlega?
GreiningMál Eddu Bjarkar

For­ræð­is­deila Eddu Bjark­ar og barns­föð­ur henn­ar: Hvað gerð­ist eig­in­lega?

Deil­ur ís­lenskra for­eldra, sem hafa stað­ið yf­ir í fimm ár, hafa ver­ið dregn­ar fram í ær­andi skært kast­ljós fjöl­miðla á síð­ast­liðn­um mán­uði. For­eldr­arn­ir, Edda Björk Arn­ar­dótt­ir og barns­fað­ir henn­ar, eiga sam­an fimm börn og hafa deil­ur þeirra far­ið fram svo oft frammi fyr­ir dóm­stól­um að tvær hend­ur þarf til þess að telja skipt­in.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár