Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Faðirinn á Íslandi og leitar sona sinna

Barns­fað­ir Eddu Bjark­ar Arn­ar­dótt­ur er kom­inn til Ís­lands og leit­ar nú sona sinna. Lög­mað­ur hans kall­ar eft­ir því að sá eða sú sem hýs­ir þá stígi fram. „Ég skil það þannig að yf­ir­völd viti ekki einu sinni hvar syn­ir hans eru,“ seg­ir lög­mað­ur­inn.

Faðirinn á Íslandi og leitar sona sinna
Lögreglan „Þeir hafa skapað sér líf í Noregi. Þeir munu snúa þangað aftur, þeir hafa varið meirihluta ævinnar í Noregi,“ segir Sjak um drengina. Hann hvetur þau sem vita hvar þeir eru til þess að láta lögregluna vita. Mynd: Bára Huld Beck

„Sá sem hefur tekið þessi börn eða er með þau hjá sér, hann mun finnast. Hann ætti að vakna á hverjum degi og bíða þess að yfirvöld banki á hurðina hjá honum,“ segir Sjak R. Haaheim, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur. 

Faðirinn er nú hér á landi og leitar sona sinna. 

Edda Björk var á þriðjudag færð í gæsluvarðhald á Hólmsheiði vegna komandi réttarhalda yfir henni í Noregi. Hún var síðan flutt með valdi af lögreglumönnum frá Hólmsheiði fyrr í dag og er útlit fyrir að hún sé nú á leið til Noregs. Dagsetning fyrir réttarhöldin hefur ekki verið gefin út.

Ástæða þessa er forsjárdeila sem Edda og barnsfaðir hennar standa í vegna þriggja sona þeirra. Norskir dómstólar hafa komist að þeirri niðurstöðu að þeir eigi að búa hjá föður sínum en Edda fór þrátt fyrir það með syni sína til Íslands fyrir um einu og hálfu ári síðan og hér hafa þeir búið síðan þá. Edda hefur verið kærð fyrir að nema drengina á brott. Lengsti mögulegi fangelsisdómur sem hún gæti fengið hljóðar upp á sex ár.

Nú eru drengirnir í felum, óljóst er hver tók ákvörðun um að fela þá og hvar þeir eru niðurkomnir. Fjölskylda Eddu hefur sagt þá vera örugga og að þeim líði vel. 

„Umbjóðandi minn ætlar að vera á Íslandi þangað til börnunum er komið með öruggum hætti aftur heim [til Noregs],“ segir Sjak. „Ég skil það þannig að yfirvöld viti ekki einu sinni hvar synir hans eru.“

Sá sem hýsir börnin eigi að stíga fram

Faðirinn kallar eftir því að hver sá sem veit hvar synir hans eru niðurkomnir láti lögregluna vita, segir Sjak sem telur að manneskjan sem nú hýsi börnin gæti verið að fremja lögbrot. 

LögmaðurSjak R. Haaheim.

„Við búumst við því að sá sem er með börnin stígi fram innan sólarhrings,“ segir Sjak. 

Hann telur að fram að þessu hafi verið einblínt um of á réttindi móðurinnar Eddu og tími sé til kominn að setja hag drengjanna í forgrunn. „Þeir búa í Noregi,“ segir Sjak. 

En nú eru þeir á Íslandi? 

„Lagalega séð búa þeir í Noregi,“ segir Sjak sem ætlar að kalla eftir því að drengirnir fái réttargæslumann. „Við réttarhöldin í Noregi mun sérfræðivitni bera vitni um það hvaða skaða valdið börnum að taka þau frá vinum sínum og úr skóla með því að fela þau einhversstaðar.“ 

En nú hafa drengirnir skapað sér líf á Íslandi, gæti það ekki skaðað þá að fara aftur til Noregs? 

„Þeir hafa skapað sér líf í Noregi. Þeir munu snúa þangað aftur, þeir hafa varið meirihluta ævinnar í Noregi.“ 

Hvað ef þeir hafna því að fara aftur? 

„Þeir hafa ekki neitað því að fara. Múgur hefur reynt að koma í veg fyrir framgang réttlætisins. Það er ekkert til að vera stoltur af. Börnin vilja fara heim en þeim hefur verið neitað um augljós réttindi sín.“ 

Aðspurður segir Sjak að faðirinn hafi ekki kallað eftir handtöku Eddu, það hafi verið aðgerðir á vegum norskra og íslenskra yfirvalda. Aftur á móti segir hann að erfitt hafi verið að fá íslensk yfirvöld til samstarfs. „Norðurlöndin ættu að vinna saman í svona málum,“ segir Sjak. 

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Árni Guðnýar skrifaði
  Lýtur Ĝóða Fólkið í gras fyrir lögum
  -1
 • JÖLA
  Jón Örn Loðmfjörð Arnarson skrifaði
  Eru börnin réttlaus?
  Barist um eins og hverna annan varning!
  7
 • Kristín Magnúsdóttir skrifaði
  Mikil harka í þessu máli og dapurlegt á sjá hvernig stjórnvöld hafa tekið þátt í að glæpavæða fjölskyldumál.
  1
 • Ingibjörg Ottesen skrifaði
  Ekki hægt að taka afstöðu til þessa máls enda vitum við ekki forsendur málsins. Hefðu Íslendingar brugðist öðruvísi við ef við snérum málinu við, pabbinn komið með drengina hingað eftir að móðurinni hefði verið dæmd forsjá?
  0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Mál Eddu Bjarkar

Forræðisdeila Eddu Bjarkar og barnsföður hennar: Hvað gerðist eiginlega?
GreiningMál Eddu Bjarkar

For­ræð­is­deila Eddu Bjark­ar og barns­föð­ur henn­ar: Hvað gerð­ist eig­in­lega?

Deil­ur ís­lenskra for­eldra, sem hafa stað­ið yf­ir í fimm ár, hafa ver­ið dregn­ar fram í ær­andi skært kast­ljós fjöl­miðla á síð­ast­liðn­um mán­uði. For­eldr­arn­ir, Edda Björk Arn­ar­dótt­ir og barns­fað­ir henn­ar, eiga sam­an fimm börn og hafa deil­ur þeirra far­ið fram svo oft frammi fyr­ir dóm­stól­um að tvær hend­ur þarf til þess að telja skipt­in.

Mest lesið

Sema segir engar mútur hafa verið greiddar – Ráðamenn reyni að sverta mannorð sjálfboðaliða
5
FréttirFöst á Gaza

Sema seg­ir eng­ar mút­ur hafa ver­ið greidd­ar – Ráða­menn reyni að sverta mann­orð sjálf­boða­liða

Stofn­andi og for­seti Solar­is, sem hef­ur unn­ið að því að koma dval­ar­leyf­is­höf­um frá Gaza til Ís­lands, seg­ir það „gjör­sam­lega sturl­að“ að fylgj­ast með ráð­herr­um í rík­is­stjórn Ís­lands, stofn­un­um og þing­fólki sem ýji ít­rek­að að því að hún og aðr­ir sjálf­boða­lið­ar séu að brjóta af sér „og jafn­vel fremja lög­brot í við­leitni okk­ar til að koma fólki und­an þjóð­ern­is­hreins­un­um.“
Viðskiptavild helmingurinn af 5,5 milljarða kaupum Kviku af hluthöfum bankans
6
Viðskipti

Við­skipta­vild helm­ing­ur­inn af 5,5 millj­arða kaup­um Kviku af hlut­höf­um bank­ans

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika, sem er með­al ann­ars í eigu líf­eyr­is­sjóða, keypti meiri­hluta í bresku fast­eigna­veð­lána­fyr­ir­tæki ár­ið 2022. Fyr­ir­tæk­ið var áð­ur í eigu for­stjóra Kviku, Ár­manns Þor­valds­son­ar, sem starf­aði þar í nokk­ur ár. Þeir sem seldu Kviku fyr­ir­tæk­ið voru með­al ann­ars stærsti einka­að­il­inn í hlut­hafa­hópi bank­ans, Stoð­ir. FME hef­ur áð­ur sekt­að Kviku út af við­skipt­um sem tengj­ast Ort­us. Kvika seg­ir ekk­ert at­huga­vert við við­skipt­in og að hlut­laust­ir ut­an­að­kom­andi sér­fræð­ing­ar hafi kom­ið að þeim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
1
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
2
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
5
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
6
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
8
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
2
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
3
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
5
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
7
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár