Edda Björk Arnardóttir, sjö barna móðir, situr nú í 30 daga gæsluvarðhaldi í Þelamerkurfangelsi í Noregi. Norsk yfirvöld gáfu út handtökuskipun á hendur Eddu vegna meints ólögmæts brottnáms hennar á þremur sonum sínum frá Noregi í mars í fyrra. Föður drengjanna, sem er íslenskur en býr í Noregi, var dæmd forsjá þeirra árið 2018.
Saman eiga þau fimm börn. Þessar forsjárdeilur hafa þó ekki snúist um eldri börnin tvö, þær Ragnheiði Bríeti Luckas Eddudóttur og Steinunni Bergdísi Karólínu Eddudóttur. Edda fer ein með þeirra forsjá.
Upplifa að litið hafi verið fram hjá sér
Á meðan Edda situr í fangelsi úti í Noregi og drengirnir þrír eru í felum á Íslandi eru þær forsjárlausar. Ragnheiður Bríet og Steinunn upplifa að í öllu þessu ferli hafi verið horft fram hjá þeim. Þær eru báðar börn, Steinunn 16 ára en Ragnheiður Bríet 17 ára, en ef til þess kemur mun systir Eddu, Ragnheiður …
Hættið að verja þessa konu. Hún er augljóslega ekki með börnin í fyrsta sæti. Svo er hún svikari og lygari, meira að segja í viðskiptum. Þið eruð að verja vonda manneskju með heimsku ykkar, fáfræði og trú á einhliða flutningi hennar.
Það er mjög sjaldgæft að forræði er veit föður en ekki móður. Það ætti að vera nóg til að staldra við í þessu máli og hugsa sig um. En þið eruð kannski ekki með snefil af rökhugsun
Margt er einkennilegt í þessu máli og er það yfirvöldum ekki til annars en mikils vansa
Sextán tímar á ári undir eftirliti þar sem bannað er að tala íslensku getur tæpast kallast umgengni.