Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ákveðið að senda palestínska drengi til Grikklands þar sem þeirra bíður að betla á götunni

„Hann er að far­ast úr áhyggj­um," seg­ir Anna Guð­rún Inga­dótt­ir, sem hef­ur haft Sam­eer, tólf ára palestínsk­an dreng, í fóstri á með­an fjöl­skylda hans flýr sprengjuregn á Gasa. Út­lend­inga­stofn­un hef­ur ákveð­ið að senda Sam­eer og fjór­tán ára frænda hans til Grikk­lands.

Ákveðið að senda palestínska drengi til Grikklands þar sem þeirra bíður að betla á götunni
Synjun Sameer er tólf ára og flúði frá Gasaströndinni. Útlendingastofnun hefur synjað umsókn hans um vernd á Íslandi. Mynd: Golli

Til stendur að tólf ára dreng sem flúði frá Palestínu verði vísað úr landi. Sameer kemur frá Gasaströndinni, þar sem foreldrar hans og yngri systkini búa enn. Sameer og hinn 14 ára Yazan munu verða sendir til Grikklands, ásamt þrítugum frænda þeirra. Síðustu fregnir af fjölskyldu hans á Gaza eru að þau voru á flótta undan sprengiregni.

Anna Guðrún Ingadóttir, sem hefur verið með Sameer í fóstri síðan í júní, segir óvíst hvenær brottvísunin muni eiga sér stað. Það hafi verið mikið áfall að frétta af synjuninni og þau bíði nú með hnútinn í maganum.

Að hennar sögn var drengnum og frændum hans tveimur tilkynnt af Útlendingastofnun í lok október að umsóknum þeirra um vernd hefði verið synjað. Fósturforeldrarnir hafa fengið litlar upplýsingar sökum þess að vera ekki forráðamenn drengsins.

„Við vitum ekkert hvenær næsta svar kemur eða hvaða svar það verður. Það er mikil óvissa,“ segir hún. „Við sitjum og bíðum með hnút í maganum.“

FósturfjölskyldaSameer ásamt Önnu Guðrúnu.

Miklar áhyggjur af framhaldinu

Þau hjónin hafa miklar áhyggjur af framtíð drengjanna og fjölskyldu Sameers sem er komin á götuna á Gasa. „Hann [Sameer] er að farast úr áhyggjum yfir þeim. Og við líka.“ Hún segir það hræðilegt álag fyrir drenginn að bíða eftir svari um vernd undir þessum kringumstæðum. 

Anna Guðrún segist hafa reynt að hafa samband við ráðherra og þingmenn varðandi málið með litlum sem engum árangri. Hún gagnrýnir það að Palestínumenn þurfi að hafa áhyggjur af því að hljóta vernd á meðan þjóðarmorð á sér stað í heimalandi þeirra.

„Þetta er ótrúlega erfitt. Og þegar maður er með heila ætt á bakinu sem spyr mig spurninga oft á dag. Hver staðan á hans máli sé. Og maður getur ekki svarað neinu. Ekki einu sinni hver tímaramminn er.“

Hjónin hafa verið í samskiptum við fjölskyldu Sameers á Gasa en ekkert hefur frést af þeim síðan á laugardagskvöldið. Vitað sé að hún hafi þurft að yfirgefa hús sitt vegna yfirvofandi sprengjuárása.

Sameer og Yazan

Anna Guðrún segir það vera dýrmætt að drengirnir eigi bakland hér á landi. „Þeir eiga ættingja og hafa bakland hér. Þeir leita þess vegna hingað. Það er frændfólk sem hefur haldið þeim gangandi síðustu daga í öllum erfiðleikunum. Fréttunum um dauðsföllin og af mömmu og pabba sem eru að hlaupa út úr húsi sínu.“

„Ekkert líf“ á Grikklandi

Drengjunum líður vel á Íslandi en þeir eiga erfitt í ljósi aðstæðna sinna. Anna Guðrún segir að sex mánaða dvöl þeirra á Grikklandi, áður en þeir komust til Íslands, hafa haft slæm áhrif á þá. 

„Þeir voru í raun bara úti á götu að betla peninga á Grikklandi. Það er hrækt á þá og miklir fordómar sem mæta þeim þar. Það er ekkert líf.“

Anna Guðrún dregur í efa þá afstöðu íslenskra stjórnvalda að Grikkland teljist öruggt ríki til að senda flóttamenn. „Eins og einn frændi þeirra sagði: „Sendið mig þá frekar til Palestínu svo ég geti dáið hratt. Í stað þess að vera þarna og deyja hægt.““

„Honum líður alltaf illa“

Anna Guðrún segir að Sameer hafi gengið vel að aðlagast lífinu á Íslandi og sé strax stór hluti af fjölskyldu þeirra. Þrátt fyrir krefjandi aðstæður segir hún drenginn standa sig vel.

„Hann er hörkuduglegur.“
Anna Guðrún Ingadóttir

„Hann fer á fætur á morgnana, í skólann og á æfingar. Hann er hörkuduglegur. Hann hefur verið allt sitt líf að glíma við árásirnar frá Ísrael.“

Hún segir hann þó sofa illa á nóttunni og vera mjög kvíðinn vegna afdrifa foreldra sinna og yngri systkina, sem ekkert hefur heyrst af í meira en sólarhring. Þegar síðast fréttist af þeim voru þau að flýja húsið sitt undan sprengjuregni. „Honum líður alltaf illa,“ segir hún.

Mál Sameer er nú í ferli hjá kærunefnd útlendingamála.

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þóra Karítas skrifaði
    Hér kemur slóðin á undirskriftalistann - https://is.petitions.net/verndum_sameer_og_yazan_veitum_palestinskum_flottamonnum_a_islandi_aljolega_vernd?fbclid=IwAR1iJ91U4WsG7zdN4a6dyafa0GwiR-lqrvtBjMTmjCYwFPtrfRmBNqoN3y8
    0
  • Þóra Karítas skrifaði
    Undirskriftarlisti https://www.facebook.com/100002864793359/posts/pfbid0z8GGxFEyeF2XZEqaUDrZiy9eibTKrqJL7WahCM2iDThXCAAMxMZncsfWrMMfHGA3l/?d=n&mibextid=WC7FNe
    0
    • Þóra Karítas skrifaði
      📸 Look at this post on Facebook https://www.facebook.com/100002864793359/posts/pfbid0z8GGxFEyeF2XZEqaUDrZiy9eibTKrqJL7WahCM2iDThXCAAMxMZncsfWrMMfHGA3l/?d=n&mibextid=WC7FNe
      0
  • Anna María Sverrisdóttir skrifaði
    Þetta eru börn. Þeir eru ekki sorp sem má henda. Við látum það ekki gerast
    0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Látið blessaða drengina í friði, á meðan séð er fyrir þeim hér.
    3
  • ÁJ
    Ástþór Jóhannsson skrifaði
    Ef af því verður að senda þessa drengi úr landi eins og ástandið er, þá nær kvikindisskapur íslenskra stjórnvalda alveg nýjum hæðum og hafa þau þó seilst langt að undanförnu.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
4
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár