Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Hún hefur engan tíma, hún verður send út á morgun eða hinn“

Ef mála­ferl­in gagn­vart Eddu Björk Arn­ar­dótt­ur verða ekki stöðv­uð ligg­ur fyr­ir að hún verði send úr landi á morg­un eða hinn, sam­kvæmt lög­manni henn­ar.

„Hún hefur engan tíma, hún verður send út á morgun eða hinn“
Á leið til Noregs Edda Björk Arnardóttir verður send til Noregs á morgun eða hinn.

Ljóst er að mál hennar Eddu Bjarkar Arnardóttur mun ekki fara fyrir dóm í Noregi fyrr en á nýju ári, þar sem dómstólar eru þétt bókaðir í desember. Þrátt fyrir það verður Edda Björk send út til Noregs á morgun eða hinn ef ekkert verður gert í hennar máli. 

Þetta segir einn lögmanna Eddu Bjarkar sem hefur verið hennar innan handar í fyrirmálum í samtali við Heimildina. „Edda hefur alltaf ætlað sér að mæta fyrir dóm. Þetta er sjö barna móðir en hún vill allavega að það sé komið á dagskrá úti,“ segir sami lögmaður, sem ekki vildi láta nafns sín getið, í samtali við Heimildina. 

Edda Björk stendur í forsjárdeilu við fyrrum eiginmann sinn í Noregi, en hann einn fer með forsjá drengjanna. Hún var handtekin fyrr í vikunni eftir að handtökuskipun var lögð á hana frá Noregi. 

Átti hún rétt á að hitta drengina þeirra þrjá í 16 klukkustundir á ári áður en hún kom drengjunum til Íslands. Hafa þeir verið hér á Íslandi í núna 20 mánuði og komið sér fyrir í félagslífinu og skólum. 

„Hún væri tilbúin að vera með ökklaband ef málið snýst eingöngu um að þeir séu hræddir um að hún mæti ekki fyrir dómi“
Lögmaður Eddu Bjarkar

Lögmaður Eddu gagnrýnir aðferðir lögreglunnar, bæði hvernig hún var eftirlýst en einnig að hún sitji á Hólmsheiði með öðrum föngum. Lögreglan á höfuborgarsvæðinu birti myndir af Eddu Björk og lýsti eftir henni á samfélagsmiðlum sínum.

Þykir lögmanninum þetta furðulegt þar, sem ekki sé venjan að lýsa eftir glæpamönnum á slíkan hátt.

Handtaka Eddu BjarkarFjöldi einkennisklæddra lögreglumanna var viðstaddur handtöku Eddu Bjarkar

Systir Eddu Bjarkar tjáir sig fyrir hennar hönd

Rétt fyrir hádegi í dag setti systir Eddu Bjarkar inn Facebook færslu fyrir hennar hönd. Þar segir hún frá því að Edda missti forræðið yfir börnunum sínum í Noregi þar sem Edda fékk sjálf ekki að taka þátt í réttarhöldunum. 

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Mál Eddu Bjarkar

Forræðisdeila Eddu Bjarkar og barnsföður hennar: Hvað gerðist eiginlega?
GreiningMál Eddu Bjarkar

For­ræð­is­deila Eddu Bjark­ar og barns­föð­ur henn­ar: Hvað gerð­ist eig­in­lega?

Deil­ur ís­lenskra for­eldra, sem hafa stað­ið yf­ir í fimm ár, hafa ver­ið dregn­ar fram í ær­andi skært kast­ljós fjöl­miðla á síð­ast­liðn­um mán­uði. For­eldr­arn­ir, Edda Björk Arn­ar­dótt­ir og barns­fað­ir henn­ar, eiga sam­an fimm börn og hafa deil­ur þeirra far­ið fram svo oft frammi fyr­ir dóm­stól­um að tvær hend­ur þarf til þess að telja skipt­in.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár