Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lífeyrissjóðir skoða að feta sömu leið og bankarnir

Hing­að til hafa ein­göngu stóru við­skipta­bank­arn­ir lát­ið vexti og verð­bæt­ur Grind­vík­inga nið­ur falla til þriggja mán­aða. Lf­eyr­is­sjóð­irn­ir hafa nú til skoð­un­ar að gera slíkt hið sama.

Lífeyrissjóðir skoða að feta sömu leið og bankarnir
Hús illa farin. Margar eignir fóru illa í skjálftanum í Grindavík.

Lífeyrissjóðirnir skoða möguleikann á að veita Grindvíkingum greiðsluskjól vegna yfirstandandi náttúruhamfara og óvissuástands í Grindavík til að létta á greiðslubyrði þeirra. Bankarnir felldu niður vexti og verðbætur af lánum Grindvíkinga í þrjá mánuði fyrr í nóvember og skoða lífeyrissjóðir nú að gera hið sama, samkvæmt tilkynningu frá Landssamtökum lífeyrissjóða.

Lífeyrissjóðirnir hafa nú þegar tryggt Grindvíkum tímabundið greiðsluskjól vegna sjóðfélagalána og fresta greiðslu afborgana, vaxta og verðbóta.

Kallað hefur verið eftir því að lífeyrissjóðirnir gangi lengra og geri slíkt hið sama og bankarnir, það er fella niður vexti og verðbætur til þriggja mánaða vegna húsnæðislána Grindvíkinga.

Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn gerðu samkomulag, í samvinnu við Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), um að fella niður vexti og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði. Samkomulag þessa efnis var undirritað 22. nóvember. Þetta var gert vegna yfirstandandi náttúruhamfara og óvissuástands í Grindavík.

Áður höfðu bankarnir ætlað að mæta stöðu Grindvíkinga, sem var gert að rýma bæinn um miðjan nóvember og eru nú í tímabundnu húsnæði oft með tilheyrandi viðbótarkostnaði, með því að frysta afborganir af íbúðalánum þeirra en leggja vexti og verðbætur við höfuðstól lánanna. Það hafði verið harðlega gagnrýnt, meðal annars af ráðherrum í ríkisstjórn og öðrum stjórnmálamönnum.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár