Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Formaður VR kallar lífeyrissjóðina siðlausa plágu í samfélaginu

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son seg­ir að það sé „alltaf að koma bet­ur og bet­ur í ljós að líf­eyr­is­sjóð­irn­ir eru plága í ís­lensku sam­fé­lagi“. Vís­ar hann til þess að sjóð­irn­ir beri fyr­ir síg laga­legri óvissu, er kem­ur að því að koma til móts við stöðu Grind­vík­inga með sama hætti og við­skipta­bank­arn­ir hafa ákveð­ið að gera.

Formaður VR kallar lífeyrissjóðina siðlausa plágu í samfélaginu
Harðorður Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR gagnrýnir lífeyrissjóði og talsfólk þeirra harðlega í dag, fyrir að hafa ekki, til þessa, fellt niður vexti og verðbætur á fasteignalánum Grindvíkinga, eins og stóru viðskiptabankarnir þrír hafa ákveðið að gera.

„Það kemur alltaf jafn mikið á óvart hversu taktlausir og siðlausir lífeyrissjóðirnir og talsfólk þeirra eru. Nú hafa bankarnir ákveðið að fella niður vexti og verðbætur á húsnæðislánum Grindvíkinga, í þrjá mánuði, en sjóðirnir bera fyrir sig lagaóvissu um málið,“ skrifar Ragnar Þór í harðorðri færslu á Facebook.

Ragnar Þór segir lífeyrissjóðina geta „haft stjórnarformenn sem hafa réttarstöðu sakbornings eða verið þáttakendur með öðrum hætti í stærsta samkeppnisbrotamáli Íslandssögunnar“ en að það sé „alltaf lagaóvissa þegar kemur að því að gera eitthvað fyrir fólkið“ og aldrei megi hafa samráð þegar taka þurfi samfélagslega mikilvægar ákvarðanir. 

„Við megum ekki og getum ekki!“ segir Ragnar Þór að sé viðkvæðið frá lífeyrissjóðunum.

Öðru máli segir Ragnar Þór að gegni „þegar verja þarf kerfið eða aðlaga að þörfum fjármálakerfisins eða sérhagsmuna. Ekki er langt síðan að breyta þurfti lögum um fjárfestingaheimildir lífeyrissjóða svo SA gæti þrýst þeim í að bjarga Icelandair,“ skrifar formaður VR.

Hann nefnir að á heimasíðu Landssamtaka lífeyrissjóða segi að á meðal hlutverka samtakanna sé meðal annars að gæta í hvívetna hagsmuna sjóðfélaga og að hafa frumkvæmi um málefni sjóðanna og lífeyrismál og stuðla að jákvæðri ímynd þeirra.

„Það þarf ekki að kafa djúpt til að komast að þeirri niðurstöðu að landssamtökin sinni hvorugu þessu hlutverki. Og set ég stórt spurningamerki um hvort það sé hreinlega löglegt að sjóðirnir fjármagni þessi samtök.

Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að lífeyrissjóðirnir eru plága í íslensku samfélagi,“ skrifar Ragnar Þór, í færslu sinni.

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • JE
  Jóhann Einarsson skrifaði
  Mammon sér um sína. Þar sem eru fjármunir eru þjófar og afætur, isminn sem stjórnar fjármálum heimsins sér til þess að "réttir,, aðilar fái obban af virði alls þess sem skapað er. Það þarf að breyta hugsunarhætti okkar allra. Allar okkar kendir eru ræktaðar og þróaðar í sömu stöppunni, kapítalisma.
  0
 • Kári Jónsson skrifaði
  Afhverju vill verkalýðshreyfingin ekki segja upp samningunum frá 1969 ? Núverandi félagar ásamt eldriborgurum og öryrkjum eiga eftirlaunasjóðina 100% skuldlaust ! SA-fólkið á EKKERT erindi árið 2023 í stjórnum eftirlaunasjóðanna, samt skipa samtökin helming stjórnarmanna eftirlaunasjóða ! Hvaða fjárhagslegu/valdahagsmunir tengja saman ASÍ-samtökin og SA-samtökin ? Verkalýðshreyfingin skuldar eigendum sjóðanna skýringar um afhverju er EKKI nú þegar búið að segja upp samningunum frá 1969 !
  2
 • SSS
  Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
  Ég hef sagt það áður og segi það enn og aftur.
  Lífeyrissjóðirnir eru ekkert annað Ponzi svindl og það lögvernda svind sem launþegar er skyldaðir með lögum að taka þátt í þessum viðbjóði.
  Og hvaða andskotans svikarar og mannleysur samþykktu það að fulltrúar (útsendarar), Samtaka Arðræningja fengju sæti í stjórnum Lífeyrissjóðanna ?
  Það er sama hvar drepið er niður á þessu skítaskeri.
  SPILLINGIN GRASSERAR ALLSTAÐAR!
  2
 • Þórarinn Helgason skrifaði
  Algerlega rétt.
  3
 • GEJ
  Gudmundur Eyjólfur Jóelsson skrifaði
  Það verður að sameina lífeyrisjóðina og að félagsmenn kjósi hverjir fari með stjórn mála í lífeyrsjóðum, sjóðirnir eru fyrir sjóðsfélaga en ekki fyrir einhverja gróðrapúnga út í bæ, sem láta sig engu varða hagsmuni sjóðsfélaga. Með því að sameina sparast stjórnunarkosnaður og afætum sem lifa á sjóðunum fækkar og ætti að leiða til þess að hagnaður sjóðsins hækki með meiri peningaflæði í gegnum sjóðsins.
  6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
2
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.
Frumvarp sem á að breyta menntakerfinu eins og við þekkjum það í dag
6
Fréttir

Frum­varp sem á að breyta mennta­kerf­inu eins og við þekkj­um það í dag

Mennta- og barna­mála­ráð­herra hef­ur lagt fram frum­varp um inn­gild­andi mennt­un. Á það að tryggja öll­um jöfn tæki­færi inn­an mennta­kerf­is­ins og taka bet­ur ut­an um skól­ana sjálfa. „Oft á tíð­um eru það ekki endi­lega dýr­ustu og þyngstu lausn­irn­ar sem þarf ef við ná­um að koma miklu fyrr inn. Bæði með breyttri nálg­un á við­fangs­efn­ið en líka með því að að­lag­ast því sem við er­um að gera.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
3
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
5
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
7
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.
Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
9
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
2
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
3
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
5
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
7
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
9
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár