Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Formaður VR kallar lífeyrissjóðina siðlausa plágu í samfélaginu

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son seg­ir að það sé „alltaf að koma bet­ur og bet­ur í ljós að líf­eyr­is­sjóð­irn­ir eru plága í ís­lensku sam­fé­lagi“. Vís­ar hann til þess að sjóð­irn­ir beri fyr­ir síg laga­legri óvissu, er kem­ur að því að koma til móts við stöðu Grind­vík­inga með sama hætti og við­skipta­bank­arn­ir hafa ákveð­ið að gera.

Formaður VR kallar lífeyrissjóðina siðlausa plágu í samfélaginu
Harðorður Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR gagnrýnir lífeyrissjóði og talsfólk þeirra harðlega í dag, fyrir að hafa ekki, til þessa, fellt niður vexti og verðbætur á fasteignalánum Grindvíkinga, eins og stóru viðskiptabankarnir þrír hafa ákveðið að gera.

„Það kemur alltaf jafn mikið á óvart hversu taktlausir og siðlausir lífeyrissjóðirnir og talsfólk þeirra eru. Nú hafa bankarnir ákveðið að fella niður vexti og verðbætur á húsnæðislánum Grindvíkinga, í þrjá mánuði, en sjóðirnir bera fyrir sig lagaóvissu um málið,“ skrifar Ragnar Þór í harðorðri færslu á Facebook.

Ragnar Þór segir lífeyrissjóðina geta „haft stjórnarformenn sem hafa réttarstöðu sakbornings eða verið þáttakendur með öðrum hætti í stærsta samkeppnisbrotamáli Íslandssögunnar“ en að það sé „alltaf lagaóvissa þegar kemur að því að gera eitthvað fyrir fólkið“ og aldrei megi hafa samráð þegar taka þurfi samfélagslega mikilvægar ákvarðanir. 

„Við megum ekki og getum ekki!“ segir Ragnar Þór að sé viðkvæðið frá lífeyrissjóðunum.

Öðru máli segir Ragnar Þór að gegni „þegar verja þarf kerfið eða aðlaga að þörfum fjármálakerfisins eða sérhagsmuna. Ekki er langt síðan að breyta þurfti lögum um fjárfestingaheimildir lífeyrissjóða svo SA gæti þrýst þeim í að bjarga Icelandair,“ skrifar formaður VR.

Hann nefnir að á heimasíðu Landssamtaka lífeyrissjóða segi að á meðal hlutverka samtakanna sé meðal annars að gæta í hvívetna hagsmuna sjóðfélaga og að hafa frumkvæmi um málefni sjóðanna og lífeyrismál og stuðla að jákvæðri ímynd þeirra.

„Það þarf ekki að kafa djúpt til að komast að þeirri niðurstöðu að landssamtökin sinni hvorugu þessu hlutverki. Og set ég stórt spurningamerki um hvort það sé hreinlega löglegt að sjóðirnir fjármagni þessi samtök.

Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að lífeyrissjóðirnir eru plága í íslensku samfélagi,“ skrifar Ragnar Þór, í færslu sinni.

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Mammon sér um sína. Þar sem eru fjármunir eru þjófar og afætur, isminn sem stjórnar fjármálum heimsins sér til þess að "réttir,, aðilar fái obban af virði alls þess sem skapað er. Það þarf að breyta hugsunarhætti okkar allra. Allar okkar kendir eru ræktaðar og þróaðar í sömu stöppunni, kapítalisma.
    0
  • Kári Jónsson skrifaði
    Afhverju vill verkalýðshreyfingin ekki segja upp samningunum frá 1969 ? Núverandi félagar ásamt eldriborgurum og öryrkjum eiga eftirlaunasjóðina 100% skuldlaust ! SA-fólkið á EKKERT erindi árið 2023 í stjórnum eftirlaunasjóðanna, samt skipa samtökin helming stjórnarmanna eftirlaunasjóða ! Hvaða fjárhagslegu/valdahagsmunir tengja saman ASÍ-samtökin og SA-samtökin ? Verkalýðshreyfingin skuldar eigendum sjóðanna skýringar um afhverju er EKKI nú þegar búið að segja upp samningunum frá 1969 !
    2
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Ég hef sagt það áður og segi það enn og aftur.
    Lífeyrissjóðirnir eru ekkert annað Ponzi svindl og það lögvernda svind sem launþegar er skyldaðir með lögum að taka þátt í þessum viðbjóði.
    Og hvaða andskotans svikarar og mannleysur samþykktu það að fulltrúar (útsendarar), Samtaka Arðræningja fengju sæti í stjórnum Lífeyrissjóðanna ?
    Það er sama hvar drepið er niður á þessu skítaskeri.
    SPILLINGIN GRASSERAR ALLSTAÐAR!
    2
  • Þórarinn Helgason skrifaði
    Algerlega rétt.
    3
  • GEJ
    Gudmundur Eyjólfur Jóelsson skrifaði
    Það verður að sameina lífeyrisjóðina og að félagsmenn kjósi hverjir fari með stjórn mála í lífeyrsjóðum, sjóðirnir eru fyrir sjóðsfélaga en ekki fyrir einhverja gróðrapúnga út í bæ, sem láta sig engu varða hagsmuni sjóðsfélaga. Með því að sameina sparast stjórnunarkosnaður og afætum sem lifa á sjóðunum fækkar og ætti að leiða til þess að hagnaður sjóðsins hækki með meiri peningaflæði í gegnum sjóðsins.
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár